VÍS fær 210 milljónir vegna láns í Úkraínu eftir langa mæðu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. nóvember 2017 22:30 Lánasamningurinn var gerður árið 2008. Vísir/Anton Fjárfestingafélagið Visoky Zamok Investments hefur verið dæmt til að greiða Vátryggingarfélagi Íslands hf, tvær milljónir dollara, um 210 milljónir íslenskra króina, vegna lánasamnings sem VÍS og fjárfestingafélagið gerðu með sér í september 2008. VÍS og Visoky Zamok Investments gerðu með sér samning um að VÍS lánaði Visoky Zamok tvær milljónir dollara sem leggja átti inn í úkraínska bankann Bank Lviv. Af láninu áttu að greiðast 11 prósenta vextir sem yrðu greiddir tvisvar á ári, í mars og september ár hvert. Endurgreiða ætti lánið að fullu þann 1. september 2015. Visoky Zamok fengi greiðslurnar frá úkraínska bankanum og legði þær síðan inn á VÍS. Þegar fjármálakreppran reið yfir árið 2008 var Bank Lviv sett í gjörgæslu Seðlabanka Úkraínu. Þrátt fyrir þetta stóð bankinn við lánasamninginn út árið 2011. Í upphafi árs 2012 setti Seðlabanki Úkraíunu Bank Lviv þau skilyrði að ekki mætti greiða hærri vexti en sex prósent af innlánum. Því hafi þeir ekki mátt greiða af láninu samkvæmt upphaflegum lánaskilmálum. Þá bannaði Seðlabankin Úkraínu Bank Lviv einnig að endurgreiða innlán og vexti til tengdra aðila. Þegar samningurinn var gerður var VÍS þá stór hluthafi í MP banka. MP banki átti félagið Vostok Holdings Netherlands sem átti bæði Bank Lviv í gegnum dótturfélag og einnig Visoky Samok. Því átti VÍS óbeint hlut í Visoky Samok. Því taldi Visoky Zamok að félagið gæti ekki borgað lánið til baka, þar sem ekki væri hægt að fá féð greitt út úr Bank Lviv.Fram og til baka á milli héraðsdóms og Hæstaréttar Málið hefur fram og til baka í íslenskum dómstólum frá því að lánið var gjaldfellt. Árið 2015 var máli VÍS gegn Visoky Zamok vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur en málatilbúnaður VÍS þótti gallaður og krafa félagsins óskýr.Hæstiréttur sneri við úrskurði héraðsdóms sama ár og lagði fyrir héraðsdóm að taka málið aftur fyrir. Málið var tekið fyrir aftur í Héraðsdómi Reykjavíkur á síðasta ári. Þar komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að Visoky Zamok bæri að selja innlán sitt á reikningi sínum hjá Bank Lviv í Úkraínu að andvirði 2,2 milljóna dollara og afhenda Vís söluandvirðið að sömu fjárhæð. Þessum dómi var áfrýjað til Hæstaréttar sem dæmdi í málinu í dag. Í dómi Hæstaréttar segir að Visoky Zamok hafi bakað sér skaðabótaábyrgð gagnvart VÍS með því að brjóta gegn skyldum sínum samkvæmt samningunum á milli félagsins og VÍS. Þá hafi félagið ekki lagt fram haldbær gögn til þess að sýna fram á að ómögulegt hafi verið að efna skuldbindingar sínar vegna þess að Bank Lviv hafi verið ómögulegt að greiða út innlánið eða standa skil á umsömdum vöxtum. Var félagið dæmt til þess að greiða VÍS tvær milljónir dollara, auk dráttarvaxta frá 24. apríl til greiðsludags, um 210 milljónir íslenskra króna. Þá greiðir félagið einnig VÍS þrjár milljónir í málskostnað. Tengdar fréttir Máli VÍS vegna láns í Úkraínu vísað frá dómi VÍS fær ekki mörg hundruð milljón króna lán í Úkraínu endurgreitt vegna gjaldeyrishafta og fjárhagsvandræða lánþegans. 7. apríl 2015 15:25 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Fjárfestingafélagið Visoky Zamok Investments hefur verið dæmt til að greiða Vátryggingarfélagi Íslands hf, tvær milljónir dollara, um 210 milljónir íslenskra króina, vegna lánasamnings sem VÍS og fjárfestingafélagið gerðu með sér í september 2008. VÍS og Visoky Zamok Investments gerðu með sér samning um að VÍS lánaði Visoky Zamok tvær milljónir dollara sem leggja átti inn í úkraínska bankann Bank Lviv. Af láninu áttu að greiðast 11 prósenta vextir sem yrðu greiddir tvisvar á ári, í mars og september ár hvert. Endurgreiða ætti lánið að fullu þann 1. september 2015. Visoky Zamok fengi greiðslurnar frá úkraínska bankanum og legði þær síðan inn á VÍS. Þegar fjármálakreppran reið yfir árið 2008 var Bank Lviv sett í gjörgæslu Seðlabanka Úkraínu. Þrátt fyrir þetta stóð bankinn við lánasamninginn út árið 2011. Í upphafi árs 2012 setti Seðlabanki Úkraíunu Bank Lviv þau skilyrði að ekki mætti greiða hærri vexti en sex prósent af innlánum. Því hafi þeir ekki mátt greiða af láninu samkvæmt upphaflegum lánaskilmálum. Þá bannaði Seðlabankin Úkraínu Bank Lviv einnig að endurgreiða innlán og vexti til tengdra aðila. Þegar samningurinn var gerður var VÍS þá stór hluthafi í MP banka. MP banki átti félagið Vostok Holdings Netherlands sem átti bæði Bank Lviv í gegnum dótturfélag og einnig Visoky Samok. Því átti VÍS óbeint hlut í Visoky Samok. Því taldi Visoky Zamok að félagið gæti ekki borgað lánið til baka, þar sem ekki væri hægt að fá féð greitt út úr Bank Lviv.Fram og til baka á milli héraðsdóms og Hæstaréttar Málið hefur fram og til baka í íslenskum dómstólum frá því að lánið var gjaldfellt. Árið 2015 var máli VÍS gegn Visoky Zamok vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur en málatilbúnaður VÍS þótti gallaður og krafa félagsins óskýr.Hæstiréttur sneri við úrskurði héraðsdóms sama ár og lagði fyrir héraðsdóm að taka málið aftur fyrir. Málið var tekið fyrir aftur í Héraðsdómi Reykjavíkur á síðasta ári. Þar komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að Visoky Zamok bæri að selja innlán sitt á reikningi sínum hjá Bank Lviv í Úkraínu að andvirði 2,2 milljóna dollara og afhenda Vís söluandvirðið að sömu fjárhæð. Þessum dómi var áfrýjað til Hæstaréttar sem dæmdi í málinu í dag. Í dómi Hæstaréttar segir að Visoky Zamok hafi bakað sér skaðabótaábyrgð gagnvart VÍS með því að brjóta gegn skyldum sínum samkvæmt samningunum á milli félagsins og VÍS. Þá hafi félagið ekki lagt fram haldbær gögn til þess að sýna fram á að ómögulegt hafi verið að efna skuldbindingar sínar vegna þess að Bank Lviv hafi verið ómögulegt að greiða út innlánið eða standa skil á umsömdum vöxtum. Var félagið dæmt til þess að greiða VÍS tvær milljónir dollara, auk dráttarvaxta frá 24. apríl til greiðsludags, um 210 milljónir íslenskra króna. Þá greiðir félagið einnig VÍS þrjár milljónir í málskostnað.
Tengdar fréttir Máli VÍS vegna láns í Úkraínu vísað frá dómi VÍS fær ekki mörg hundruð milljón króna lán í Úkraínu endurgreitt vegna gjaldeyrishafta og fjárhagsvandræða lánþegans. 7. apríl 2015 15:25 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Máli VÍS vegna láns í Úkraínu vísað frá dómi VÍS fær ekki mörg hundruð milljón króna lán í Úkraínu endurgreitt vegna gjaldeyrishafta og fjárhagsvandræða lánþegans. 7. apríl 2015 15:25