Lífið

Hver er harðasti iðnaðarmaðurinn á Íslandi 2017?

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sex grjótharðir iðnaðarmenn.
Sex grjótharðir iðnaðarmenn.
Útvarpsstöðin X977 og Wurth leita að harðasta iðnaðarmanninum á Íslandi. Undanfarnar vikur hefur hlustendum X977 boðist að koma með tilnefningar um harðasta iðnaðarmanninn og komu inn fjölmargar ábendingar um slíka. Sérstök dómnefnd fór svo yfir allar tilnefningar.

Hún hefur valið úr sex einstaklinga sem þóttu skara framúr og hefst nú kosning á harðasta iðnaðarmanninum á Íslandi í dag. Þetta er í þriðja skiptið sem harðasti iðnaðarmaðurinn er valinn hér á Vísi. Árið 2015 var Arnór Davíð Pétursson pípari valinn og árið 2016 var Halldóra Þorvarðardóttir blikksmiður valin.

Kosningin stendur yfir til 16. nóvember og verður síðan sérstakt lokahóf þann 17. nóvember.

Vinningarnir eru:

Fyrsta sæti: 150.000 kr. inneign hjá Wurth og birgðir frá Bola

Annað sæti: 100.000 kr. inneign hjá Wurth og birgðir frá Bola

Þriðja sæti : 75.000 kr. inneign hjá Wurth og birgðir frá Bola

Hér fyrir neðan eru kynningarmyndbönd af öllum keppendum. Horfðu á myndböndin, myndaðu þér skoðun og taktu síðan þátt í kosningunni neðst í fréttinni.

José Antonio Rodriguez
Auður Linda Sonjudóttir
Óskar Páll Hilmarsson
Arnar Ingi Ingólfsson
Óskar Guðjón Óskarsson
Sigurður Georgsson
Jæja, þá er komið að því. Hver er harðasti iðnaðarmaðurinn? Taktu þátt í kosningunni hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×