Ríkið dæmt til að endurgreiða útboðsgjald upp á 355 milljónir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. nóvember 2017 15:23 Gjaldið er innheimt fyrir heimildir til að flytja inn búvörur á engum eða lægri tollum. vísir/valli Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið til að endurgreiða þremur fyrirtækjum, Högum, Sælkeradreifingu og Innness, alls um 355 milljónir króna í oftekið útboðsgjald vegna innflutnings á búvörum. Komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að útboðsgjaldið sé ólögmætt að því er segir í frétt á vef Félags atvinnurekenda en gjaldið er innheimt fyrir heimildir til að flytja inn búvörur á engum eða lægri tollum. Um er að ræða þrjá samhljóða dóma, einn fyrir hvert fyrirtæki. Er þetta í annað sinn sem dómstólar komast að þeirri niðurstöðu að útboðsgjaldið sé ólögmætt en forsaga málsins er sú að í janúar í fyrra dæmdi Hæstiréttur ríkið til að endurgreiða sömu þremur fyrirtækjunum oftekið útboðsgjald. Hæstiréttur sló því föstu í dómum sínum að útboðsgjaldið væri í raun skattur og samkvæmt stjórnarskrá mætti Alþingi ekki framselja val um það hvort skattur sé lagður á eða ekki til landbúnaðarráðherra. Má ætla að ríkið hafi alls þurft að endurgreiða fyrirtækjunum þremur hátt í tvo milljarða króna vegna dóma Hæstaréttar í málum þeirra. „Eftir að dómar í sömu málum höfðu fallið í Héraðsdómi í mars 2015 breytti Alþingi ákvæðum búvörulaga um úthlutun tollkvóta og felldi út þann möguleika ráðherra að úthluta tollkvóta með hlutkesti. Félag atvinnurekenda taldi að búvörulögin brytu áfram í bága við stjórnarskrá, enda hefur ráðherra áfram það val samkvæmt lögunum að bjóða upp tollkvótana og innheimta útboðsgjald eða úthluta kvótunum endurgjaldslaust. Meðal annars á þeim forsendum var ríkinu stefnt á nýjan leik. Á rökin varðandi framsal skattlagningarvaldsins fellst Héraðsdómur Reykjavíkur og segir í niðurstöðum dómsins að ráðherra hafi eftir sem áður verulegt svigrúm samkvæmt 3. mgr. 65. gr. búvörulaga til að ákveða hvort innflutningur vöru skuli háður tollkvótum eða hvort hann veiti heimild til almenns innflutnings,“ segir í frétt á vef Félags atvinnurekenda þar sem lesa má nánar um málið.Dóminn í máli Haga má sjá hér en dómarnir þrír eru hinir sömu að því frátöldu að um þrjú aðskilin fyrirtæki er að ræða. Tengdar fréttir Dómstóll EFTA staðfestir ólögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti EFTA-dómstóllinn hefur staðfest ólögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti. 14. nóvember 2017 10:21 FA telur búvörusamninga enn brjóta gegn stjórnarskrá Búvörusamningar landbúnaðarráðherra fela enn í sér ákvæði sem brjóta gegn stjórnarskrá þrátt fyrir breytingar meirihluta atvinnuveganefndar. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. 19. ágúst 2016 19:00 Íslenska ríkið þarf að endurgreiða hálfan milljarð Innnes, Hagar og Sælkeradreifing fá um hálfan milljarð í endurgreiðslu frá ríkinu vegna ofgreiddra tollgjalda. 21. janúar 2016 17:34 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið til að endurgreiða þremur fyrirtækjum, Högum, Sælkeradreifingu og Innness, alls um 355 milljónir króna í oftekið útboðsgjald vegna innflutnings á búvörum. Komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að útboðsgjaldið sé ólögmætt að því er segir í frétt á vef Félags atvinnurekenda en gjaldið er innheimt fyrir heimildir til að flytja inn búvörur á engum eða lægri tollum. Um er að ræða þrjá samhljóða dóma, einn fyrir hvert fyrirtæki. Er þetta í annað sinn sem dómstólar komast að þeirri niðurstöðu að útboðsgjaldið sé ólögmætt en forsaga málsins er sú að í janúar í fyrra dæmdi Hæstiréttur ríkið til að endurgreiða sömu þremur fyrirtækjunum oftekið útboðsgjald. Hæstiréttur sló því föstu í dómum sínum að útboðsgjaldið væri í raun skattur og samkvæmt stjórnarskrá mætti Alþingi ekki framselja val um það hvort skattur sé lagður á eða ekki til landbúnaðarráðherra. Má ætla að ríkið hafi alls þurft að endurgreiða fyrirtækjunum þremur hátt í tvo milljarða króna vegna dóma Hæstaréttar í málum þeirra. „Eftir að dómar í sömu málum höfðu fallið í Héraðsdómi í mars 2015 breytti Alþingi ákvæðum búvörulaga um úthlutun tollkvóta og felldi út þann möguleika ráðherra að úthluta tollkvóta með hlutkesti. Félag atvinnurekenda taldi að búvörulögin brytu áfram í bága við stjórnarskrá, enda hefur ráðherra áfram það val samkvæmt lögunum að bjóða upp tollkvótana og innheimta útboðsgjald eða úthluta kvótunum endurgjaldslaust. Meðal annars á þeim forsendum var ríkinu stefnt á nýjan leik. Á rökin varðandi framsal skattlagningarvaldsins fellst Héraðsdómur Reykjavíkur og segir í niðurstöðum dómsins að ráðherra hafi eftir sem áður verulegt svigrúm samkvæmt 3. mgr. 65. gr. búvörulaga til að ákveða hvort innflutningur vöru skuli háður tollkvótum eða hvort hann veiti heimild til almenns innflutnings,“ segir í frétt á vef Félags atvinnurekenda þar sem lesa má nánar um málið.Dóminn í máli Haga má sjá hér en dómarnir þrír eru hinir sömu að því frátöldu að um þrjú aðskilin fyrirtæki er að ræða.
Tengdar fréttir Dómstóll EFTA staðfestir ólögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti EFTA-dómstóllinn hefur staðfest ólögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti. 14. nóvember 2017 10:21 FA telur búvörusamninga enn brjóta gegn stjórnarskrá Búvörusamningar landbúnaðarráðherra fela enn í sér ákvæði sem brjóta gegn stjórnarskrá þrátt fyrir breytingar meirihluta atvinnuveganefndar. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. 19. ágúst 2016 19:00 Íslenska ríkið þarf að endurgreiða hálfan milljarð Innnes, Hagar og Sælkeradreifing fá um hálfan milljarð í endurgreiðslu frá ríkinu vegna ofgreiddra tollgjalda. 21. janúar 2016 17:34 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Dómstóll EFTA staðfestir ólögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti EFTA-dómstóllinn hefur staðfest ólögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti. 14. nóvember 2017 10:21
FA telur búvörusamninga enn brjóta gegn stjórnarskrá Búvörusamningar landbúnaðarráðherra fela enn í sér ákvæði sem brjóta gegn stjórnarskrá þrátt fyrir breytingar meirihluta atvinnuveganefndar. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. 19. ágúst 2016 19:00
Íslenska ríkið þarf að endurgreiða hálfan milljarð Innnes, Hagar og Sælkeradreifing fá um hálfan milljarð í endurgreiðslu frá ríkinu vegna ofgreiddra tollgjalda. 21. janúar 2016 17:34