Hlynur: Höfum verið langt niðri Smári Jökull Jónsson skrifar 19. nóvember 2017 21:25 Hlynur Bæringsson í baráttunni gegn Val fyrr í vetur. Vísir/Anton „Við höfum verið í miklu basli, langt niðri og í einhverju kjaftæði. Það er gott að geta eitthvað,“ sagði Hlynur Bæringsson leikmaður Stjörnunnar eftir góðan sigur á Grindavík suður með sjó í kvöld. Stjörnumenn jöfnuðu Grindavík að stigum með sigrinum. Gestirnir byrjuðu leikinn af miklum krafti á meðan ekkert gekk hjá heimamönnum. Þeir komust meðal annars í 30-8 í upphafi annars leikhluta og leiddu allan leikinn. „Þetta var mjög fínt að mestu leyti. Við tókum smá kafla, eins og við höfum gert í vetur, þar sem við erum að taka slæmar ákvarðanir og þeir komust aftur inn í leikinn í þriðja leikhluta. Það verðum við að laga, þetta er ekki nógu gott. Heilt yfir góður leikur og margir að spila vel.“ Hlynur sagði að það hafi þó ekki bara verið góður leikur Stjörnumanna sem skóp gott forskot eftir fyrri hálfleikinn. „Við vorum nokkuð ákafir sem hefur vantað. Að sama skapi misstu þeir svolítið af skotum og voru flatir í vörninni. Þetta var blanda af hvoru tveggja, við góðir og þeir slakir.“ Stjörnumenn fara inn í landsleikjahléið með fjóra sigra og fjögur töp og hafa unnið síðustu tvo leiki. Hynur sagði þó að mikið verk ætti eftir að vinna í Garðabænum. „Framhaldið, ég veit ekki hvernig það verður. Við þurfum að spila betur og spila betur sem lið. Þessi eini leikur breytir ekki öllu þó hann sé gott skref í rétta átt. Við verðum að vinna að þessu saman og ef við náum að sýna meiri kraft þá líst mér ágætlega á okkur.“ "Við höfum verið langt niðri og kraftlausir í undanförnum leikjum. Of lítill ákafi hjá mér og fleiri leikmönnum, það vantaði baráttu og þetta var leiðinlegt. Núna fannst mér við sýna, sama hvernig þetta hefði farið, að við reyndum okkar besta,“ sagði Hlynur að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 78-88 | Annað tap Grindvíkinga í röð Stjarnan vann sanngjarnan sigur á Grindavík í Mustad-höllinni í kvöld í 8.umferð Dominos-deildar karla. Lokatölur urðu 88-78 eftir að Garðbæingar höfðu leitt með 20 stigum í hálfleik. 19. nóvember 2017 22:15 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
„Við höfum verið í miklu basli, langt niðri og í einhverju kjaftæði. Það er gott að geta eitthvað,“ sagði Hlynur Bæringsson leikmaður Stjörnunnar eftir góðan sigur á Grindavík suður með sjó í kvöld. Stjörnumenn jöfnuðu Grindavík að stigum með sigrinum. Gestirnir byrjuðu leikinn af miklum krafti á meðan ekkert gekk hjá heimamönnum. Þeir komust meðal annars í 30-8 í upphafi annars leikhluta og leiddu allan leikinn. „Þetta var mjög fínt að mestu leyti. Við tókum smá kafla, eins og við höfum gert í vetur, þar sem við erum að taka slæmar ákvarðanir og þeir komust aftur inn í leikinn í þriðja leikhluta. Það verðum við að laga, þetta er ekki nógu gott. Heilt yfir góður leikur og margir að spila vel.“ Hlynur sagði að það hafi þó ekki bara verið góður leikur Stjörnumanna sem skóp gott forskot eftir fyrri hálfleikinn. „Við vorum nokkuð ákafir sem hefur vantað. Að sama skapi misstu þeir svolítið af skotum og voru flatir í vörninni. Þetta var blanda af hvoru tveggja, við góðir og þeir slakir.“ Stjörnumenn fara inn í landsleikjahléið með fjóra sigra og fjögur töp og hafa unnið síðustu tvo leiki. Hynur sagði þó að mikið verk ætti eftir að vinna í Garðabænum. „Framhaldið, ég veit ekki hvernig það verður. Við þurfum að spila betur og spila betur sem lið. Þessi eini leikur breytir ekki öllu þó hann sé gott skref í rétta átt. Við verðum að vinna að þessu saman og ef við náum að sýna meiri kraft þá líst mér ágætlega á okkur.“ "Við höfum verið langt niðri og kraftlausir í undanförnum leikjum. Of lítill ákafi hjá mér og fleiri leikmönnum, það vantaði baráttu og þetta var leiðinlegt. Núna fannst mér við sýna, sama hvernig þetta hefði farið, að við reyndum okkar besta,“ sagði Hlynur að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 78-88 | Annað tap Grindvíkinga í röð Stjarnan vann sanngjarnan sigur á Grindavík í Mustad-höllinni í kvöld í 8.umferð Dominos-deildar karla. Lokatölur urðu 88-78 eftir að Garðbæingar höfðu leitt með 20 stigum í hálfleik. 19. nóvember 2017 22:15 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 78-88 | Annað tap Grindvíkinga í röð Stjarnan vann sanngjarnan sigur á Grindavík í Mustad-höllinni í kvöld í 8.umferð Dominos-deildar karla. Lokatölur urðu 88-78 eftir að Garðbæingar höfðu leitt með 20 stigum í hálfleik. 19. nóvember 2017 22:15
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn