Áhrif samfélagsmiðla á lýðræðið Erla Ýr Gylfadóttir skrifar 6. nóvember 2017 11:00 Kosningar til Alþingis eru nú nýafstaðnar og sveitastjórnarkosningar eru á næsta ári. Þá er tímabært að skoða hvernig almenningur mótar sér skoðanir í aðdraganda kosninga. Allskyns upplýsingum og áróðri var dreift nafnlaust með það að markmiði að hafa áhrif á kjósendur. Þá sáu margir Íslendingar áminningu í fréttaveitu sinni á Facebook að það væri kjördagur á Íslandi. Áminningin birtist þó ekki í fréttaveitum allra kjósenda. Notendur eru misvirkir á Facebook og nota yngri kjósendur gjarnan aðra samfélagsmiðla frekar. Það er áhugavert að skoða áminninguna í samhengi við rannsókn sem gerð var árið 2010 í Bandaríkjunum. Þá gerði Facebook rannsókn á áhrifum þess að minna notendur sína á kosningarnar í fréttaveitu sinni. Facebook sendi 60 milljónum kosningabærra Bandaríkjamanna áminningu um kosningarnar. Niðurstöður voru þær að kjósendur sem fengu áminningu í fréttaveitunni voru 0,14% líklegri til að kjósa en aðrir notendur. Segja má að 0,14% sé ekki há tala. En ef talan er sett í samhengi þá munaði einungis 537 atkvæðum á forsetaframbjóðendunum Gore og Bush í Flórída fylki árið 2000 þegar Bush var kjörinn forseti. Hér á Íslandi geta aðeins nokkur atkvæði skipt sköpum vegna fámennisins. Niðurstöðurnar þykja athyglisverðar, enda sýna þær mátt Facebook og hvernig einföld áminning getur haft áhrif á kosningaþátttöku. Ef vald samfélagsmiðils er svo mikið hlýtur að þurfa að skoða hvaða hópar eru líklegri til að nota Facebook að staðaldri og fá slíka áminningu á kjördag. Það skiptir verulegu máli. Auðvitað er það jákvætt að notaðar séu margvíslegar leiðir til að auka kosningaþátttöku og til að miðla upplýsingum svo að kjósendur geti gert upp hug sinn. En rannsóknir sýna að ómerkt skilaboð og áróður sem miðlað er til fólks getur verið skaðlegur. Það er líka ógagnsætt hvernig samfélagsmiðlar forgangsraða efni og auglýsingum í fréttaveitum notenda. Samfélagsmiðlar líkt og fjölmiðlar hafa mikið vald. Það er kominn tími til ræða af alvöru hlutverk og skyldur þeirra í aðdraganda kosninga.Höfundur er framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elfa Ýr Gylfadóttir Kosningar 2017 Skoðun Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Skoðun Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Kosningar til Alþingis eru nú nýafstaðnar og sveitastjórnarkosningar eru á næsta ári. Þá er tímabært að skoða hvernig almenningur mótar sér skoðanir í aðdraganda kosninga. Allskyns upplýsingum og áróðri var dreift nafnlaust með það að markmiði að hafa áhrif á kjósendur. Þá sáu margir Íslendingar áminningu í fréttaveitu sinni á Facebook að það væri kjördagur á Íslandi. Áminningin birtist þó ekki í fréttaveitum allra kjósenda. Notendur eru misvirkir á Facebook og nota yngri kjósendur gjarnan aðra samfélagsmiðla frekar. Það er áhugavert að skoða áminninguna í samhengi við rannsókn sem gerð var árið 2010 í Bandaríkjunum. Þá gerði Facebook rannsókn á áhrifum þess að minna notendur sína á kosningarnar í fréttaveitu sinni. Facebook sendi 60 milljónum kosningabærra Bandaríkjamanna áminningu um kosningarnar. Niðurstöður voru þær að kjósendur sem fengu áminningu í fréttaveitunni voru 0,14% líklegri til að kjósa en aðrir notendur. Segja má að 0,14% sé ekki há tala. En ef talan er sett í samhengi þá munaði einungis 537 atkvæðum á forsetaframbjóðendunum Gore og Bush í Flórída fylki árið 2000 þegar Bush var kjörinn forseti. Hér á Íslandi geta aðeins nokkur atkvæði skipt sköpum vegna fámennisins. Niðurstöðurnar þykja athyglisverðar, enda sýna þær mátt Facebook og hvernig einföld áminning getur haft áhrif á kosningaþátttöku. Ef vald samfélagsmiðils er svo mikið hlýtur að þurfa að skoða hvaða hópar eru líklegri til að nota Facebook að staðaldri og fá slíka áminningu á kjördag. Það skiptir verulegu máli. Auðvitað er það jákvætt að notaðar séu margvíslegar leiðir til að auka kosningaþátttöku og til að miðla upplýsingum svo að kjósendur geti gert upp hug sinn. En rannsóknir sýna að ómerkt skilaboð og áróður sem miðlað er til fólks getur verið skaðlegur. Það er líka ógagnsætt hvernig samfélagsmiðlar forgangsraða efni og auglýsingum í fréttaveitum notenda. Samfélagsmiðlar líkt og fjölmiðlar hafa mikið vald. Það er kominn tími til ræða af alvöru hlutverk og skyldur þeirra í aðdraganda kosninga.Höfundur er framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun