Fékk sér i glas og reykti maríjúana fyrir flesta leiki Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. nóvember 2017 13:00 Josh Gordon í leik með Cleveland fyrir þremur árum síðan. vísir/getty Helsti vandræðapési NFL-deildarinnar, Josh Gordon, hefur loksins opnað sig varðandi sín vandamál með vímuefni. Saga hans er í einu orði sagt ótrúleg. Gordon er orðinn 26 ára gamall. Hann var valinn af Cleveland Browns í nýliðavalinu árið 2012 en hefur lítið spila enda nánast verið í leikbanni frá því hann kom inn í deildina. Gordon fór í opinskátt viðtal hjá GQ þar sem hann opnaði sig loksins og greindi frá því að hann hefði reglulega notað áfengi og eiturlyf fyrir leiki. „Þetta var komið upp í vana hjá mér. Ef ég hafði farið í lyfjapróf í vikunni þá var klárt að ég myndi alltaf fá tvo aukadaga til þess að hreinsa kerfið. Ég átti það til að reykja mikið marijúana fyrir leiki og reyndi svo að fela lyktina af fötunum. Það er reyndar fullt af leikmönnum sem reykja fyrir leiki en það er enginn að tala um þá,“ segir Gordon en hann fékk sér líka í glas fyrir leiki. „Ég var alltaf tilbúinn með glös. Ég elskaði Grand Marnier. Það rann ljúflega niður. Ég gat venjulega drukkið mjög mikið. Ef það var ekki Grand þá drakk ég vískí eða eitthvað álíka. Ég tók kannski tvo staup til þess að hita upp kerfið. Koma vélinni í gang. Þetta er það sem ég gerði fyrir leiki. Svo var alltaf partí eftir leiki. Það var eitthvað í mér fyrir nánast alla leiki.“ Gordon segir að þetta hafi hann gert fyrir nánast alla leiki bæði í háskóla og NFL-deildinni. Þar sem hann hefur ítrekað fallið á lyfjaprófum síðustu ár þá hefur hann ekki spilað síðan árið 2014. Gríðarlegur missir fyrir Cleveland enda ótrúlega hæfileikaríkur leikmaður sem var með flesta jarda hjá útherjum deildarinnar árið 2013 og það aðeins í fjórtán leikjum. NFL-deildin hefur nú sett hann á skilorð og hann má snúa aftur í þrettándu leikviku ef hann fer eftir þeim reglum sem deildin hefur sett honum. Á meðal þess sem hann þarf að gera er að taka regluleg lyfjapróf og sækja AA-fundi. Það verður klárlega hans síðasta tækifæri í deildinni. NFL Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Hádramatík í sex marka leik Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park „Ég get spilað fyrir framan tóman sal og fyrir framan fullan sal“ Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Sjá meira
Helsti vandræðapési NFL-deildarinnar, Josh Gordon, hefur loksins opnað sig varðandi sín vandamál með vímuefni. Saga hans er í einu orði sagt ótrúleg. Gordon er orðinn 26 ára gamall. Hann var valinn af Cleveland Browns í nýliðavalinu árið 2012 en hefur lítið spila enda nánast verið í leikbanni frá því hann kom inn í deildina. Gordon fór í opinskátt viðtal hjá GQ þar sem hann opnaði sig loksins og greindi frá því að hann hefði reglulega notað áfengi og eiturlyf fyrir leiki. „Þetta var komið upp í vana hjá mér. Ef ég hafði farið í lyfjapróf í vikunni þá var klárt að ég myndi alltaf fá tvo aukadaga til þess að hreinsa kerfið. Ég átti það til að reykja mikið marijúana fyrir leiki og reyndi svo að fela lyktina af fötunum. Það er reyndar fullt af leikmönnum sem reykja fyrir leiki en það er enginn að tala um þá,“ segir Gordon en hann fékk sér líka í glas fyrir leiki. „Ég var alltaf tilbúinn með glös. Ég elskaði Grand Marnier. Það rann ljúflega niður. Ég gat venjulega drukkið mjög mikið. Ef það var ekki Grand þá drakk ég vískí eða eitthvað álíka. Ég tók kannski tvo staup til þess að hita upp kerfið. Koma vélinni í gang. Þetta er það sem ég gerði fyrir leiki. Svo var alltaf partí eftir leiki. Það var eitthvað í mér fyrir nánast alla leiki.“ Gordon segir að þetta hafi hann gert fyrir nánast alla leiki bæði í háskóla og NFL-deildinni. Þar sem hann hefur ítrekað fallið á lyfjaprófum síðustu ár þá hefur hann ekki spilað síðan árið 2014. Gríðarlegur missir fyrir Cleveland enda ótrúlega hæfileikaríkur leikmaður sem var með flesta jarda hjá útherjum deildarinnar árið 2013 og það aðeins í fjórtán leikjum. NFL-deildin hefur nú sett hann á skilorð og hann má snúa aftur í þrettándu leikviku ef hann fer eftir þeim reglum sem deildin hefur sett honum. Á meðal þess sem hann þarf að gera er að taka regluleg lyfjapróf og sækja AA-fundi. Það verður klárlega hans síðasta tækifæri í deildinni.
NFL Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Hádramatík í sex marka leik Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park „Ég get spilað fyrir framan tóman sal og fyrir framan fullan sal“ Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Sjá meira