Fótbolti

Dönsku stelpunum mikið létt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sanne Troelsgaard í fögnuðinum þegar dönsku stelpurnar komu heim af EM með silfur. Með henni er  Sanne Troelsgaard sem er hér til hægri.
Sanne Troelsgaard í fögnuðinum þegar dönsku stelpurnar komu heim af EM með silfur. Með henni er Sanne Troelsgaard sem er hér til hægri. Vísir/Getty
Danska kvennalandsliðið í fótbolta telur sig hafa sloppið vel þegar UEFA tók fyrir „skróp“ liðsins í leik í undankeppni HM í miðju verkfalli leikmannanna á dögunum.

Landsliðskonan Sanne Troelsgaard var ánægð þegar hún frétti af mildri refsingu UEFA og að nú geti leikmenn danska landsliðsins farið að einbeita sér að fótboltanum á ný.

Danir áttu að mæta Svíum í undankeppni HM í síðasta mánuði en dönsku leikmennirnir voru þá allar komnar í verkfall til að mótmæla slæmum kjörum sínum.  Dönsku stelpurnar og danska sambandið hefur nú náð samkomulagi um bónusa og kjör og ekki er því von á frekari verkfallsaðgerðum.

UEFA hefði eflaust getað hent danska landsliðinu út úr undankeppninni fyrir að mæta ekki í leik í undankeppni en það var ekki niðurstaðan.

Danska landsliðið telst hafa tapað leiknum 3-0 en má halda áfram í undankeppninni. Danska knattspyrnusambandið þarf reyndar að borga 2,5 milljóna króna sekt.  Danska landsliðið er samt á skilorði næstu fjögur árin.

„Okkur leikmönnunum er mikið létt. Við héldum allar að okkur yrði hent út úr undankeppninni. Mér finnst þetta vera léttvæg refsing,“ sagði Sanne Troelsgaard við danska ríkissjónvarpið.

„Nú er þetta mál bara búið og við verðum að horfa fram á veginn. Ég vona að við öll sem eitt getum farið að einbeitta okkur að íþróttinni aftur,“ sagði Troelsgaard.

Dönsku stelpurnar komu heim af EM í Hollandi síðasta sumar með silfurverðlaun í farteskinu en það var besti árangur danska kvennalandsliðsins á stórmóti frá upphafi.

Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×