Tengdasonurinn lagði ekki öll spilin á borðið Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. nóvember 2017 07:38 Jared Kushner með tengdaföður sínum, Bandaríkjaforsetanum Donald Trump. VÍSIR/EPA Einn helsti ráðgjafi Bandaríkjaforesta, sem jafnframt er tengdasonur hans, annað hvort gleymdi eða hélt vísvitandi eftir tölvupóstum um Wikileaks og póstum þar sem rætt var um leynilega samskiptaleið við Rússa. Þetta kemur fram í tölvupóstsamskiptum öldungardeildarþingmanna sem hafa farið fram á frekar upplýsingar frá ráðgjafanum, Jared Kushner. Rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings kannar nú öll möguleg tengsl kosningaliðs Donalds Trump við Rússa og hvort þeir síðarnefndu hafi beitt sér ólöglega í kosningunum vestanhafs í fyrra. Þingmennirnir tveir, repúblikani og demókrati, segjast hafa sannanir fyrir þessum gögnum eftir samtöl við önnur vitni sem rannsóknarnefndin hefur rætt við á síðustu misserum. Kushner var beðinn um að afhenda tölvupóstana í október en svo virðist sem einhver misbrestur hafi orðið þar á.Sjá einnig: Tengdasonur Trump sagður miðpunktur rannsóknar FBILögfræðingur Kushner segir hann reiðubúinn að leggja öll spilin á borðið og veita allar þær upplýsingar sem nefndin krefst. „Við erum þakklát fyrir það hvað þú hefur verið samvinnuþýður en svo virðist sem afhendingin hafi ekki verið fullnægjandi,“ segir í bréf sem þingmennirnir sendu lögmanni Kushner í gær. Hann heldur því fram að öll skjöl sem tengjast samskiptum Kushner við Rússa í kosningabaráttunni eða eftir embættistökuna; sama hvort það voru símtöl, fundir eða önnur sambönd, hafi verið lögð fram. Þingmennirnir segja hins vegar að Kushner hafi áframsent tölvupósta um afhjúpunarsamtökin Wikileaks, ásamt gögnum sem lúta að leynilegri samskiptalínu við Rússa og ótilgreint kvöldverðarboð, á aðra meðlimi kosningaliðsins sem unnu að kjöri Donalds Trump á síðasta ári. Sannanir séu fyrir því að slík gögn séu til því að önnur vitni sem rannsóknarnefndin hefur rætt við hafi lagt fram skjöl þar sem nafn Kushner er að finna. Lögmaður Kushner hefur til 27. nóvember til að verða við beiðninni. Donald Trump Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Einn helsti ráðgjafi Bandaríkjaforesta, sem jafnframt er tengdasonur hans, annað hvort gleymdi eða hélt vísvitandi eftir tölvupóstum um Wikileaks og póstum þar sem rætt var um leynilega samskiptaleið við Rússa. Þetta kemur fram í tölvupóstsamskiptum öldungardeildarþingmanna sem hafa farið fram á frekar upplýsingar frá ráðgjafanum, Jared Kushner. Rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings kannar nú öll möguleg tengsl kosningaliðs Donalds Trump við Rússa og hvort þeir síðarnefndu hafi beitt sér ólöglega í kosningunum vestanhafs í fyrra. Þingmennirnir tveir, repúblikani og demókrati, segjast hafa sannanir fyrir þessum gögnum eftir samtöl við önnur vitni sem rannsóknarnefndin hefur rætt við á síðustu misserum. Kushner var beðinn um að afhenda tölvupóstana í október en svo virðist sem einhver misbrestur hafi orðið þar á.Sjá einnig: Tengdasonur Trump sagður miðpunktur rannsóknar FBILögfræðingur Kushner segir hann reiðubúinn að leggja öll spilin á borðið og veita allar þær upplýsingar sem nefndin krefst. „Við erum þakklát fyrir það hvað þú hefur verið samvinnuþýður en svo virðist sem afhendingin hafi ekki verið fullnægjandi,“ segir í bréf sem þingmennirnir sendu lögmanni Kushner í gær. Hann heldur því fram að öll skjöl sem tengjast samskiptum Kushner við Rússa í kosningabaráttunni eða eftir embættistökuna; sama hvort það voru símtöl, fundir eða önnur sambönd, hafi verið lögð fram. Þingmennirnir segja hins vegar að Kushner hafi áframsent tölvupósta um afhjúpunarsamtökin Wikileaks, ásamt gögnum sem lúta að leynilegri samskiptalínu við Rússa og ótilgreint kvöldverðarboð, á aðra meðlimi kosningaliðsins sem unnu að kjöri Donalds Trump á síðasta ári. Sannanir séu fyrir því að slík gögn séu til því að önnur vitni sem rannsóknarnefndin hefur rætt við hafi lagt fram skjöl þar sem nafn Kushner er að finna. Lögmaður Kushner hefur til 27. nóvember til að verða við beiðninni.
Donald Trump Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira