Samkeppnin nú þegar hafin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. nóvember 2017 06:00 Heimir Hallgrímsson fer með stóran hóp til Katar. vísir/vilhelm Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í gær stóran landsliðshóp sem fer í æfingaferð til Katar á næstu dögum en fram undan eru æfingaleikir gegn bæði heimamönnum og sterku liði Tékka. Um alþjóðlega leikdaga er að ræða og gat Heimir því valið alla leikmenn sem gátu gefið kost á sér. Heimir tekur með sér alla leikmenn sem voru með í síðasta verkefni, að þeim Emil Hallfreðssyni og Jóni Daða Böðvarssyni undanskildum en báðir eiga við meiðsli að stríða. Þá bætast þeir Ingvar Jónsson, markvörður Sandefjord í Noregi, og Theódór Elmar Bjarnason, sem nýlega gekk í raðir Elazigspor í Tyrklandi, í hópinn. „Leikmennirnir sem við völdum eru þeir sem mest hafa verið með okkur í aðdraganda þess að við tryggðum okkur HM-sætið,“ sagði Heimir við Fréttablaðið á blaðamannafundi KSÍ í gær. „Þetta eru því að hluta til verðlaun fyrir þá að við tökum svona stóran hóp með okkur. En um leið vita menn að það eru að minnsta kosti fimm úr þessum hópi sem ekki fara með til Rússlands og því samkeppni um sæti í lokahópnum hafin.“Sín hlutverk á hreinu Heimir sagði að um afslappaða ferð verði að ræða. Leikirnir séu ekki jafn mikilvægir og leikir Íslands hafi verið að undanförnu og að það hafi verið ósk hans að fara með liðið í hlýtt loftslag og afslappað umhverfi. „Þessi ferð er hugsuð til að við fáum þar tækifæri til að ræða meira saman og plana framhaldið og undirbúninginn fyrir HM í sumar. Við viljum fara yfir hvað við getum lært af síðustu lokakeppni,“ sagði Heimir sem gerir þó vitanlega kröfur til þeirra sem koma til með að spila leikina. „Ég vil sjá að þeir sem spila þessa leiki séu með leikfræðin á hreinu sem og sín hlutverk á vellinum. Þeir sem hafa fengið tækifærið hingað til hafa staðið sig vel og ég vona að okkur takist að stækka þann hóp enn frekar.“Vonandi erfitt verkefni Ísland mun spila æfingaleiki í janúar og jafnvel febrúar en þó án þeirra atvinnumanna Íslands sem spila í sterkustu deildum Evrópu. Næsti alþjóðlegi leikdagur verður svo í mars og lokahnykkur undirbúningsins fyrir HM í Rússlandi hefst síðari hluta maímánaðar. Heimir fær því að gefa mörgum leikmönnum tækifæri fyrir stóru stundina næsta sumar en hann segir að svipað fyrirkomulag hafi gefist vel fyrir tveimur árum, er liðið var að undirbúa sig fyrir EM í Frakklandi. „Menn notuðu tækifærið með landsliðinu sem gulrót til að leggja enn meira á sig og spila vel með sínum félagsliðum. Allir sóknarmenn okkar voru að skora reglulega og þegar Íslendingur var að spila var hann yfirleitt valinn maður leiksins. Það var afar erfitt að velja lokahópinn fyrir EM og ég vona að það verði erfitt fyrir HM.“ Blaðamannafundur Heimis HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir Hallgríms fer með þessa menn til Katar | Tveir koma inn í hópinn Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, valdi í dag 26 manna landsliðshóp fyrir komandi vináttulandsleiki á móti Katar og Tékklandi sem fara fram í Katar seinna í þessum mánuði. 3. nóvember 2017 13:31 Kolbeinn Sigþórs hleypur verkjalaus | Heimir um möguleika hans á sæti í HM-hópnum Kolbeinn Sigþórsson er byrjaður að æfa á nýjan leik eftir að hafa verið í langan tíma frá vegna meiðsla. 3. nóvember 2017 13:50 Heimir: Verkefnið „stund á milli stríða“ í Katar Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir æfingamótið í Katar vera allt öðruvísi verkefni en þau sem liðið hefur verið að fara að undanförnu. 3. nóvember 2017 13:42 Svona var blaðamannafundurinn hans Heimis Strákarnir okkar eru á leið til Katar þar sem þeir munu mæta heimamönnum og Tékkum í tveimur vináttulandsleikjum. Heimir Hallgrímsson tilkynnti í dag hvaða 26 leikmenn fara í ferðina. 3. nóvember 2017 12:30 Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í gær stóran landsliðshóp sem fer í æfingaferð til Katar á næstu dögum en fram undan eru æfingaleikir gegn bæði heimamönnum og sterku liði Tékka. Um alþjóðlega leikdaga er að ræða og gat Heimir því valið alla leikmenn sem gátu gefið kost á sér. Heimir tekur með sér alla leikmenn sem voru með í síðasta verkefni, að þeim Emil Hallfreðssyni og Jóni Daða Böðvarssyni undanskildum en báðir eiga við meiðsli að stríða. Þá bætast þeir Ingvar Jónsson, markvörður Sandefjord í Noregi, og Theódór Elmar Bjarnason, sem nýlega gekk í raðir Elazigspor í Tyrklandi, í hópinn. „Leikmennirnir sem við völdum eru þeir sem mest hafa verið með okkur í aðdraganda þess að við tryggðum okkur HM-sætið,“ sagði Heimir við Fréttablaðið á blaðamannafundi KSÍ í gær. „Þetta eru því að hluta til verðlaun fyrir þá að við tökum svona stóran hóp með okkur. En um leið vita menn að það eru að minnsta kosti fimm úr þessum hópi sem ekki fara með til Rússlands og því samkeppni um sæti í lokahópnum hafin.“Sín hlutverk á hreinu Heimir sagði að um afslappaða ferð verði að ræða. Leikirnir séu ekki jafn mikilvægir og leikir Íslands hafi verið að undanförnu og að það hafi verið ósk hans að fara með liðið í hlýtt loftslag og afslappað umhverfi. „Þessi ferð er hugsuð til að við fáum þar tækifæri til að ræða meira saman og plana framhaldið og undirbúninginn fyrir HM í sumar. Við viljum fara yfir hvað við getum lært af síðustu lokakeppni,“ sagði Heimir sem gerir þó vitanlega kröfur til þeirra sem koma til með að spila leikina. „Ég vil sjá að þeir sem spila þessa leiki séu með leikfræðin á hreinu sem og sín hlutverk á vellinum. Þeir sem hafa fengið tækifærið hingað til hafa staðið sig vel og ég vona að okkur takist að stækka þann hóp enn frekar.“Vonandi erfitt verkefni Ísland mun spila æfingaleiki í janúar og jafnvel febrúar en þó án þeirra atvinnumanna Íslands sem spila í sterkustu deildum Evrópu. Næsti alþjóðlegi leikdagur verður svo í mars og lokahnykkur undirbúningsins fyrir HM í Rússlandi hefst síðari hluta maímánaðar. Heimir fær því að gefa mörgum leikmönnum tækifæri fyrir stóru stundina næsta sumar en hann segir að svipað fyrirkomulag hafi gefist vel fyrir tveimur árum, er liðið var að undirbúa sig fyrir EM í Frakklandi. „Menn notuðu tækifærið með landsliðinu sem gulrót til að leggja enn meira á sig og spila vel með sínum félagsliðum. Allir sóknarmenn okkar voru að skora reglulega og þegar Íslendingur var að spila var hann yfirleitt valinn maður leiksins. Það var afar erfitt að velja lokahópinn fyrir EM og ég vona að það verði erfitt fyrir HM.“ Blaðamannafundur Heimis
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir Hallgríms fer með þessa menn til Katar | Tveir koma inn í hópinn Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, valdi í dag 26 manna landsliðshóp fyrir komandi vináttulandsleiki á móti Katar og Tékklandi sem fara fram í Katar seinna í þessum mánuði. 3. nóvember 2017 13:31 Kolbeinn Sigþórs hleypur verkjalaus | Heimir um möguleika hans á sæti í HM-hópnum Kolbeinn Sigþórsson er byrjaður að æfa á nýjan leik eftir að hafa verið í langan tíma frá vegna meiðsla. 3. nóvember 2017 13:50 Heimir: Verkefnið „stund á milli stríða“ í Katar Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir æfingamótið í Katar vera allt öðruvísi verkefni en þau sem liðið hefur verið að fara að undanförnu. 3. nóvember 2017 13:42 Svona var blaðamannafundurinn hans Heimis Strákarnir okkar eru á leið til Katar þar sem þeir munu mæta heimamönnum og Tékkum í tveimur vináttulandsleikjum. Heimir Hallgrímsson tilkynnti í dag hvaða 26 leikmenn fara í ferðina. 3. nóvember 2017 12:30 Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
Heimir Hallgríms fer með þessa menn til Katar | Tveir koma inn í hópinn Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, valdi í dag 26 manna landsliðshóp fyrir komandi vináttulandsleiki á móti Katar og Tékklandi sem fara fram í Katar seinna í þessum mánuði. 3. nóvember 2017 13:31
Kolbeinn Sigþórs hleypur verkjalaus | Heimir um möguleika hans á sæti í HM-hópnum Kolbeinn Sigþórsson er byrjaður að æfa á nýjan leik eftir að hafa verið í langan tíma frá vegna meiðsla. 3. nóvember 2017 13:50
Heimir: Verkefnið „stund á milli stríða“ í Katar Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir æfingamótið í Katar vera allt öðruvísi verkefni en þau sem liðið hefur verið að fara að undanförnu. 3. nóvember 2017 13:42
Svona var blaðamannafundurinn hans Heimis Strákarnir okkar eru á leið til Katar þar sem þeir munu mæta heimamönnum og Tékkum í tveimur vináttulandsleikjum. Heimir Hallgrímsson tilkynnti í dag hvaða 26 leikmenn fara í ferðina. 3. nóvember 2017 12:30