Katrín segir ágætis samtal í gangi í viðræðunum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. nóvember 2017 19:00 Formlegum stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri grænna, Framsóknar, Samfylkingar og Pírata var áframhaldið í dag. Fulltrúar flokkanna funduðu á skrifstofu Vinstri Grænna í Austurstræti og segist Katrín Jakobsdóttir vera hóflega bjartsýn eftir daginn. Fulltrúar flokkanna funduðu á heimili Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, frá klukkan tíu til fjögur í gær og í dag var viðræðunum haldið áfram þar sem frá var horfið. Fundurinn hófst á skrifstofu Vinstri Grænna í Austurstræti klukkan hálf tvö og lauk núna síðdegis. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, fékk stjórnarmyndunarumboðið á fimmtudag eftir að formenn flokkanna sammæltust um að hefja formlegar viðræður. Ef þau ná saman mynda þau minnsta mögulega meirihluta á Alþingi með 32 þingmenn. Viðræðunum verður haldið áfram á morgun og mun Katrín upplýsa forsetann um gang mála á morgun eða á mánudag. Katrín segir að farið hafi verið yfir stóru línurnar í dag, líkt og í gær. „Í gær vorum við mikið að ræða þessi stóru uppbyggingarmál; heilbrigðismál, menntamál, samgöngur og fleira, ríkisfjármál næstu ára. Í dag vorum við hins vegar að fara yfir stöðuna á vinnumarkaði, kjör aldraðra og öryrkja og fleira. Þannig við erum enn bara að ljúka þessari yfirferð yfir stóru línurnar," segir Katrín.Eruð þið að nálgast einhverja niðurstöðu?„Við munum væntanlega á morgun öll gera grein fyrir stöðu mála í okkar þingflokkum en eins og ég hef sagt að þá ættu línurnar að skýrast um og upp úr helgi, sem sagt á mánudaginn," segir Katrín. Áhyggjur af naumum meirihluta hafa komið fram í viðræðunum að sögn Katrínar og hún bendir á að flokkarnir séu ósammála um ýmis stór mál. „Það liggur fyrir að allir munu þurfa að gefa mikið eftir. Ekki bara innan stjórnarinnar heldur þarf líka að huga að breiðari samstöðu, inni á Alþingi og úti í samfélaginu," segir Katrín. Ertu bjartsýn á að þetta gangi upp?„Þetta er ágætis gangur í þessu og ágætis samtal sem er í gangi, þannig ég er áfram hóflega bjartsýn," segir Katrín. Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Formlegum stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri grænna, Framsóknar, Samfylkingar og Pírata var áframhaldið í dag. Fulltrúar flokkanna funduðu á skrifstofu Vinstri Grænna í Austurstræti og segist Katrín Jakobsdóttir vera hóflega bjartsýn eftir daginn. Fulltrúar flokkanna funduðu á heimili Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, frá klukkan tíu til fjögur í gær og í dag var viðræðunum haldið áfram þar sem frá var horfið. Fundurinn hófst á skrifstofu Vinstri Grænna í Austurstræti klukkan hálf tvö og lauk núna síðdegis. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, fékk stjórnarmyndunarumboðið á fimmtudag eftir að formenn flokkanna sammæltust um að hefja formlegar viðræður. Ef þau ná saman mynda þau minnsta mögulega meirihluta á Alþingi með 32 þingmenn. Viðræðunum verður haldið áfram á morgun og mun Katrín upplýsa forsetann um gang mála á morgun eða á mánudag. Katrín segir að farið hafi verið yfir stóru línurnar í dag, líkt og í gær. „Í gær vorum við mikið að ræða þessi stóru uppbyggingarmál; heilbrigðismál, menntamál, samgöngur og fleira, ríkisfjármál næstu ára. Í dag vorum við hins vegar að fara yfir stöðuna á vinnumarkaði, kjör aldraðra og öryrkja og fleira. Þannig við erum enn bara að ljúka þessari yfirferð yfir stóru línurnar," segir Katrín.Eruð þið að nálgast einhverja niðurstöðu?„Við munum væntanlega á morgun öll gera grein fyrir stöðu mála í okkar þingflokkum en eins og ég hef sagt að þá ættu línurnar að skýrast um og upp úr helgi, sem sagt á mánudaginn," segir Katrín. Áhyggjur af naumum meirihluta hafa komið fram í viðræðunum að sögn Katrínar og hún bendir á að flokkarnir séu ósammála um ýmis stór mál. „Það liggur fyrir að allir munu þurfa að gefa mikið eftir. Ekki bara innan stjórnarinnar heldur þarf líka að huga að breiðari samstöðu, inni á Alþingi og úti í samfélaginu," segir Katrín. Ertu bjartsýn á að þetta gangi upp?„Þetta er ágætis gangur í þessu og ágætis samtal sem er í gangi, þannig ég er áfram hóflega bjartsýn," segir Katrín.
Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira