Skotinn af félögum sínum þegar hann hljóp yfir landamærin Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2017 19:47 Þetta er í einungis þriðja sinn sem hermaður flýr frá Norður-Kóreu á þessum stað. Vísir/AFP Hermaður frá Norður-Kóreu var skotinn við það að flýja til Suður-Kóreu. Það gerði hann með því að hlaupa yfir sameiginlegt öryggissvæði á landamærunum þar sem hermenn beggja ríkjanna standa andspænis hvorum öðrum sitt hvoru megin við landamærin með einungis nokkra metra á milli þeirra. Þetta er í þriðja sinn sem einhver flýr yfir landamærin á þessum stað frá því að vopnahlé var gert í stríði ríkjanna árið 1953.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, stóð hermaðurinn vörð við landamærin áður en hann hljóp af stað. Hermenn Suður-Kóreu heyrðu skothvelli og fundu hermanninn, sunnan megin við landamærin, og hafði hann verið skotinn í öxlina og í aðra hendina. Hann var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.Embættismenn í Suður-Kóreu segja að hermenn þeirra hafi ekki skotið á hermenn Norður-Kóreu. Hermaðurinn var óvopnaður og klæddur í hermannabúning en ekki liggur fyrir hver hann er né af hverju hann flúði, samkvæmt Yonhap fréttaveitunni frá Suður-Kóreu. Einnig er ekki vitað hve alvarleg meiðsl hans eru.Tæknilega enn í stríðiRíkin tvö eru tæknilega enn í stríði þar sem samið var um vopnahlé en ekki frið árið 1953. Þá hafði Kóreustríðið staðið yfir í þrjú ár. Frá þeim tíma hafa um 30 þúsund manns frá Norður-Kóreu flúið til Suður-Kóreu en langflestir þeirra fara í gegnum Kína en ekki landamærin. Samkvæmt fjölmiðlum ytra er þetta einungis í þriðja sinn sem einhver flýr yfir sameiginlega öryggissvæðið í Panmunjom. Þeir hermenn sem valdir eru til að standa vörð við landamærin eru yfirleitt taldir vera verulega hliðhollir einræðisstjórn Norður-Kóreu. Panmunjom var eitt sinn lítið landbúnaðarþorp en það er nú inn á miðju landamærasvæði ríkjanna. Það svæði kallast yfirleitt á ensku Demilitarized Zone eða DMZ og er um fjögurra kílómetra breitt. Það er þakið jarðsprengjum, gaddavírum og varðstöðvum. Skrifað var undir vopnahléið þar árið 1953. Norður-Kórea Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Hermaður frá Norður-Kóreu var skotinn við það að flýja til Suður-Kóreu. Það gerði hann með því að hlaupa yfir sameiginlegt öryggissvæði á landamærunum þar sem hermenn beggja ríkjanna standa andspænis hvorum öðrum sitt hvoru megin við landamærin með einungis nokkra metra á milli þeirra. Þetta er í þriðja sinn sem einhver flýr yfir landamærin á þessum stað frá því að vopnahlé var gert í stríði ríkjanna árið 1953.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, stóð hermaðurinn vörð við landamærin áður en hann hljóp af stað. Hermenn Suður-Kóreu heyrðu skothvelli og fundu hermanninn, sunnan megin við landamærin, og hafði hann verið skotinn í öxlina og í aðra hendina. Hann var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.Embættismenn í Suður-Kóreu segja að hermenn þeirra hafi ekki skotið á hermenn Norður-Kóreu. Hermaðurinn var óvopnaður og klæddur í hermannabúning en ekki liggur fyrir hver hann er né af hverju hann flúði, samkvæmt Yonhap fréttaveitunni frá Suður-Kóreu. Einnig er ekki vitað hve alvarleg meiðsl hans eru.Tæknilega enn í stríðiRíkin tvö eru tæknilega enn í stríði þar sem samið var um vopnahlé en ekki frið árið 1953. Þá hafði Kóreustríðið staðið yfir í þrjú ár. Frá þeim tíma hafa um 30 þúsund manns frá Norður-Kóreu flúið til Suður-Kóreu en langflestir þeirra fara í gegnum Kína en ekki landamærin. Samkvæmt fjölmiðlum ytra er þetta einungis í þriðja sinn sem einhver flýr yfir sameiginlega öryggissvæðið í Panmunjom. Þeir hermenn sem valdir eru til að standa vörð við landamærin eru yfirleitt taldir vera verulega hliðhollir einræðisstjórn Norður-Kóreu. Panmunjom var eitt sinn lítið landbúnaðarþorp en það er nú inn á miðju landamærasvæði ríkjanna. Það svæði kallast yfirleitt á ensku Demilitarized Zone eða DMZ og er um fjögurra kílómetra breitt. Það er þakið jarðsprengjum, gaddavírum og varðstöðvum. Skrifað var undir vopnahléið þar árið 1953.
Norður-Kórea Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira