Pólitík stjórnsýslunar Gunnar Kristinn Þórðarson skrifar 15. nóvember 2017 17:17 Þegar Samtök umgengnisforeldra (áður Samtök meðlagsgreiðenda) voru stofnuð árið 2012 var eitt helsta markmið samtakanna að knýja fram breytingar á almannaskráningu svo að umgengnisforeldrar yrðu skráðir sem foreldrar í þjóðskrá, m.a. svo að þjóðfélagshópurinn yrði rannsóknarhæfur í samanburðarrannsóknum ólíkra þjóðfélagshópa. Hagstofan og fræðasamfélagið hafði fram til þess tíma aldrei rannsakað hagi umgengnisforeldra, þótt að ítarlegar rannsóknir lægju fyrir um aðra þjóðfélagshópa, eins og einstæða lögheimilisforeldra. Þær rannsóknir hafa eðlilega verið lagðar til grundvallar pólitískri stefnumótun í velferðarmálum, og því ekki skrýtið að í dag séu réttindi umgengnisforeldra bágborin og í engu samræmi við réttindi annarra hópa í sambærilegri stöðu. Stjórnvöld vita ekki einu sinni hvað umgengnisforeldrar eru margir! Þeir vita hins vegar upp á hár hve einstæðir lögheimilisforeldrar eru margir. Þrátt fyrir að engar haldbærar upplýsingar hafi verið til um félagslega hagi umgengnisforeldra, hefur löggjafinn séð sér fært að semja og samþykkja verulega íþyngjandi lög á Alþingi er varða hagsmuni og réttindi umgengnisforeldra og fjölskyldna þeirra. Nægir þar að nefna lög er varða meðlagsskyldu, innheimtu meðlaga, aukin meðlög, aðkomu að bóta- og velferðarkerfinu og umgengni. Þótt það heyri til vandaðra löggjafarhátta að samþykkja ekki lög nema á grundvelli greinargóðra upplýsinga um þá sem lögin beinast að, hefur það aldrei vafist fyrir löggjafanum að samþykkja lög í fullkominni blindni ef þau skerða réttindi og hagsmuni umgengnisforeldra og fjölskyldur þeirra.Í kjölfar umræðu um skráningarvandann lagði Guðmundur Steingrímsson, fyrrum alþingismaður, fram þingsályktunartillögu um skráningu umgengnisforeldra. Var tillagan samþykkt en nú fjórum árum síðar er verið að leggja lokahönd á bætta almannaskráningu hjá Þjóðskrá.Samtökin sendu nýverið beiðni til Þjóðskrár Íslands um að fá afhentar kennitölur umgengnisforeldra til að hrinda af stað tölfræðirannsóknum á þjóðfélagshópnum. Ætluðu samtökin að láta kanna fjölda umgengnisforeldra á vanskilaskrá, fjölda í eigin húsnæði, fjölda í háskólanámi og fjölda umgengnisforeldra sem sætt hafa umgengnistálmunum til lengri eða skemmri tíma. Það kom samtökunum verulega á óvart að fá synjun Þjóðskrár við beiðni okkar, og þykja samtökunum röksemdir Þjóðskrár í meira lagi vafasamar og ómálefnalegar. Í erindi Þjóðskrár til samtakanna beita þau fyrir sér tilgreiningarreglu upplýsingaréttar almennings og segjast ekki skilja hugtakið “umgengnisforeldrar” og benda á að það hafi ekki verið skilgreint í nefndri þingsályktunartillögu. Þær röksemdir halda ekki vatni þar sem hugtakið er lagalegt og greinilega skilgreint í barnarétti. Þá byggir þjóðskrá á öðru undanþáguákvæði upplýsingalaga, þegar þau fullyrða að þeim sé ekki skylt að veita umbeðnar upplýsingar þar sem upplýsingarnar liggi ekki fyrir. Gengur sú fullyrðing gegn fyrri tilsvörum, þar sem fulltrúar þjóðskrár hafa sagt að upplýsingarnar liggi fyrir. Samtökin höfðu að auki óskað eftir þjónustu Gallup til að ráðast í könnun á meðal umgengnisforeldra, og fengu starfsmenn Gallup sömu upplýsingar. Upplýsingarnar eru því ýmist til reiðu eða ekki, eftir því hver talar við Þjóðskrá. Allt viðmót stjórnsýslunnar bendir til þess að stjórnsýslan vill ekki að kennitölur umgengnisforeldra verði aðgengilegar til tölfræðirannsókna. Gefur auga leið að slík viðhorf kynda undir grun umgengnisforeldra að stjórnsýslan og eftir atvikum Alþingi, vilja ekki að ráðist verði í rannsóknir á þjóðfélagshópnum. Af hverju skyldu stjórnvöld óttast hlutlægar og tölfræðilegar upplýsingar um þjóðfélagshópinn? Hefur stjórnsýslan eitthvað að fela í þeim efnum? Á stjórnsýslan von á að þar komi fram upplýsingar sem ekki þola dagsins ljós? Frá því að samtökin voru stofnuð árið 2012 hefur mikið verið rætt um hagi umgengnisforeldra, bæði hvað varðar lífskjör og réttindi, en ekki síst umgengnistálmanir og getuleysi stjórnvalda til að verja lögvarin rétt feðra og barna til umgengni. Hins vegar hefur nánast ekkert breyst. Gott sem engar breytingar hafa verið gerðar til að bæta kjör umgengnisforeldra, stöðu gagnvart velferðarkerfi eða til að tryggja lögvarin réttindi til umgengni. Að framansögðu verður ekki hjá því komist að leiða hugann að því hvort stjórnsýslan sé orðin svo pólitísk í eðli sínu að hún sé almennt á móti réttarbótum til handa umgengnisforeldrum og börnum þeirra. Framganga stjórnsýslunnar gagnvart umgengnisforeldrum verður ekki eingöngu útskýrð með lagalegum hömlum eða fjárskorti. Eitthvað annað, meira og verra liggur að baki!Höfundur er formaður Samtaka umgengnisforeldra, B.A. í guðfræði og með MPA með áherslu á stjórnsýslurétt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Þegar Samtök umgengnisforeldra (áður Samtök meðlagsgreiðenda) voru stofnuð árið 2012 var eitt helsta markmið samtakanna að knýja fram breytingar á almannaskráningu svo að umgengnisforeldrar yrðu skráðir sem foreldrar í þjóðskrá, m.a. svo að þjóðfélagshópurinn yrði rannsóknarhæfur í samanburðarrannsóknum ólíkra þjóðfélagshópa. Hagstofan og fræðasamfélagið hafði fram til þess tíma aldrei rannsakað hagi umgengnisforeldra, þótt að ítarlegar rannsóknir lægju fyrir um aðra þjóðfélagshópa, eins og einstæða lögheimilisforeldra. Þær rannsóknir hafa eðlilega verið lagðar til grundvallar pólitískri stefnumótun í velferðarmálum, og því ekki skrýtið að í dag séu réttindi umgengnisforeldra bágborin og í engu samræmi við réttindi annarra hópa í sambærilegri stöðu. Stjórnvöld vita ekki einu sinni hvað umgengnisforeldrar eru margir! Þeir vita hins vegar upp á hár hve einstæðir lögheimilisforeldrar eru margir. Þrátt fyrir að engar haldbærar upplýsingar hafi verið til um félagslega hagi umgengnisforeldra, hefur löggjafinn séð sér fært að semja og samþykkja verulega íþyngjandi lög á Alþingi er varða hagsmuni og réttindi umgengnisforeldra og fjölskyldna þeirra. Nægir þar að nefna lög er varða meðlagsskyldu, innheimtu meðlaga, aukin meðlög, aðkomu að bóta- og velferðarkerfinu og umgengni. Þótt það heyri til vandaðra löggjafarhátta að samþykkja ekki lög nema á grundvelli greinargóðra upplýsinga um þá sem lögin beinast að, hefur það aldrei vafist fyrir löggjafanum að samþykkja lög í fullkominni blindni ef þau skerða réttindi og hagsmuni umgengnisforeldra og fjölskyldur þeirra.Í kjölfar umræðu um skráningarvandann lagði Guðmundur Steingrímsson, fyrrum alþingismaður, fram þingsályktunartillögu um skráningu umgengnisforeldra. Var tillagan samþykkt en nú fjórum árum síðar er verið að leggja lokahönd á bætta almannaskráningu hjá Þjóðskrá.Samtökin sendu nýverið beiðni til Þjóðskrár Íslands um að fá afhentar kennitölur umgengnisforeldra til að hrinda af stað tölfræðirannsóknum á þjóðfélagshópnum. Ætluðu samtökin að láta kanna fjölda umgengnisforeldra á vanskilaskrá, fjölda í eigin húsnæði, fjölda í háskólanámi og fjölda umgengnisforeldra sem sætt hafa umgengnistálmunum til lengri eða skemmri tíma. Það kom samtökunum verulega á óvart að fá synjun Þjóðskrár við beiðni okkar, og þykja samtökunum röksemdir Þjóðskrár í meira lagi vafasamar og ómálefnalegar. Í erindi Þjóðskrár til samtakanna beita þau fyrir sér tilgreiningarreglu upplýsingaréttar almennings og segjast ekki skilja hugtakið “umgengnisforeldrar” og benda á að það hafi ekki verið skilgreint í nefndri þingsályktunartillögu. Þær röksemdir halda ekki vatni þar sem hugtakið er lagalegt og greinilega skilgreint í barnarétti. Þá byggir þjóðskrá á öðru undanþáguákvæði upplýsingalaga, þegar þau fullyrða að þeim sé ekki skylt að veita umbeðnar upplýsingar þar sem upplýsingarnar liggi ekki fyrir. Gengur sú fullyrðing gegn fyrri tilsvörum, þar sem fulltrúar þjóðskrár hafa sagt að upplýsingarnar liggi fyrir. Samtökin höfðu að auki óskað eftir þjónustu Gallup til að ráðast í könnun á meðal umgengnisforeldra, og fengu starfsmenn Gallup sömu upplýsingar. Upplýsingarnar eru því ýmist til reiðu eða ekki, eftir því hver talar við Þjóðskrá. Allt viðmót stjórnsýslunnar bendir til þess að stjórnsýslan vill ekki að kennitölur umgengnisforeldra verði aðgengilegar til tölfræðirannsókna. Gefur auga leið að slík viðhorf kynda undir grun umgengnisforeldra að stjórnsýslan og eftir atvikum Alþingi, vilja ekki að ráðist verði í rannsóknir á þjóðfélagshópnum. Af hverju skyldu stjórnvöld óttast hlutlægar og tölfræðilegar upplýsingar um þjóðfélagshópinn? Hefur stjórnsýslan eitthvað að fela í þeim efnum? Á stjórnsýslan von á að þar komi fram upplýsingar sem ekki þola dagsins ljós? Frá því að samtökin voru stofnuð árið 2012 hefur mikið verið rætt um hagi umgengnisforeldra, bæði hvað varðar lífskjör og réttindi, en ekki síst umgengnistálmanir og getuleysi stjórnvalda til að verja lögvarin rétt feðra og barna til umgengni. Hins vegar hefur nánast ekkert breyst. Gott sem engar breytingar hafa verið gerðar til að bæta kjör umgengnisforeldra, stöðu gagnvart velferðarkerfi eða til að tryggja lögvarin réttindi til umgengni. Að framansögðu verður ekki hjá því komist að leiða hugann að því hvort stjórnsýslan sé orðin svo pólitísk í eðli sínu að hún sé almennt á móti réttarbótum til handa umgengnisforeldrum og börnum þeirra. Framganga stjórnsýslunnar gagnvart umgengnisforeldrum verður ekki eingöngu útskýrð með lagalegum hömlum eða fjárskorti. Eitthvað annað, meira og verra liggur að baki!Höfundur er formaður Samtaka umgengnisforeldra, B.A. í guðfræði og með MPA með áherslu á stjórnsýslurétt.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun