Móðir tvíbrotinnar stúlku vill meira eftirlit með trampólíngarði Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 15. nóvember 2017 19:56 Birta Dís Magnúsdóttir var í Skypark trampólíngarðinum um helgina með vinkonum sínum en ferðin endaði með sjúkrabíl á barnaspítalann. „Við vorum allar á palli og vorum að hoppa niður á rassinn og ég ákvað að hoppa niður en þá lá vinkona mín á trampólíninu. Ég vildi ekki hoppa á hana þannig ég ætlaði einhvern veginn ekki að hoppa og lenti á hliðarvegg og rann af honum á trampólínið og beyglaði fótinn undir mig,“ segir Birta Dís. Hún var brotin á ökkla og sköflungi, hún fór í aðgerð og verður í gifsi næstu sex vikurnar. Mamma Birtu Dísar segist hafa heyrt frá bæði læknum og sjúkraflutningamönnum að slys væru afar tíð í trampólíngarðinum. Yfirlæknir Bráðamóttökunnar segir í Fréttablaðinu í dag að í september og október í fyrra séu átta trampólínslys skráð en nú í ár hafi þau verið fimmtíu og að mörg alvarleg slys komi úr Trampólíngarðinum. „Það er klárlega eitthvað ekki í lagi þegar kemur að öryggi. Það sér það hver heilvita maður ef slysatíðnin á börnunum er svona, þá þarf að skoða þetta betur, myndi ég halda. Ef ég hefði vitað af þessari slysatíðni og við foreldrarnir, þá hefði hún klárlega ekki farið í trampólíngarðinn þetta umrædda kvöld.,“ segir Anna Rún Frímannsdóttir, móðir Birtu Dísar.Birta Dís fótbrotnaði í Skypark um helgina.Vísir/ErlaAnna Rún segist hafa fengið að sjá myndband af slysinu og Birta Dís lendi mjög sakleysislega á fætinum. Hún skilji ekki hvernig svona slys geti orðið enda hafi hún sjálf haft trampólín í garðinum í sex ár án slysa. Það þurfi að skoða vel allan búnað og gæði hans. „Ég er ekki að biðja um að staðnum sé lokað eða eitthvað slíkt, en ég vil kalla á aukið eftirlit. Og annað, kann starfsfólkið skyndihjálp? Mig langar að vita það.“Fylgi leiðbeiningum annarra trampólíngarða Eigandi Skypark, eina trampólíngarðsins á Íslandi, kannast ekki við svona mörg slys. „Það hafa orðið sex alvarleg slys hjá okkur, beinbrot, og sjö minniháttar slys eins og tognun á úlnlið og ökklum. Þetta er allt skráð hjá okkur og við eigum þetta á myndböndum. Það hefur ekki verið meira en það. Ég veit ekki hvaðan þessar tölur koma. Ekki hugmynd,“ segir Örn Ægisson, eigandi Skypark. Trampólíngarðurinn var opnaður fyrir þremur mánuðum og 24.000 manns komið og hoppað.Er hætta á að þið séuð að hleypa of mörgum í húsið og það valdi slysum? „Nei, ég held ekki. Ég held að við séum að stjórna þessu eins og þetta á að vera. Það sem mér var kennt og reyna að gera allt mitt besta.“ Örn fylgir leiðbeiningum annarra Skypark-garða og segir slysatíðni ekki hærri hér á landi. Hann segir einn til þrjá starfsmenn fylgjast með börnunum á trampólínunum en eru þeir þjálfaðir í skyndihjálp? „Já reyndar. Við erum búin að þjálfa það upp og með mjög góða starfsmenn núna.“ Tengdar fréttir Alvarleg trampólínslys mun algengari en áður Alvarlegum trampólínslysum hefur fjölgað gífurlega í haust þar sem börn þurfa á aðgerð að halda og ekki ljóst hvort þau nái sér öll að fullu. Herdís Storgaard hjá Slysavarnahúsi segist hafa fengið fjölda ábendinga foreldra vegna slysa. 15. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Sjá meira
Birta Dís Magnúsdóttir var í Skypark trampólíngarðinum um helgina með vinkonum sínum en ferðin endaði með sjúkrabíl á barnaspítalann. „Við vorum allar á palli og vorum að hoppa niður á rassinn og ég ákvað að hoppa niður en þá lá vinkona mín á trampólíninu. Ég vildi ekki hoppa á hana þannig ég ætlaði einhvern veginn ekki að hoppa og lenti á hliðarvegg og rann af honum á trampólínið og beyglaði fótinn undir mig,“ segir Birta Dís. Hún var brotin á ökkla og sköflungi, hún fór í aðgerð og verður í gifsi næstu sex vikurnar. Mamma Birtu Dísar segist hafa heyrt frá bæði læknum og sjúkraflutningamönnum að slys væru afar tíð í trampólíngarðinum. Yfirlæknir Bráðamóttökunnar segir í Fréttablaðinu í dag að í september og október í fyrra séu átta trampólínslys skráð en nú í ár hafi þau verið fimmtíu og að mörg alvarleg slys komi úr Trampólíngarðinum. „Það er klárlega eitthvað ekki í lagi þegar kemur að öryggi. Það sér það hver heilvita maður ef slysatíðnin á börnunum er svona, þá þarf að skoða þetta betur, myndi ég halda. Ef ég hefði vitað af þessari slysatíðni og við foreldrarnir, þá hefði hún klárlega ekki farið í trampólíngarðinn þetta umrædda kvöld.,“ segir Anna Rún Frímannsdóttir, móðir Birtu Dísar.Birta Dís fótbrotnaði í Skypark um helgina.Vísir/ErlaAnna Rún segist hafa fengið að sjá myndband af slysinu og Birta Dís lendi mjög sakleysislega á fætinum. Hún skilji ekki hvernig svona slys geti orðið enda hafi hún sjálf haft trampólín í garðinum í sex ár án slysa. Það þurfi að skoða vel allan búnað og gæði hans. „Ég er ekki að biðja um að staðnum sé lokað eða eitthvað slíkt, en ég vil kalla á aukið eftirlit. Og annað, kann starfsfólkið skyndihjálp? Mig langar að vita það.“Fylgi leiðbeiningum annarra trampólíngarða Eigandi Skypark, eina trampólíngarðsins á Íslandi, kannast ekki við svona mörg slys. „Það hafa orðið sex alvarleg slys hjá okkur, beinbrot, og sjö minniháttar slys eins og tognun á úlnlið og ökklum. Þetta er allt skráð hjá okkur og við eigum þetta á myndböndum. Það hefur ekki verið meira en það. Ég veit ekki hvaðan þessar tölur koma. Ekki hugmynd,“ segir Örn Ægisson, eigandi Skypark. Trampólíngarðurinn var opnaður fyrir þremur mánuðum og 24.000 manns komið og hoppað.Er hætta á að þið séuð að hleypa of mörgum í húsið og það valdi slysum? „Nei, ég held ekki. Ég held að við séum að stjórna þessu eins og þetta á að vera. Það sem mér var kennt og reyna að gera allt mitt besta.“ Örn fylgir leiðbeiningum annarra Skypark-garða og segir slysatíðni ekki hærri hér á landi. Hann segir einn til þrjá starfsmenn fylgjast með börnunum á trampólínunum en eru þeir þjálfaðir í skyndihjálp? „Já reyndar. Við erum búin að þjálfa það upp og með mjög góða starfsmenn núna.“
Tengdar fréttir Alvarleg trampólínslys mun algengari en áður Alvarlegum trampólínslysum hefur fjölgað gífurlega í haust þar sem börn þurfa á aðgerð að halda og ekki ljóst hvort þau nái sér öll að fullu. Herdís Storgaard hjá Slysavarnahúsi segist hafa fengið fjölda ábendinga foreldra vegna slysa. 15. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Sjá meira
Alvarleg trampólínslys mun algengari en áður Alvarlegum trampólínslysum hefur fjölgað gífurlega í haust þar sem börn þurfa á aðgerð að halda og ekki ljóst hvort þau nái sér öll að fullu. Herdís Storgaard hjá Slysavarnahúsi segist hafa fengið fjölda ábendinga foreldra vegna slysa. 15. nóvember 2017 06:00