Katrín segir ágætis samtal í gangi í viðræðunum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. nóvember 2017 19:00 Formlegum stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri grænna, Framsóknar, Samfylkingar og Pírata var áframhaldið í dag. Fulltrúar flokkanna funduðu á skrifstofu Vinstri Grænna í Austurstræti og segist Katrín Jakobsdóttir vera hóflega bjartsýn eftir daginn. Fulltrúar flokkanna funduðu á heimili Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, frá klukkan tíu til fjögur í gær og í dag var viðræðunum haldið áfram þar sem frá var horfið. Fundurinn hófst á skrifstofu Vinstri Grænna í Austurstræti klukkan hálf tvö og lauk núna síðdegis. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, fékk stjórnarmyndunarumboðið á fimmtudag eftir að formenn flokkanna sammæltust um að hefja formlegar viðræður. Ef þau ná saman mynda þau minnsta mögulega meirihluta á Alþingi með 32 þingmenn. Viðræðunum verður haldið áfram á morgun og mun Katrín upplýsa forsetann um gang mála á morgun eða á mánudag. Katrín segir að farið hafi verið yfir stóru línurnar í dag, líkt og í gær. „Í gær vorum við mikið að ræða þessi stóru uppbyggingarmál; heilbrigðismál, menntamál, samgöngur og fleira, ríkisfjármál næstu ára. Í dag vorum við hins vegar að fara yfir stöðuna á vinnumarkaði, kjör aldraðra og öryrkja og fleira. Þannig við erum enn bara að ljúka þessari yfirferð yfir stóru línurnar," segir Katrín.Eruð þið að nálgast einhverja niðurstöðu?„Við munum væntanlega á morgun öll gera grein fyrir stöðu mála í okkar þingflokkum en eins og ég hef sagt að þá ættu línurnar að skýrast um og upp úr helgi, sem sagt á mánudaginn," segir Katrín. Áhyggjur af naumum meirihluta hafa komið fram í viðræðunum að sögn Katrínar og hún bendir á að flokkarnir séu ósammála um ýmis stór mál. „Það liggur fyrir að allir munu þurfa að gefa mikið eftir. Ekki bara innan stjórnarinnar heldur þarf líka að huga að breiðari samstöðu, inni á Alþingi og úti í samfélaginu," segir Katrín. Ertu bjartsýn á að þetta gangi upp?„Þetta er ágætis gangur í þessu og ágætis samtal sem er í gangi, þannig ég er áfram hóflega bjartsýn," segir Katrín. Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Fleiri fréttir Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Sjá meira
Formlegum stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri grænna, Framsóknar, Samfylkingar og Pírata var áframhaldið í dag. Fulltrúar flokkanna funduðu á skrifstofu Vinstri Grænna í Austurstræti og segist Katrín Jakobsdóttir vera hóflega bjartsýn eftir daginn. Fulltrúar flokkanna funduðu á heimili Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, frá klukkan tíu til fjögur í gær og í dag var viðræðunum haldið áfram þar sem frá var horfið. Fundurinn hófst á skrifstofu Vinstri Grænna í Austurstræti klukkan hálf tvö og lauk núna síðdegis. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, fékk stjórnarmyndunarumboðið á fimmtudag eftir að formenn flokkanna sammæltust um að hefja formlegar viðræður. Ef þau ná saman mynda þau minnsta mögulega meirihluta á Alþingi með 32 þingmenn. Viðræðunum verður haldið áfram á morgun og mun Katrín upplýsa forsetann um gang mála á morgun eða á mánudag. Katrín segir að farið hafi verið yfir stóru línurnar í dag, líkt og í gær. „Í gær vorum við mikið að ræða þessi stóru uppbyggingarmál; heilbrigðismál, menntamál, samgöngur og fleira, ríkisfjármál næstu ára. Í dag vorum við hins vegar að fara yfir stöðuna á vinnumarkaði, kjör aldraðra og öryrkja og fleira. Þannig við erum enn bara að ljúka þessari yfirferð yfir stóru línurnar," segir Katrín.Eruð þið að nálgast einhverja niðurstöðu?„Við munum væntanlega á morgun öll gera grein fyrir stöðu mála í okkar þingflokkum en eins og ég hef sagt að þá ættu línurnar að skýrast um og upp úr helgi, sem sagt á mánudaginn," segir Katrín. Áhyggjur af naumum meirihluta hafa komið fram í viðræðunum að sögn Katrínar og hún bendir á að flokkarnir séu ósammála um ýmis stór mál. „Það liggur fyrir að allir munu þurfa að gefa mikið eftir. Ekki bara innan stjórnarinnar heldur þarf líka að huga að breiðari samstöðu, inni á Alþingi og úti í samfélaginu," segir Katrín. Ertu bjartsýn á að þetta gangi upp?„Þetta er ágætis gangur í þessu og ágætis samtal sem er í gangi, þannig ég er áfram hóflega bjartsýn," segir Katrín.
Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Fleiri fréttir Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Sjá meira