Myllumerkið #VSxBalmain verður án efa mjög vinsælt næstu daga og er nokkuð líklegt að línan muni seljast hratt upp. Það sem við sjáum frá myndunum er mikið kögur, mikið skraut, gaddar og glamúr.
Spurður út í samstarfið segir Olivier Rousteing að tískuhúsin tvö hafi hft sömu ímynd af konu í huga. ,,Konan okkar er sterk og örugg með sjálfa sig, þannig samstarfið gekk rosalega vel fyrir sig."
Ásamt nærfötum verða einnig pils, jakkar og annar fatnaður. Það verður skemmtilegt að sjá lokaútkomuna.






