Réð her njósnara til að fá upplýsingar frá konunum Atli Ísleifsson skrifar 7. nóvember 2017 14:24 Harvey Weinstein og Rose McGowan árið 2007. Vísir/Getty Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein virðist hafa ráðið njósnara til starfa á síðasta ári til að reyna að hylma yfir og koma í veg fyrir að fréttir af árásum hans myndu rata í fjölmiðla. Frá þessu segir í frétt The New Yorker, en tugir kvenna hafa á síðustu vikum sakað Weinstein ýmist um nauðgun eða kynferðislega áreitni. Í fréttinni segir að njósnararnir hafi haft það hlutverk að ná upplýsingum upp úr fórnarlömbum Weinstein og á eitt skotmarka Weinstein að hafa verið leikkonan Rose McGowan sem sakað hefur Weinstein um nauðgun. Weinstein á að hafa ráðið einkarekin öryggisfyrirtæki til starfa, meðal annars Kroll og Black Cube, þar sem stýrt era f fyrrverandi starfsmönnum ísraelsku leyniþjónustunnar Mossad, til að safna saman upplýsingum um konur og fréttamenn sem unnu að því að greina frá gjörðum Weinstein í fjölmiðlum. Þetta kemur fram í tugum skjala og vitnisburða sjö einstaklinga sem tengd eru málinu með beinum hætti, að því er fram kemur í grein New Yorker. Þá segir að „fréttamenn“, gerðir út af Weinstein, hafi einnig leitað upplýsinga hjá fórnarlömbum Weinstein og komið þeim til framleiðandans eða öryggisfyrirtækjanna. Í samskiptum við Rose McGowan Njósnararnir eiga að hafa starfað fyrir Weinstein í um ár þar sem njósnað var um tugi kvenna. Greinargerðum var meðal annars skilað inn til Weinstein um persónulega sögu kvennanna og sögu þeirra í kynferðismálum. New Yorker segir frá því að tveir njósnaranna hafi verið í samskiptum við leikkonuna Rose McGowan. Einn þeirra gekk undir nafninu Diana Filip og þóttist hún vera fulltrúi samtaka sem berjast fyrir kvenréttindum. Filip tók upp að lágmarki fjögur samtöl sem hún átti með McGowan. Þá á sami njósnari að hafa hitt fréttamann í þeim tilgangi að komast að því hvaða konur væru að ræða við fjölmiðla um árásir Weinstein. Filip var hins vegar í raun og veru fyrrverandi starfsmaður ísraelska hersins og starfaði hjá Black Cube. Þegar fréttamaður New Yorker sendi McGowan mynd af njósnaranum, sagðist hún strax kannast við konuna. Rataði í fréttirnar hér á landi Black Cube rataði í fréttirnar hér á landi á árunum eftir hrun þegar Vincent Tchenguiz réði starfsmenn fyrirtækisins til stafa til að aðstoða hann í deilum sínum við efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar (Serious Fraud Office (SFO). Tchenguiz var handtekinn af lögreglunni í kjölfar falls Kaupþings banka og notaðist Tchenguiz við gögn úr rannsókn starfsmanna Black Cube í málaferlum sínum gegn SFO. Dómari átti síðar eftir að dæma breska ríkið til greiðslu skaðabóta vegna ólöglegrar handtöku Tchenguiz. Hér má lesa grein New Yorker í heild sinni. Mál Harvey Weinstein MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Rannsókn breskra lögregluyfirvalda á Harvey Weinstein orðin umfangsmeiri Rannsókn breskra lögregluyfirvalda á bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein er nú orðin umfangsmeiri en áður hafði verið tilkynnt um. 31. október 2017 15:44 Lögreglan safnar sönnunargögnum með það fyrir augum að handtaka Weinstein Er málið sagt byggja á ásökunum leikkonu sem segir Weinstein hafa nauðgað henni fyrir sjö árum. 3. nóvember 2017 21:32 Uma Thurman of reið til að tjá sig Gríðarlega mikið hefur verið fjallað um þekkta karlmenn í Hollywood undanfarnar vikur hafa þeir Harvey Weinstein, Kevin Spacey og Dustin Hoffman verið sakaðir um kynferðislega áreitni og jafnvel nauðgun. 6. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein virðist hafa ráðið njósnara til starfa á síðasta ári til að reyna að hylma yfir og koma í veg fyrir að fréttir af árásum hans myndu rata í fjölmiðla. Frá þessu segir í frétt The New Yorker, en tugir kvenna hafa á síðustu vikum sakað Weinstein ýmist um nauðgun eða kynferðislega áreitni. Í fréttinni segir að njósnararnir hafi haft það hlutverk að ná upplýsingum upp úr fórnarlömbum Weinstein og á eitt skotmarka Weinstein að hafa verið leikkonan Rose McGowan sem sakað hefur Weinstein um nauðgun. Weinstein á að hafa ráðið einkarekin öryggisfyrirtæki til starfa, meðal annars Kroll og Black Cube, þar sem stýrt era f fyrrverandi starfsmönnum ísraelsku leyniþjónustunnar Mossad, til að safna saman upplýsingum um konur og fréttamenn sem unnu að því að greina frá gjörðum Weinstein í fjölmiðlum. Þetta kemur fram í tugum skjala og vitnisburða sjö einstaklinga sem tengd eru málinu með beinum hætti, að því er fram kemur í grein New Yorker. Þá segir að „fréttamenn“, gerðir út af Weinstein, hafi einnig leitað upplýsinga hjá fórnarlömbum Weinstein og komið þeim til framleiðandans eða öryggisfyrirtækjanna. Í samskiptum við Rose McGowan Njósnararnir eiga að hafa starfað fyrir Weinstein í um ár þar sem njósnað var um tugi kvenna. Greinargerðum var meðal annars skilað inn til Weinstein um persónulega sögu kvennanna og sögu þeirra í kynferðismálum. New Yorker segir frá því að tveir njósnaranna hafi verið í samskiptum við leikkonuna Rose McGowan. Einn þeirra gekk undir nafninu Diana Filip og þóttist hún vera fulltrúi samtaka sem berjast fyrir kvenréttindum. Filip tók upp að lágmarki fjögur samtöl sem hún átti með McGowan. Þá á sami njósnari að hafa hitt fréttamann í þeim tilgangi að komast að því hvaða konur væru að ræða við fjölmiðla um árásir Weinstein. Filip var hins vegar í raun og veru fyrrverandi starfsmaður ísraelska hersins og starfaði hjá Black Cube. Þegar fréttamaður New Yorker sendi McGowan mynd af njósnaranum, sagðist hún strax kannast við konuna. Rataði í fréttirnar hér á landi Black Cube rataði í fréttirnar hér á landi á árunum eftir hrun þegar Vincent Tchenguiz réði starfsmenn fyrirtækisins til stafa til að aðstoða hann í deilum sínum við efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar (Serious Fraud Office (SFO). Tchenguiz var handtekinn af lögreglunni í kjölfar falls Kaupþings banka og notaðist Tchenguiz við gögn úr rannsókn starfsmanna Black Cube í málaferlum sínum gegn SFO. Dómari átti síðar eftir að dæma breska ríkið til greiðslu skaðabóta vegna ólöglegrar handtöku Tchenguiz. Hér má lesa grein New Yorker í heild sinni.
Mál Harvey Weinstein MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Rannsókn breskra lögregluyfirvalda á Harvey Weinstein orðin umfangsmeiri Rannsókn breskra lögregluyfirvalda á bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein er nú orðin umfangsmeiri en áður hafði verið tilkynnt um. 31. október 2017 15:44 Lögreglan safnar sönnunargögnum með það fyrir augum að handtaka Weinstein Er málið sagt byggja á ásökunum leikkonu sem segir Weinstein hafa nauðgað henni fyrir sjö árum. 3. nóvember 2017 21:32 Uma Thurman of reið til að tjá sig Gríðarlega mikið hefur verið fjallað um þekkta karlmenn í Hollywood undanfarnar vikur hafa þeir Harvey Weinstein, Kevin Spacey og Dustin Hoffman verið sakaðir um kynferðislega áreitni og jafnvel nauðgun. 6. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Rannsókn breskra lögregluyfirvalda á Harvey Weinstein orðin umfangsmeiri Rannsókn breskra lögregluyfirvalda á bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein er nú orðin umfangsmeiri en áður hafði verið tilkynnt um. 31. október 2017 15:44
Lögreglan safnar sönnunargögnum með það fyrir augum að handtaka Weinstein Er málið sagt byggja á ásökunum leikkonu sem segir Weinstein hafa nauðgað henni fyrir sjö árum. 3. nóvember 2017 21:32
Uma Thurman of reið til að tjá sig Gríðarlega mikið hefur verið fjallað um þekkta karlmenn í Hollywood undanfarnar vikur hafa þeir Harvey Weinstein, Kevin Spacey og Dustin Hoffman verið sakaðir um kynferðislega áreitni og jafnvel nauðgun. 6. nóvember 2017 11:30