Hugsum til framtíðar Arnar Páll Guðmundsson skrifar 16. nóvember 2017 16:14 Aðal umræðuefnið á kaffistofum landsins þessa dagana er stjórnarmyndun VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins, það er alveg sama hvert maður fer alltaf er spurt hvernig líst þér svo á samstarf þessara þriggja flokka? Ég hef ávallt haft það að leiðarljósi að skoða vel fyrirliggjandi gögn áður en ég tek upplýsta ákvörðun og því get ég ekki svarað þessari spurningu fyrr en stjórnarsáttmáli þessara flokka liggur fyrir. En ég er hugsi, hugsi yfir því hvernig andstæðingar í pólitík geti allt í einu orðið sáttir, án nokkurra breytinga á stefnumálum og ákveðið síðan í sameiningu að kanna hvort að flötur sé fyrir samstarfi í ríkisstjórn. Ef við skoðum stefnuskrár þessara þriggja flokka og berum þær saman, þá kemur í ljós að það er mun fleira sem sundrar þá en sameinar og því verður æ forvitnara að sjá stjórnarsáttmálann, það er að segja ef af honum verður. Ég get einfaldlega ekki beðið. Þegar ég hugsa um niðurstöður nýafstaðinna kosninga þá finnst mér eins og að fólk hafi gleymt því af hverju kosið var fyrr en áætlað var. Ástæðan er sú að þau skilaboð sem við fengum frá kjósendum voru þau að breytingar eigi að víkja fyrir stöðnun og að frjálslyndi eigi að láta í minni pokann fyrir íhaldssemi. En hvað er það sem veldur því að við fáum þessar niðurstöður er það rík flokkshollusta kjósenda, trú á loforðaflaum margra stjórnmálaflokka eða einfaldlega sú gamla hugsun „það breytist aldrei neitt, sama hvað ég kýs“? Ég tel að ástæðan sé samblanda af öllum þessum þáttum. Til dæmis ef við trúum á að breytingar geti orðið á samfélagi okkar þá verðum við að vera framsýn og stuðla að nýbreytni í stað flokkshollustu, leggja traust á sum loforð en taka rökfasta umræðu um önnur og hætta að hugsa neikvætt um breytingar því allt er jú hægt ef að viljinn er fyrir hendi. Við skulum samt vona að sama hvaða ríkisstjórn tekur við, þá mun hún setja almannahagsmuni í öndvegi og breytingar í forgang sem þjóna almenningi, því að með þessu hugarfari er hægt að gera Ísland að landi tækifæranna fyrir komandi kynslóðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Páll Guðmundsson Skoðun Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Aðal umræðuefnið á kaffistofum landsins þessa dagana er stjórnarmyndun VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins, það er alveg sama hvert maður fer alltaf er spurt hvernig líst þér svo á samstarf þessara þriggja flokka? Ég hef ávallt haft það að leiðarljósi að skoða vel fyrirliggjandi gögn áður en ég tek upplýsta ákvörðun og því get ég ekki svarað þessari spurningu fyrr en stjórnarsáttmáli þessara flokka liggur fyrir. En ég er hugsi, hugsi yfir því hvernig andstæðingar í pólitík geti allt í einu orðið sáttir, án nokkurra breytinga á stefnumálum og ákveðið síðan í sameiningu að kanna hvort að flötur sé fyrir samstarfi í ríkisstjórn. Ef við skoðum stefnuskrár þessara þriggja flokka og berum þær saman, þá kemur í ljós að það er mun fleira sem sundrar þá en sameinar og því verður æ forvitnara að sjá stjórnarsáttmálann, það er að segja ef af honum verður. Ég get einfaldlega ekki beðið. Þegar ég hugsa um niðurstöður nýafstaðinna kosninga þá finnst mér eins og að fólk hafi gleymt því af hverju kosið var fyrr en áætlað var. Ástæðan er sú að þau skilaboð sem við fengum frá kjósendum voru þau að breytingar eigi að víkja fyrir stöðnun og að frjálslyndi eigi að láta í minni pokann fyrir íhaldssemi. En hvað er það sem veldur því að við fáum þessar niðurstöður er það rík flokkshollusta kjósenda, trú á loforðaflaum margra stjórnmálaflokka eða einfaldlega sú gamla hugsun „það breytist aldrei neitt, sama hvað ég kýs“? Ég tel að ástæðan sé samblanda af öllum þessum þáttum. Til dæmis ef við trúum á að breytingar geti orðið á samfélagi okkar þá verðum við að vera framsýn og stuðla að nýbreytni í stað flokkshollustu, leggja traust á sum loforð en taka rökfasta umræðu um önnur og hætta að hugsa neikvætt um breytingar því allt er jú hægt ef að viljinn er fyrir hendi. Við skulum samt vona að sama hvaða ríkisstjórn tekur við, þá mun hún setja almannahagsmuni í öndvegi og breytingar í forgang sem þjóna almenningi, því að með þessu hugarfari er hægt að gera Ísland að landi tækifæranna fyrir komandi kynslóðir.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun