Óþarfi að mása, bara blása Ritstjórn skrifar 15. nóvember 2017 15:15 Glamour/Getty Góður hárblástur er eitthvað sem klikkar aldrei. Það er klassísk og látlaus leið til þess að láta hárið líta betur út, virka þykkara, fá lyftingu í rótina og fallega enda. Blástur á við fyrir hvaða tilefni sem er því að það er auðvelt að stjórna því hversu ýkt þú kýst að hafa hárið. Góður blástur endist vel í nokkra daga og er því vel þess virði að kynna sér hvaða tæki og tól þú þarft til þess að fá óskaútkomuna. Þetta virðist þó vefjast fyrir mörgum en Glamour mælir með að þú gefir þessu séns. 4 ráð fyrir hárblástur Ekki nota of mikla hárnæringu áður en þú mótar og blæst hárið. Spreyjaðu blástursvökva bæði í hárið og í rót hársins fyrir lyftingu, fyllingu og betra tak. Hárið þarf að fá að þorna alveg áður en það er mótað eða lyfting gefin í rótina. Því er góður hárblásari með nokkrar stillingar lykilatriði. Eftir að þú blæst hárið með heitu og það er orðið þurrt er mjög gott að blása yfir með köldu svo að það haldist lengur. Svokallaður rúllubursti er tilvalinn til þess að fá hið fullkomna blástursútlit. Með burstanum getur þú lyft hárinu í rótina, mótað toppinn eða hárið við andlitið, gert hárendana fallega og gefið örlitla hreyfingu. Rúlluburstar koma í öllum stærðum og gerðum og fer val þeirra eftir sídd hársins og útkomunni sem þú kýst að fá. Glamour/Getty Mest lesið Gucci opnaði tískuvikuna í Mílanó með neglu Glamour MAC gefur út förðunarlínu fyrir "basic bitch“ Glamour Nýjasta undirfatafyrirsæta Calvin Klein er 73 ára Glamour Pepsi auglýsing Kendall Jenner vekur hörð viðbrögð Glamour Mamma Bellu og Gigi Hadid leiðbeinir fyrirsætum í nýjum raunveruleikaþætti Glamour Tískan á Secret Solstice: Litríkir pelsar Glamour Balenciaga grípur til aðgerða eftir ásakanir um slæma meðferð á fyrirsætum Glamour Auglýsing Zara vekur hörð viðbrögð Glamour Serena Williams situr fyrir í Sports Illustrated Glamour Brotnaði niður á tískuvikunni í New York Glamour
Góður hárblástur er eitthvað sem klikkar aldrei. Það er klassísk og látlaus leið til þess að láta hárið líta betur út, virka þykkara, fá lyftingu í rótina og fallega enda. Blástur á við fyrir hvaða tilefni sem er því að það er auðvelt að stjórna því hversu ýkt þú kýst að hafa hárið. Góður blástur endist vel í nokkra daga og er því vel þess virði að kynna sér hvaða tæki og tól þú þarft til þess að fá óskaútkomuna. Þetta virðist þó vefjast fyrir mörgum en Glamour mælir með að þú gefir þessu séns. 4 ráð fyrir hárblástur Ekki nota of mikla hárnæringu áður en þú mótar og blæst hárið. Spreyjaðu blástursvökva bæði í hárið og í rót hársins fyrir lyftingu, fyllingu og betra tak. Hárið þarf að fá að þorna alveg áður en það er mótað eða lyfting gefin í rótina. Því er góður hárblásari með nokkrar stillingar lykilatriði. Eftir að þú blæst hárið með heitu og það er orðið þurrt er mjög gott að blása yfir með köldu svo að það haldist lengur. Svokallaður rúllubursti er tilvalinn til þess að fá hið fullkomna blástursútlit. Með burstanum getur þú lyft hárinu í rótina, mótað toppinn eða hárið við andlitið, gert hárendana fallega og gefið örlitla hreyfingu. Rúlluburstar koma í öllum stærðum og gerðum og fer val þeirra eftir sídd hársins og útkomunni sem þú kýst að fá. Glamour/Getty
Mest lesið Gucci opnaði tískuvikuna í Mílanó með neglu Glamour MAC gefur út förðunarlínu fyrir "basic bitch“ Glamour Nýjasta undirfatafyrirsæta Calvin Klein er 73 ára Glamour Pepsi auglýsing Kendall Jenner vekur hörð viðbrögð Glamour Mamma Bellu og Gigi Hadid leiðbeinir fyrirsætum í nýjum raunveruleikaþætti Glamour Tískan á Secret Solstice: Litríkir pelsar Glamour Balenciaga grípur til aðgerða eftir ásakanir um slæma meðferð á fyrirsætum Glamour Auglýsing Zara vekur hörð viðbrögð Glamour Serena Williams situr fyrir í Sports Illustrated Glamour Brotnaði niður á tískuvikunni í New York Glamour