Alfreð auglýsir íslenska reðursafnið í nýju viðtali í Þýskalandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2017 09:15 Alfreð Finnbogason. Vísir/Getty Alfreð Finnbogason hefur gert mjög góða hluti með Augsburg í Bundesligunni á þessu tímabili og er síðan auðvitað kominn með íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi sem fer fram næsta sumar. Alfreð gat ekki hjálpað íslenska landsliðinu á æfingamótinu í Katar vegna meiðsla en verður vonandi orðinn klár í slaginn þegar þýska deildin hefst á ný. Alfreð er kominn með fimm mörk í tíu deildarleikjum á þessu tímabili en þar á meðal er þrenna á móti Köln. Alfreð var tekinn í viðtal í DW Kickoff þættinum á Deutsche Welle sjónvarpstöðinni þar sem hann ræddi meðal annars árangur íslenska landsliðsins sem er nú með á HM í fótbolta í fyrsta sinn. „Við erum ein stór fjölskylda á Íslandi. Sex til sjö af bestu vinum mínum eru sem dæmi með mér í landsliðinu. Það sést líka á leik okkar því við erum að berjast fyrir hvern annan og það vita líka allir í dag að við förum í alla leiki til að vinna og þá skiptir það ekki máli þótt að við séum að spila við England, Brasilíu eða Króatíu,“ sagði Alfreð í þessu viðtali. „Þetta er hugarfar okkar Íslendinga. Sumir kalla okkur kannski vitleysinga að halda að við getum unnið alla en það er bara hluti af okkar DNA,“ sagði Alfreð. Alfreð var spurður út í heimkomuna ógleymanlegu eftir Evrópumótið og svo að sjálfsögðu hið heimsfræga Víkingaklapp. „Þótt að við höfum ekki planað það þannig þá var Víkingaklappið snilldar markaðsherferð fyrir liðið. Það héldu mjög margir með okkar liði og flestir hrifust líka af því hversu tengdir við vorum stuðningsfólki okkar,“ sagði Alfreð. Alfreð segist ekki vera mikill aðdáandi þýska matarins en tekur það jafnframt fram að það sé margt gott í Þýkalandi. Alfreð er líka spurður út í hluti tengdum Íslandi í viðtalinu og þá sérstaklega það sem spyrlinum þóttu skrítnir. Þar segir Alfreð skoðun sína á þorramat, álfum og síðast en ekki síst þá auglýsir íslenski landsliðsframherjinn íslenska reðursafnið í þessu viðtali. Hvort þýskum gestum fjölgi í safninu á næstunni verður hinsvegar bara að koma í ljós. Það má sjá allt viðtalið við Alfreð hér fyrir neðan. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Þýski boltinn Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Sjá meira
Alfreð Finnbogason hefur gert mjög góða hluti með Augsburg í Bundesligunni á þessu tímabili og er síðan auðvitað kominn með íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi sem fer fram næsta sumar. Alfreð gat ekki hjálpað íslenska landsliðinu á æfingamótinu í Katar vegna meiðsla en verður vonandi orðinn klár í slaginn þegar þýska deildin hefst á ný. Alfreð er kominn með fimm mörk í tíu deildarleikjum á þessu tímabili en þar á meðal er þrenna á móti Köln. Alfreð var tekinn í viðtal í DW Kickoff þættinum á Deutsche Welle sjónvarpstöðinni þar sem hann ræddi meðal annars árangur íslenska landsliðsins sem er nú með á HM í fótbolta í fyrsta sinn. „Við erum ein stór fjölskylda á Íslandi. Sex til sjö af bestu vinum mínum eru sem dæmi með mér í landsliðinu. Það sést líka á leik okkar því við erum að berjast fyrir hvern annan og það vita líka allir í dag að við förum í alla leiki til að vinna og þá skiptir það ekki máli þótt að við séum að spila við England, Brasilíu eða Króatíu,“ sagði Alfreð í þessu viðtali. „Þetta er hugarfar okkar Íslendinga. Sumir kalla okkur kannski vitleysinga að halda að við getum unnið alla en það er bara hluti af okkar DNA,“ sagði Alfreð. Alfreð var spurður út í heimkomuna ógleymanlegu eftir Evrópumótið og svo að sjálfsögðu hið heimsfræga Víkingaklapp. „Þótt að við höfum ekki planað það þannig þá var Víkingaklappið snilldar markaðsherferð fyrir liðið. Það héldu mjög margir með okkar liði og flestir hrifust líka af því hversu tengdir við vorum stuðningsfólki okkar,“ sagði Alfreð. Alfreð segist ekki vera mikill aðdáandi þýska matarins en tekur það jafnframt fram að það sé margt gott í Þýkalandi. Alfreð er líka spurður út í hluti tengdum Íslandi í viðtalinu og þá sérstaklega það sem spyrlinum þóttu skrítnir. Þar segir Alfreð skoðun sína á þorramat, álfum og síðast en ekki síst þá auglýsir íslenski landsliðsframherjinn íslenska reðursafnið í þessu viðtali. Hvort þýskum gestum fjölgi í safninu á næstunni verður hinsvegar bara að koma í ljós. Það má sjá allt viðtalið við Alfreð hér fyrir neðan.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Þýski boltinn Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Sjá meira