4.446 konur innan sænska dómskerfisins lýsa áreitni og kynferðisbrotum gegn sér Atli Ísleifsson skrifar 15. nóvember 2017 10:31 "Starfar við lög er rétt að passa upp á þau sömu,“ segir í yfirlýsingu kvennanna þar sem þrýst er á breytta menningu. Vísir/Getty Rúmlega 4.400 konur sem starfa við lögmennsku eða innan dómskerfisins í Svíþjóð hafa lýst kynferðisbrotum og áreitni sem þær hafa orðið fyrir og hinni karllægu menningu innan stéttarinnar í grein sem birtist í Svenska Dagbladet í morgun. „Starfar við lög er rétt að passa upp á þau sömu,“ segir í yfirlýsingu kvennanna þar sem þrýst er á breytta menningu. SVT segir frá því að konur sem starfa innan sænska dómskerfisins hafi ákveðið að stofna hóp á samfélagsmiðlum eftir að fjöldi kvenna innan stéttarinnar vildu segja frá reynslu sinni í kjölfar #metoo-umræðunnar. Á annan tug þúsunda kvenna eru nú í hópnum. Ein konan greinir frá því að annar eigandi á lögfræðistofu sinni hafi verið dæmdur fyrir kaup á vændi. Hann hafi ekki greint samstarfsfélögum sínum frá brotum sínum en að konurnar á stofunni hafi afhjúpað brot mannsins. „Hinir eigendurnir þögguðu málið. Hinn dæmdi eigandi aflaði jú mest allra á stofunni. Ég lét mig hverfa við fyrsta tækifæri,“ segir konan. Áreitt af saksóknara Önnur kona segist hafa verið áreitt af saksóknara nokkrum. Sá hafi hringt í hana á nóttunni, sent henni smáskilaboð og skilið eftir skilaboð í talhólfi hennar þrátt fyrir að hún hafi greint manninum frá því að hún hefði engan áhuga á honum. Eftir að hún hafnaði honum kallaði saksóknarinn konuna „helvítis hóru“, sagðist munu sverta mannorð hennar innan geirans og sjá til þess að hún myndi aldrei aftur geta starfað sem lögmaður. Þá segir kona frá því þegar hún sat fund með dómara, sem nú er á eftirlaunum, sem var með nauðgunarmál til umfjöllunar. Dómarinn hafi þá sýnt konunni myndir af þremur mönnum sem ákærðir voru í málinu og spurt hana hvern mannanna hún myndi helst vilja nauðga sér. Alls skrifa 4.446 konur undir yfirlýsinguna. Svíþjóð MeToo Tengdar fréttir 585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. 10. nóvember 2017 15:10 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sjá meira
Rúmlega 4.400 konur sem starfa við lögmennsku eða innan dómskerfisins í Svíþjóð hafa lýst kynferðisbrotum og áreitni sem þær hafa orðið fyrir og hinni karllægu menningu innan stéttarinnar í grein sem birtist í Svenska Dagbladet í morgun. „Starfar við lög er rétt að passa upp á þau sömu,“ segir í yfirlýsingu kvennanna þar sem þrýst er á breytta menningu. SVT segir frá því að konur sem starfa innan sænska dómskerfisins hafi ákveðið að stofna hóp á samfélagsmiðlum eftir að fjöldi kvenna innan stéttarinnar vildu segja frá reynslu sinni í kjölfar #metoo-umræðunnar. Á annan tug þúsunda kvenna eru nú í hópnum. Ein konan greinir frá því að annar eigandi á lögfræðistofu sinni hafi verið dæmdur fyrir kaup á vændi. Hann hafi ekki greint samstarfsfélögum sínum frá brotum sínum en að konurnar á stofunni hafi afhjúpað brot mannsins. „Hinir eigendurnir þögguðu málið. Hinn dæmdi eigandi aflaði jú mest allra á stofunni. Ég lét mig hverfa við fyrsta tækifæri,“ segir konan. Áreitt af saksóknara Önnur kona segist hafa verið áreitt af saksóknara nokkrum. Sá hafi hringt í hana á nóttunni, sent henni smáskilaboð og skilið eftir skilaboð í talhólfi hennar þrátt fyrir að hún hafi greint manninum frá því að hún hefði engan áhuga á honum. Eftir að hún hafnaði honum kallaði saksóknarinn konuna „helvítis hóru“, sagðist munu sverta mannorð hennar innan geirans og sjá til þess að hún myndi aldrei aftur geta starfað sem lögmaður. Þá segir kona frá því þegar hún sat fund með dómara, sem nú er á eftirlaunum, sem var með nauðgunarmál til umfjöllunar. Dómarinn hafi þá sýnt konunni myndir af þremur mönnum sem ákærðir voru í málinu og spurt hana hvern mannanna hún myndi helst vilja nauðga sér. Alls skrifa 4.446 konur undir yfirlýsinguna.
Svíþjóð MeToo Tengdar fréttir 585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. 10. nóvember 2017 15:10 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sjá meira
585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. 10. nóvember 2017 15:10