Stóraukinn ólöglegur innflutningur á mat og tóbaki Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. nóvember 2017 20:00 Ólöglegur innflutningur á matvælum og tóbaki í gegnum flugstöðina í Keflavík hefur stóraukist milli ára. Um fjórfalt meira af fuglakjöti hefur verið fargað á þessu ári en á sama tíma í fyrra og tollverðir hafa tekið þrefalt magn af sígarettum. Yfir helmingur matvælanna er frá Asíu að sögn yfirtollvarðar. Þeir sem eiga leið um flugvöllinn í Keflavík mega taka með sér þrjú kíló af matvælum öðrum en hráu kjöti. Ef farþegar gefa sig ekki fram við tollyfirvöld er allur matur umfram það gerður upptækur. Þeir sem eru með meira geta þó gefið sig fram og greitt af matnum viðeigandi gjöld. Á þessu ári hafa tollverðir látið farga rúmlega 2,2 tonnum af matvælum en maturinn er brenndur í Kölku, sorpeyðingarstöð Suðurnesja. Er þetta gríðarleg aukning milli ára en á sama tíma í fyrra höfðu tollyfirvöld látið farga um 1,3 tonnum af matvælum. Ekki er einugis hægt að skýra þetta með farþegafjölgun þar sem innflutningur matvæla hefur aukist umfram það. Yfirtollvörður segist ekki hafa neinar haldbærar skýringar. „En teljum þó að aukning í farþegaflutningum sé hluti af þessari aukningu og kannski meiri ferðalög til framandi staða því mikið af þessum mat er að koma frá Austur-Asíu," segir Kári Gunnlaugsson, yfirtollvörður. Mest hefur verið tekið af svínakjöti, eða um 408 kíló, en það er gríðarleg aukning milli ára þar sem einungis 132 kíló höfðu verið tekin á sama tíma í fyrra. Þá er mikil aukning á innflutningi á fuglakjöti, eða fjörföldun milli ára. „Þetta svínakjöt er mikið frá Póllandi. Það er náttúrulega fjöldi íbúa Póllands sem fer oft á milli og nokkur þúsund Pólverjar sem búa á Íslandi og þeir eru kannski að freistast til þess að grípa með sér einhvern mat og þá umfram það sem má vera," segir Kári. Innflutningur á tóbaki, aðallega sígarettum, hefur einnig stóraukist. Tollverðir hafa tekið um þrefalt meira en í fyrra og eru farþegar þá að kaupa ódýrara tóbak erlendis. „Að minnsta kosti einu sinni eða tvisvar á síðasta ári tókum við meðal annars einhver 60 eða 70 karton í einu. Tvær fullar feðatöskur og þetta er bara þónokkuð algengt," segir Kári. „Stærstur hluti af þessu er að koma frá Póllandi og löndunum þar í kring," segir hann. Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira
Ólöglegur innflutningur á matvælum og tóbaki í gegnum flugstöðina í Keflavík hefur stóraukist milli ára. Um fjórfalt meira af fuglakjöti hefur verið fargað á þessu ári en á sama tíma í fyrra og tollverðir hafa tekið þrefalt magn af sígarettum. Yfir helmingur matvælanna er frá Asíu að sögn yfirtollvarðar. Þeir sem eiga leið um flugvöllinn í Keflavík mega taka með sér þrjú kíló af matvælum öðrum en hráu kjöti. Ef farþegar gefa sig ekki fram við tollyfirvöld er allur matur umfram það gerður upptækur. Þeir sem eru með meira geta þó gefið sig fram og greitt af matnum viðeigandi gjöld. Á þessu ári hafa tollverðir látið farga rúmlega 2,2 tonnum af matvælum en maturinn er brenndur í Kölku, sorpeyðingarstöð Suðurnesja. Er þetta gríðarleg aukning milli ára en á sama tíma í fyrra höfðu tollyfirvöld látið farga um 1,3 tonnum af matvælum. Ekki er einugis hægt að skýra þetta með farþegafjölgun þar sem innflutningur matvæla hefur aukist umfram það. Yfirtollvörður segist ekki hafa neinar haldbærar skýringar. „En teljum þó að aukning í farþegaflutningum sé hluti af þessari aukningu og kannski meiri ferðalög til framandi staða því mikið af þessum mat er að koma frá Austur-Asíu," segir Kári Gunnlaugsson, yfirtollvörður. Mest hefur verið tekið af svínakjöti, eða um 408 kíló, en það er gríðarleg aukning milli ára þar sem einungis 132 kíló höfðu verið tekin á sama tíma í fyrra. Þá er mikil aukning á innflutningi á fuglakjöti, eða fjörföldun milli ára. „Þetta svínakjöt er mikið frá Póllandi. Það er náttúrulega fjöldi íbúa Póllands sem fer oft á milli og nokkur þúsund Pólverjar sem búa á Íslandi og þeir eru kannski að freistast til þess að grípa með sér einhvern mat og þá umfram það sem má vera," segir Kári. Innflutningur á tóbaki, aðallega sígarettum, hefur einnig stóraukist. Tollverðir hafa tekið um þrefalt meira en í fyrra og eru farþegar þá að kaupa ódýrara tóbak erlendis. „Að minnsta kosti einu sinni eða tvisvar á síðasta ári tókum við meðal annars einhver 60 eða 70 karton í einu. Tvær fullar feðatöskur og þetta er bara þónokkuð algengt," segir Kári. „Stærstur hluti af þessu er að koma frá Póllandi og löndunum þar í kring," segir hann.
Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira