Laug ekki heldur misminnti Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2017 23:45 Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/Getty Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, þvertók fyrir að hafa logið að þingmönnum um samskipti framboðs Donald Trump, forseta, við yfirvöld Rússlands. Þess í stað hefði honum misminnt vegna mikilla anna sem framboðið skapaði. Sessions sat fyrir svörum þingmanna í dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í rúma fimm tíma í kvöld þar sem hann fór nánar út í svör sín til þingmanna fyrr á árinu. Þá sagðist hann ekki hafa vitað af neinum samskiptum á milli framboðsins og Rússlands. Nú hefur George Papadopoulos, fyrrverandi starfsmaður framboðsins, játað við Alríkislögreglu Bandaríkjanna að hafa reynt að koma á fundi á milli Trump og Vladimir Putin, forseta Rússlands. Papadopoulos fundaði með Sessions á sínum tíma og stakk upp á þeim fundi. Hann sagði Sessions að hann þekkti fólk sem gæti hjálpað til við að koma fundinum á. Sessions segist ekki hafa munað eftir þeim fundi fyrr en fregnir bárust af því að Papadopoulos hefði verið handtekinn og ákærður. „Eftir að hafa lesið sögu hans og eftir því sem ég best man, þá minnir mig að ég hafi útskýrt fyrir honum að hann hefði ekkert umboð til að vera í forsvari fyrir framboðið við yfirvöld Rússlands né nokkrur önnur yfirvöld,“ sagði Sessions samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.Sessions þurfti að segja sig frá Rússarannsókninni svokölluðu eftir að í ljós kom að hann hafði sagt ósatt frá tveimur fundum sínum með Serkei Kislyak, fyrrverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Carter Page, fyrrverandi ráðgjafi Trump, ferðaðist til Moskvu í fyrra og þar hitti hann forsætisráðherra Rússlands. Hann hafði áður neitað því að hafa hitt forsætisráðherrann. Page sat fyrir svörum nefndar fulltrúadeildarinnar um njósnamál nýverið og þar sagðist hann hafa sagt Sessions frá því að hann væri á leið til Moskvu í fyrra. Þingmenn Demókrataflokksins spurðu Sessions ítrekað út í samskipti sín við bæði Page og Papadopoulos í kvöld. Samkvæmt Washington Post sögðu þeir að ósamræmi væri á milli frásagna þeirra og Sessions. Þá hefði saga hans breyst reglulega. Sessions sagðist ekki heldur muna eftir því samtali við Page. Einn þingmaður rifjaði upp ummæli Sessions þar sem hann gagnrýndi minnisleysi Hillary Clinton þegar hún sat eitt sinn fyrir svörum þingmanna. Þá gaf Sessions í skyn að slíkt gæti verið glæpsamlegt. Donald Trump Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira
Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, þvertók fyrir að hafa logið að þingmönnum um samskipti framboðs Donald Trump, forseta, við yfirvöld Rússlands. Þess í stað hefði honum misminnt vegna mikilla anna sem framboðið skapaði. Sessions sat fyrir svörum þingmanna í dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í rúma fimm tíma í kvöld þar sem hann fór nánar út í svör sín til þingmanna fyrr á árinu. Þá sagðist hann ekki hafa vitað af neinum samskiptum á milli framboðsins og Rússlands. Nú hefur George Papadopoulos, fyrrverandi starfsmaður framboðsins, játað við Alríkislögreglu Bandaríkjanna að hafa reynt að koma á fundi á milli Trump og Vladimir Putin, forseta Rússlands. Papadopoulos fundaði með Sessions á sínum tíma og stakk upp á þeim fundi. Hann sagði Sessions að hann þekkti fólk sem gæti hjálpað til við að koma fundinum á. Sessions segist ekki hafa munað eftir þeim fundi fyrr en fregnir bárust af því að Papadopoulos hefði verið handtekinn og ákærður. „Eftir að hafa lesið sögu hans og eftir því sem ég best man, þá minnir mig að ég hafi útskýrt fyrir honum að hann hefði ekkert umboð til að vera í forsvari fyrir framboðið við yfirvöld Rússlands né nokkrur önnur yfirvöld,“ sagði Sessions samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.Sessions þurfti að segja sig frá Rússarannsókninni svokölluðu eftir að í ljós kom að hann hafði sagt ósatt frá tveimur fundum sínum með Serkei Kislyak, fyrrverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Carter Page, fyrrverandi ráðgjafi Trump, ferðaðist til Moskvu í fyrra og þar hitti hann forsætisráðherra Rússlands. Hann hafði áður neitað því að hafa hitt forsætisráðherrann. Page sat fyrir svörum nefndar fulltrúadeildarinnar um njósnamál nýverið og þar sagðist hann hafa sagt Sessions frá því að hann væri á leið til Moskvu í fyrra. Þingmenn Demókrataflokksins spurðu Sessions ítrekað út í samskipti sín við bæði Page og Papadopoulos í kvöld. Samkvæmt Washington Post sögðu þeir að ósamræmi væri á milli frásagna þeirra og Sessions. Þá hefði saga hans breyst reglulega. Sessions sagðist ekki heldur muna eftir því samtali við Page. Einn þingmaður rifjaði upp ummæli Sessions þar sem hann gagnrýndi minnisleysi Hillary Clinton þegar hún sat eitt sinn fyrir svörum þingmanna. Þá gaf Sessions í skyn að slíkt gæti verið glæpsamlegt.
Donald Trump Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira