Móðir tvíbrotinnar stúlku vill meira eftirlit með trampólíngarði Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 15. nóvember 2017 19:56 Birta Dís Magnúsdóttir var í Skypark trampólíngarðinum um helgina með vinkonum sínum en ferðin endaði með sjúkrabíl á barnaspítalann. „Við vorum allar á palli og vorum að hoppa niður á rassinn og ég ákvað að hoppa niður en þá lá vinkona mín á trampólíninu. Ég vildi ekki hoppa á hana þannig ég ætlaði einhvern veginn ekki að hoppa og lenti á hliðarvegg og rann af honum á trampólínið og beyglaði fótinn undir mig,“ segir Birta Dís. Hún var brotin á ökkla og sköflungi, hún fór í aðgerð og verður í gifsi næstu sex vikurnar. Mamma Birtu Dísar segist hafa heyrt frá bæði læknum og sjúkraflutningamönnum að slys væru afar tíð í trampólíngarðinum. Yfirlæknir Bráðamóttökunnar segir í Fréttablaðinu í dag að í september og október í fyrra séu átta trampólínslys skráð en nú í ár hafi þau verið fimmtíu og að mörg alvarleg slys komi úr Trampólíngarðinum. „Það er klárlega eitthvað ekki í lagi þegar kemur að öryggi. Það sér það hver heilvita maður ef slysatíðnin á börnunum er svona, þá þarf að skoða þetta betur, myndi ég halda. Ef ég hefði vitað af þessari slysatíðni og við foreldrarnir, þá hefði hún klárlega ekki farið í trampólíngarðinn þetta umrædda kvöld.,“ segir Anna Rún Frímannsdóttir, móðir Birtu Dísar.Birta Dís fótbrotnaði í Skypark um helgina.Vísir/ErlaAnna Rún segist hafa fengið að sjá myndband af slysinu og Birta Dís lendi mjög sakleysislega á fætinum. Hún skilji ekki hvernig svona slys geti orðið enda hafi hún sjálf haft trampólín í garðinum í sex ár án slysa. Það þurfi að skoða vel allan búnað og gæði hans. „Ég er ekki að biðja um að staðnum sé lokað eða eitthvað slíkt, en ég vil kalla á aukið eftirlit. Og annað, kann starfsfólkið skyndihjálp? Mig langar að vita það.“Fylgi leiðbeiningum annarra trampólíngarða Eigandi Skypark, eina trampólíngarðsins á Íslandi, kannast ekki við svona mörg slys. „Það hafa orðið sex alvarleg slys hjá okkur, beinbrot, og sjö minniháttar slys eins og tognun á úlnlið og ökklum. Þetta er allt skráð hjá okkur og við eigum þetta á myndböndum. Það hefur ekki verið meira en það. Ég veit ekki hvaðan þessar tölur koma. Ekki hugmynd,“ segir Örn Ægisson, eigandi Skypark. Trampólíngarðurinn var opnaður fyrir þremur mánuðum og 24.000 manns komið og hoppað.Er hætta á að þið séuð að hleypa of mörgum í húsið og það valdi slysum? „Nei, ég held ekki. Ég held að við séum að stjórna þessu eins og þetta á að vera. Það sem mér var kennt og reyna að gera allt mitt besta.“ Örn fylgir leiðbeiningum annarra Skypark-garða og segir slysatíðni ekki hærri hér á landi. Hann segir einn til þrjá starfsmenn fylgjast með börnunum á trampólínunum en eru þeir þjálfaðir í skyndihjálp? „Já reyndar. Við erum búin að þjálfa það upp og með mjög góða starfsmenn núna.“ Tengdar fréttir Alvarleg trampólínslys mun algengari en áður Alvarlegum trampólínslysum hefur fjölgað gífurlega í haust þar sem börn þurfa á aðgerð að halda og ekki ljóst hvort þau nái sér öll að fullu. Herdís Storgaard hjá Slysavarnahúsi segist hafa fengið fjölda ábendinga foreldra vegna slysa. 15. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Birta Dís Magnúsdóttir var í Skypark trampólíngarðinum um helgina með vinkonum sínum en ferðin endaði með sjúkrabíl á barnaspítalann. „Við vorum allar á palli og vorum að hoppa niður á rassinn og ég ákvað að hoppa niður en þá lá vinkona mín á trampólíninu. Ég vildi ekki hoppa á hana þannig ég ætlaði einhvern veginn ekki að hoppa og lenti á hliðarvegg og rann af honum á trampólínið og beyglaði fótinn undir mig,“ segir Birta Dís. Hún var brotin á ökkla og sköflungi, hún fór í aðgerð og verður í gifsi næstu sex vikurnar. Mamma Birtu Dísar segist hafa heyrt frá bæði læknum og sjúkraflutningamönnum að slys væru afar tíð í trampólíngarðinum. Yfirlæknir Bráðamóttökunnar segir í Fréttablaðinu í dag að í september og október í fyrra séu átta trampólínslys skráð en nú í ár hafi þau verið fimmtíu og að mörg alvarleg slys komi úr Trampólíngarðinum. „Það er klárlega eitthvað ekki í lagi þegar kemur að öryggi. Það sér það hver heilvita maður ef slysatíðnin á börnunum er svona, þá þarf að skoða þetta betur, myndi ég halda. Ef ég hefði vitað af þessari slysatíðni og við foreldrarnir, þá hefði hún klárlega ekki farið í trampólíngarðinn þetta umrædda kvöld.,“ segir Anna Rún Frímannsdóttir, móðir Birtu Dísar.Birta Dís fótbrotnaði í Skypark um helgina.Vísir/ErlaAnna Rún segist hafa fengið að sjá myndband af slysinu og Birta Dís lendi mjög sakleysislega á fætinum. Hún skilji ekki hvernig svona slys geti orðið enda hafi hún sjálf haft trampólín í garðinum í sex ár án slysa. Það þurfi að skoða vel allan búnað og gæði hans. „Ég er ekki að biðja um að staðnum sé lokað eða eitthvað slíkt, en ég vil kalla á aukið eftirlit. Og annað, kann starfsfólkið skyndihjálp? Mig langar að vita það.“Fylgi leiðbeiningum annarra trampólíngarða Eigandi Skypark, eina trampólíngarðsins á Íslandi, kannast ekki við svona mörg slys. „Það hafa orðið sex alvarleg slys hjá okkur, beinbrot, og sjö minniháttar slys eins og tognun á úlnlið og ökklum. Þetta er allt skráð hjá okkur og við eigum þetta á myndböndum. Það hefur ekki verið meira en það. Ég veit ekki hvaðan þessar tölur koma. Ekki hugmynd,“ segir Örn Ægisson, eigandi Skypark. Trampólíngarðurinn var opnaður fyrir þremur mánuðum og 24.000 manns komið og hoppað.Er hætta á að þið séuð að hleypa of mörgum í húsið og það valdi slysum? „Nei, ég held ekki. Ég held að við séum að stjórna þessu eins og þetta á að vera. Það sem mér var kennt og reyna að gera allt mitt besta.“ Örn fylgir leiðbeiningum annarra Skypark-garða og segir slysatíðni ekki hærri hér á landi. Hann segir einn til þrjá starfsmenn fylgjast með börnunum á trampólínunum en eru þeir þjálfaðir í skyndihjálp? „Já reyndar. Við erum búin að þjálfa það upp og með mjög góða starfsmenn núna.“
Tengdar fréttir Alvarleg trampólínslys mun algengari en áður Alvarlegum trampólínslysum hefur fjölgað gífurlega í haust þar sem börn þurfa á aðgerð að halda og ekki ljóst hvort þau nái sér öll að fullu. Herdís Storgaard hjá Slysavarnahúsi segist hafa fengið fjölda ábendinga foreldra vegna slysa. 15. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Alvarleg trampólínslys mun algengari en áður Alvarlegum trampólínslysum hefur fjölgað gífurlega í haust þar sem börn þurfa á aðgerð að halda og ekki ljóst hvort þau nái sér öll að fullu. Herdís Storgaard hjá Slysavarnahúsi segist hafa fengið fjölda ábendinga foreldra vegna slysa. 15. nóvember 2017 06:00