Hrafn: Þurftum þennan sigur sama hvernig hann kæmi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. nóvember 2017 21:40 Hrafn og félagar eru komnir aftur á sigurbraut. vísir/andri marinó Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum ánægður eftir mikilvægan sigur á Þór Ak. í kvöld. Fyrir leikinn höfðu Stjörnumenn tapað fjórum leikjum í röð. „Þakklæti. Við þurftum þennan sigur sama hvernig hann kæmi. Þegar lið missa leiki, tvö töp í framlengingu og þannig; mér leið eins og við værum að spila gegn sjálfum okkur,“ sagði Hrafn eftir leik. „Auðvitað hjálpaði það okkur mikið að [Marques] Oliver fór út af en mér leið eins og það skipti engu máli hverjir væru inn á. Þetta hefði alltaf orðið svolítið þungt. En við tókum sigur og byggjum á því.“ Stjarnan var undir nær allan tímann en seig fram úr á lokasprettinum og endaði á því að vinna átta stiga sigur. „Auðvitað eru hlutir sem hægt er að byggja á. Málið er að við fengum alveg skot en það er bara erfitt að ná sér af því að vera 1/17 í skotum áður en þú skorar aðra körfuna. Það voru opin skot og sniðsskot. Ég veit ekki hvað við brenndum af mörgum sniðsskotum en veit að það endist ekki í gegnum heilt tímabil,“ sagði Hrafn. Hann viðurkennir að svæðisvörnin sem Þór byrjaði leikinn í hafi komið sér á óvart. „Já, þannig lagað. Mér fannst við fá fullt af skotum á móti svæðisvörninni en þau fóru ekki ofan í. Þá bjuggum við okkur strax til leik sem var okkur þungur,“ sagði Hrafn sem fer með sína menn til Grindavíkur í næstu umferð. „Eins ótrúlegt og það er líður þessi liði þannig að það eigi að geta gefið öllum liðum í deildinni leik. Það hefur bara verið auðvelt að slá okkur út af laginu. En við komum til baka í þessum leik, vorum flottir í 4. leikhluta og byggjum á því.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Þór Ak. 92-84 | Langþráður Stjörnusigur Stjarnan vann Þór Ak., 92-84, í 7. umferð Domino's deild karla í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Stjörnumanna í fimm leikjum. 16. nóvember 2017 21:45 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum ánægður eftir mikilvægan sigur á Þór Ak. í kvöld. Fyrir leikinn höfðu Stjörnumenn tapað fjórum leikjum í röð. „Þakklæti. Við þurftum þennan sigur sama hvernig hann kæmi. Þegar lið missa leiki, tvö töp í framlengingu og þannig; mér leið eins og við værum að spila gegn sjálfum okkur,“ sagði Hrafn eftir leik. „Auðvitað hjálpaði það okkur mikið að [Marques] Oliver fór út af en mér leið eins og það skipti engu máli hverjir væru inn á. Þetta hefði alltaf orðið svolítið þungt. En við tókum sigur og byggjum á því.“ Stjarnan var undir nær allan tímann en seig fram úr á lokasprettinum og endaði á því að vinna átta stiga sigur. „Auðvitað eru hlutir sem hægt er að byggja á. Málið er að við fengum alveg skot en það er bara erfitt að ná sér af því að vera 1/17 í skotum áður en þú skorar aðra körfuna. Það voru opin skot og sniðsskot. Ég veit ekki hvað við brenndum af mörgum sniðsskotum en veit að það endist ekki í gegnum heilt tímabil,“ sagði Hrafn. Hann viðurkennir að svæðisvörnin sem Þór byrjaði leikinn í hafi komið sér á óvart. „Já, þannig lagað. Mér fannst við fá fullt af skotum á móti svæðisvörninni en þau fóru ekki ofan í. Þá bjuggum við okkur strax til leik sem var okkur þungur,“ sagði Hrafn sem fer með sína menn til Grindavíkur í næstu umferð. „Eins ótrúlegt og það er líður þessi liði þannig að það eigi að geta gefið öllum liðum í deildinni leik. Það hefur bara verið auðvelt að slá okkur út af laginu. En við komum til baka í þessum leik, vorum flottir í 4. leikhluta og byggjum á því.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Þór Ak. 92-84 | Langþráður Stjörnusigur Stjarnan vann Þór Ak., 92-84, í 7. umferð Domino's deild karla í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Stjörnumanna í fimm leikjum. 16. nóvember 2017 21:45 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Umfjöllun: Stjarnan - Þór Ak. 92-84 | Langþráður Stjörnusigur Stjarnan vann Þór Ak., 92-84, í 7. umferð Domino's deild karla í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Stjörnumanna í fimm leikjum. 16. nóvember 2017 21:45
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn