Skattafrumvarpið samþykkt af fulltrúadeildinni Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2017 21:04 Repúblikanar fagna eftir að frumvarpið var samþykkt. Vísir/AFP Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa samþykkt umfangsmikið skattafrumvarp Repúblikanaflokksins. Atkvæðagreiðsla um frumvarpið fór að mestu eftir flokkslínum 227-205 en þrettán þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Pressan er nú á repúblikönum á öldungadeildinni að færa flokknum og Donald Trump, forseta, sigur fyrir jól. Ekki er búist við að atkvæðagreiðsla muni fara fram þar fyrr en í þarnæstu viku. Framtíð frumvarpsins þar er þó óljós eftir að þingmaður flokksins lýsti því yfir í gær að hann muni ekki greiða atkvæði með frumvarpinu án verulegra breytinga.„Þetta snýst um að útvega harðvinnandi skattgreiðendum stærri útborganir. Þetta er um að hraða vexti hagkerfisins, svo við getum hækkað laun, fjölgað störfum og komið Bandaríkjunum undir stýri efnahagsrútu heimsins aftur,“ sagði Paul Ryan, forseti fulltrúadeildarinnar eftir að frumvarpið var samþykkt. Samkvæmt frumvarpinu munu skattar á stór fyrirtæki lækka úr 35 prósentum í tuttugu. Skattar á smærri fyrirtæki munu einnig lækka. Varðandi einstaklinga þá mun frumvarpið valda því að nokkrir vinsælir skattaafslættir sem snúa að læknakostnaði, námslánum og öðru verða felldir niður. Gagnrýnendur frumvarpsins segja að með breytingunum sé verið að gera hina ríku ríkari á kostnað annarra. Demókratar segja að frumvarpið muni þar að auki leiða til hærri skatta á miðstétt Bandaríkjanna og koma niður á ríkiskassanum. „Repúblikanar hafa samið frumvarp sem mun arðræna miðstéttina til að fylla vasa hinna ríkustu og veita stórum fyrirtækjum sem flytja störf úr landi skattaafslátt,“ sagði Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrataflokksins á fulltrúadeildinni, samkvæmt AP fréttaveitunni.Samkvæmt Politico voru síðustu umfangsmiklu breytingar á skattakerfi Bandaríkjanna gerðar árið 1986. Undirbúningur þeirra tók marga mánuði en frumvarpið sem var samþykkt nú í kvöld var kynnt fyrir einungis tveimur vikum.Frumvarp öldungadeildarinnar inniheldur einnig grein um að fella niður mikilvægan hluta heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfis Bandaríkjanna, Obamacare. Það gæti leitt til þess að þingmenn Repúblikanaflokksins sem kusu gegn því að fella niður Obamacare fyrr á árinu neiti að styðja þetta frumvarp. Nokkur munur er á frumvörpum fulltrúadeildarinnar og öldungadeildarinnar og samþykki öldungadeildin frumvarp sitt þurfa fulltrúar beggja deilda að setjast niður og sameina frumvörpin og senda nýtt frumvarp aftur í gegnum báðar deildir. Donald Trump Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Sjá meira
Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa samþykkt umfangsmikið skattafrumvarp Repúblikanaflokksins. Atkvæðagreiðsla um frumvarpið fór að mestu eftir flokkslínum 227-205 en þrettán þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Pressan er nú á repúblikönum á öldungadeildinni að færa flokknum og Donald Trump, forseta, sigur fyrir jól. Ekki er búist við að atkvæðagreiðsla muni fara fram þar fyrr en í þarnæstu viku. Framtíð frumvarpsins þar er þó óljós eftir að þingmaður flokksins lýsti því yfir í gær að hann muni ekki greiða atkvæði með frumvarpinu án verulegra breytinga.„Þetta snýst um að útvega harðvinnandi skattgreiðendum stærri útborganir. Þetta er um að hraða vexti hagkerfisins, svo við getum hækkað laun, fjölgað störfum og komið Bandaríkjunum undir stýri efnahagsrútu heimsins aftur,“ sagði Paul Ryan, forseti fulltrúadeildarinnar eftir að frumvarpið var samþykkt. Samkvæmt frumvarpinu munu skattar á stór fyrirtæki lækka úr 35 prósentum í tuttugu. Skattar á smærri fyrirtæki munu einnig lækka. Varðandi einstaklinga þá mun frumvarpið valda því að nokkrir vinsælir skattaafslættir sem snúa að læknakostnaði, námslánum og öðru verða felldir niður. Gagnrýnendur frumvarpsins segja að með breytingunum sé verið að gera hina ríku ríkari á kostnað annarra. Demókratar segja að frumvarpið muni þar að auki leiða til hærri skatta á miðstétt Bandaríkjanna og koma niður á ríkiskassanum. „Repúblikanar hafa samið frumvarp sem mun arðræna miðstéttina til að fylla vasa hinna ríkustu og veita stórum fyrirtækjum sem flytja störf úr landi skattaafslátt,“ sagði Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrataflokksins á fulltrúadeildinni, samkvæmt AP fréttaveitunni.Samkvæmt Politico voru síðustu umfangsmiklu breytingar á skattakerfi Bandaríkjanna gerðar árið 1986. Undirbúningur þeirra tók marga mánuði en frumvarpið sem var samþykkt nú í kvöld var kynnt fyrir einungis tveimur vikum.Frumvarp öldungadeildarinnar inniheldur einnig grein um að fella niður mikilvægan hluta heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfis Bandaríkjanna, Obamacare. Það gæti leitt til þess að þingmenn Repúblikanaflokksins sem kusu gegn því að fella niður Obamacare fyrr á árinu neiti að styðja þetta frumvarp. Nokkur munur er á frumvörpum fulltrúadeildarinnar og öldungadeildarinnar og samþykki öldungadeildin frumvarp sitt þurfa fulltrúar beggja deilda að setjast niður og sameina frumvörpin og senda nýtt frumvarp aftur í gegnum báðar deildir.
Donald Trump Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Sjá meira