Frábær endurkoma Warriors, Celtics óstöðvandi │ Myndbönd Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. nóvember 2017 09:45 Stephen Curry og félagar notuðu reynsluna gegn ungu liði 76ers vísir/getty Þrátt fyrir að Ben Simmons hafi spilað besta leik ferils síns fyrir Philadelphia 76ers í gærkvöld dugði það ekki til að sigra meistarana í Golden State Warriors í bandarísku NBA deildinni í körfubolta. 76ers byrjuðu leikinn frábærlega og voru með 22 stiga forskot í hálfleik og virtust hafa pálmann í höndum sér. En það má aldrei afskrifa Warriors. Heimamenn unnu þriðja leikhlutann 47-15 og fóru að lokum með átta stiga sigur, 124-116. Simmons skoraði 23 stig, tók átta fráköst og gaf 12 stoðsendingar. Hjá Warriors var Stephen Curry hins vegar með 35 stig, fimm fráköst og fimm stoðsendingar og Kevin Durant setti einnig niður 27 stig. Durant hrósaði Simmons mikið í leikslok. „Ég hef aldrei séð neitt honum líkt áður. Hann virkilega spilar leikstjórnandann. Hæð hans og hraði, og þessi styrkur. Það sést að hann er Ástrali, því hann berst vel og fer í hvaða baráttu sem er.“ Boston Celtics vann 15 leikinn í röð þegar Atlanta Hawks kom í heimsókn. Fyrstu tveir leikir tímabilsins töpuðust hjá Celtics, en síðan þá hefur liðið ekki tapað. Þetta er fimmta lengsta sigurganga Celtics í sögu félagsins, fjórum leikjum frá metinu sem liðið setti tímabilið 2008/09. Leikurinn byrjaði þó ekki vel fyrir Celtics, en liðið komst fyrst í forystu í þriðja leikhluta eftir að hafa verið 16 stigum undir. Kyrie Irving var stigahæstur í liði Celtics, skoraði 30 stig, tók 4 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Hann var með frábæra nýtingu í leiknum, hitti 10 af 12 skotum sínum, þar af fimm þriggja stiga körfur, og var með 100 prósenta nýtingu af vítalínunni. Chris Paul er kominn aftur í lið Houston Rockets og liðið er sjóðandi heitt þessa dagana. Paul skoraði 17 stig og gaf sex stoðsendingar í sínum öðrum leik eftir hnémeiðsli þegar Rockets bar sigurðorð af Memphis Grizzlies 105-83. James Harden var stigahæstur í liðið Rockets með 29 stig, fimm fráköst og sjö stoðsendingar.Úrslit næturinnar: Clippers - Hornets 87-102 Jazz - Magic 125-85 Warriors - 76ers 124-116 Celtics - Hawks 110-99 Rockets - Grizzlies 105-83 Bucks - Mavericks 79-111 Kings - Trail Blazers 90-102 NBA Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira
Þrátt fyrir að Ben Simmons hafi spilað besta leik ferils síns fyrir Philadelphia 76ers í gærkvöld dugði það ekki til að sigra meistarana í Golden State Warriors í bandarísku NBA deildinni í körfubolta. 76ers byrjuðu leikinn frábærlega og voru með 22 stiga forskot í hálfleik og virtust hafa pálmann í höndum sér. En það má aldrei afskrifa Warriors. Heimamenn unnu þriðja leikhlutann 47-15 og fóru að lokum með átta stiga sigur, 124-116. Simmons skoraði 23 stig, tók átta fráköst og gaf 12 stoðsendingar. Hjá Warriors var Stephen Curry hins vegar með 35 stig, fimm fráköst og fimm stoðsendingar og Kevin Durant setti einnig niður 27 stig. Durant hrósaði Simmons mikið í leikslok. „Ég hef aldrei séð neitt honum líkt áður. Hann virkilega spilar leikstjórnandann. Hæð hans og hraði, og þessi styrkur. Það sést að hann er Ástrali, því hann berst vel og fer í hvaða baráttu sem er.“ Boston Celtics vann 15 leikinn í röð þegar Atlanta Hawks kom í heimsókn. Fyrstu tveir leikir tímabilsins töpuðust hjá Celtics, en síðan þá hefur liðið ekki tapað. Þetta er fimmta lengsta sigurganga Celtics í sögu félagsins, fjórum leikjum frá metinu sem liðið setti tímabilið 2008/09. Leikurinn byrjaði þó ekki vel fyrir Celtics, en liðið komst fyrst í forystu í þriðja leikhluta eftir að hafa verið 16 stigum undir. Kyrie Irving var stigahæstur í liði Celtics, skoraði 30 stig, tók 4 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Hann var með frábæra nýtingu í leiknum, hitti 10 af 12 skotum sínum, þar af fimm þriggja stiga körfur, og var með 100 prósenta nýtingu af vítalínunni. Chris Paul er kominn aftur í lið Houston Rockets og liðið er sjóðandi heitt þessa dagana. Paul skoraði 17 stig og gaf sex stoðsendingar í sínum öðrum leik eftir hnémeiðsli þegar Rockets bar sigurðorð af Memphis Grizzlies 105-83. James Harden var stigahæstur í liðið Rockets með 29 stig, fimm fráköst og sjö stoðsendingar.Úrslit næturinnar: Clippers - Hornets 87-102 Jazz - Magic 125-85 Warriors - 76ers 124-116 Celtics - Hawks 110-99 Rockets - Grizzlies 105-83 Bucks - Mavericks 79-111 Kings - Trail Blazers 90-102
NBA Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira