„Kannski vorum við ekki réttu mennirnir í þetta“ Daníel Freyr Birkisson skrifar 14. nóvember 2017 09:45 Friðrik Ómar Hjörleifsson og Jógvan Hansen sjá fyrir sér að Græna herbergið verði opnað á nýjan leik. Vísir/Stefán Græna herbergið við Lækjargötu og Rosenberg við Klapparstíg hættu nýlega starfsemi sinni en um er að ræða tvo tónleikastaði í miðbænum. Rekstur Græna herbergisins var í höndum Friðriks Ómars Hjörleifssonar, Jógvans Hansen og Vignis Snæs Vigfússonar, en staðurinn var opnaður í júlí 2016. Ýmis starfsemi hefur verið í húsinu, sem stendur við Lækjargötu 6A, til að mynda kampavínsklúbburinn Strawberry's. „Það var í raun og veru enginn rekstrargrundvöllur til staðar lengur,“ segir Friðrik Ómar í samtali við Vísi. Há leiga á þátt í ákvörðuninni um lokun staðarins, en aðrir þættir spila einnig inn í. „Við vorum í raun bara að reka stað sem bauð bara upp á aðsókn um helgar og það bara dugði ekki til.“Vonast til að opna á nýjum stað Hann segir það aldrei vera auðvelt að reka tónleikastað. „Þeir hafa gjarnan verið reknir þannig að tónlistarfólk er sjálft að taka áhættuna. Í okkar rekstri vorum við að framleiða viðburði sjálfir og tókum því áhættuna um leið á okkur.“ Hann segir einnig að það sé vitaskuld hægt að reka svona staði og að dæmi séu fyrir því. „Kannski vorum við ekki réttu mennirnir í þetta,“ en Friðrik segir að hann og Jógvan vonist eftir því að opna Græna herbergið aftur seinna, þá í hentugra húsnæði. Friðrik telur að fyrri starfsemi staðarins, þ.e.a.s. kampavínsklúbburinn Strawberry's, hafi ekki skaðað ímynd Græna herbergisins. „Við tókum hann alveg í gegn og kíttuðum upp í allar myndir á veggjum, þannig ekkert varð eftir. Ég hafði sjálfur aldrei komið þarna inn áður, enda er ég ekkert fyrir konur á súlum. Staðurinn er ekki kominn í hendur nýrra eigenda en starfseminni hefur verið hætt.Veitinga- og tónleikastaðurinn Rosenberg við Klapparstíg er kominn í hendur nýrra eigenda.Rosenberg í hendur nýrra eigenda Ólafur Örn Ólafsson og Kári Sturluson seldu nýlega veitinga- og tónleikastaðinn Rosenberg við Klapparstíg eins og Vísir greindi frá. Ólafur og Kári keyptu reksturinn í febrúar á þessu ári og opnaði staðurinn í nýrri mynd í apríl síðastliðnum. Ólafur tilkynnti um söluna á Facebook síðu sinni í október síðastliðnum. Þar tekur hann fram að reksturinn hafi ekki gengið vel, en fór þó ekki út í ástæður sem liggja að baki ákvörðunarinnar. Staðurinn hafi verið seldur í hendur nýrra eigenda en ekki er komið í ljós hverjir þeir eru. Kári Sturluson, annar fráfarandi eigenda, komst nýverið í fréttirnar fyrir aðkomu sína að miðasölu í tengslum við tónleikaröð Sigur Rósar í Hörpunni. Fréttablaðið greindi frá því að Kári hefði þar fengið fyrirframgreiddar 35 milljónir króna af miðasölu tónleikanna hjá Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu. Ekki er vitað í hvað milljónunum 35 var ráðstafað, en það var fyrir víst gert án vitundar hljómsveitarinnar og ekki í tengslum við viðburðinn sjálfan. Tengdar fréttir Forstjóri Hörpu sver af sér aðkomu að tug milljóna máli Sigur Rósar Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, segist enga persónulega aðkomu hafa átt að málum er varða tugmilljóna greiðslu sem tónleikahaldarinn Kári Sturluson fékk af miðasölu á tónleika Sigur Rósar sem eiga að fara fram í desember. 14. september 2017 06:00 Selja Rosenberg eftir fimm mánaða rekstur Ólafur Örn Ólafsson og Kári Sturluson hafa selt veitinga- og tónleikastaðinn Rosenberg við Klapparstíg. 5. október 2017 16:15 Kári Sturluson kaupir Café Rosenberg Kári Sturluson, tónleikahaldari, hefur keypt Café Rosenberg af þeim Þórði Pálmasyni og Auði Kristmannsdóttur en staðurinn er einn þekktasti tónleikastaður í Reykjavík. 1. febrúar 2017 16:25 Þjóðþekktir tónlistarmenn opna skemmtistað í húsnæði Strawberry's Nýr skemmtistaður opnar við Lækjargötu 6a í Reykjavík um komandi helgi. 13. júlí 2016 14:00 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Græna herbergið við Lækjargötu og Rosenberg við Klapparstíg hættu nýlega starfsemi sinni en um er að ræða tvo tónleikastaði í miðbænum. Rekstur Græna herbergisins var í höndum Friðriks Ómars Hjörleifssonar, Jógvans Hansen og Vignis Snæs Vigfússonar, en staðurinn var opnaður í júlí 2016. Ýmis starfsemi hefur verið í húsinu, sem stendur við Lækjargötu 6A, til að mynda kampavínsklúbburinn Strawberry's. „Það var í raun og veru enginn rekstrargrundvöllur til staðar lengur,“ segir Friðrik Ómar í samtali við Vísi. Há leiga á þátt í ákvörðuninni um lokun staðarins, en aðrir þættir spila einnig inn í. „Við vorum í raun bara að reka stað sem bauð bara upp á aðsókn um helgar og það bara dugði ekki til.“Vonast til að opna á nýjum stað Hann segir það aldrei vera auðvelt að reka tónleikastað. „Þeir hafa gjarnan verið reknir þannig að tónlistarfólk er sjálft að taka áhættuna. Í okkar rekstri vorum við að framleiða viðburði sjálfir og tókum því áhættuna um leið á okkur.“ Hann segir einnig að það sé vitaskuld hægt að reka svona staði og að dæmi séu fyrir því. „Kannski vorum við ekki réttu mennirnir í þetta,“ en Friðrik segir að hann og Jógvan vonist eftir því að opna Græna herbergið aftur seinna, þá í hentugra húsnæði. Friðrik telur að fyrri starfsemi staðarins, þ.e.a.s. kampavínsklúbburinn Strawberry's, hafi ekki skaðað ímynd Græna herbergisins. „Við tókum hann alveg í gegn og kíttuðum upp í allar myndir á veggjum, þannig ekkert varð eftir. Ég hafði sjálfur aldrei komið þarna inn áður, enda er ég ekkert fyrir konur á súlum. Staðurinn er ekki kominn í hendur nýrra eigenda en starfseminni hefur verið hætt.Veitinga- og tónleikastaðurinn Rosenberg við Klapparstíg er kominn í hendur nýrra eigenda.Rosenberg í hendur nýrra eigenda Ólafur Örn Ólafsson og Kári Sturluson seldu nýlega veitinga- og tónleikastaðinn Rosenberg við Klapparstíg eins og Vísir greindi frá. Ólafur og Kári keyptu reksturinn í febrúar á þessu ári og opnaði staðurinn í nýrri mynd í apríl síðastliðnum. Ólafur tilkynnti um söluna á Facebook síðu sinni í október síðastliðnum. Þar tekur hann fram að reksturinn hafi ekki gengið vel, en fór þó ekki út í ástæður sem liggja að baki ákvörðunarinnar. Staðurinn hafi verið seldur í hendur nýrra eigenda en ekki er komið í ljós hverjir þeir eru. Kári Sturluson, annar fráfarandi eigenda, komst nýverið í fréttirnar fyrir aðkomu sína að miðasölu í tengslum við tónleikaröð Sigur Rósar í Hörpunni. Fréttablaðið greindi frá því að Kári hefði þar fengið fyrirframgreiddar 35 milljónir króna af miðasölu tónleikanna hjá Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu. Ekki er vitað í hvað milljónunum 35 var ráðstafað, en það var fyrir víst gert án vitundar hljómsveitarinnar og ekki í tengslum við viðburðinn sjálfan.
Tengdar fréttir Forstjóri Hörpu sver af sér aðkomu að tug milljóna máli Sigur Rósar Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, segist enga persónulega aðkomu hafa átt að málum er varða tugmilljóna greiðslu sem tónleikahaldarinn Kári Sturluson fékk af miðasölu á tónleika Sigur Rósar sem eiga að fara fram í desember. 14. september 2017 06:00 Selja Rosenberg eftir fimm mánaða rekstur Ólafur Örn Ólafsson og Kári Sturluson hafa selt veitinga- og tónleikastaðinn Rosenberg við Klapparstíg. 5. október 2017 16:15 Kári Sturluson kaupir Café Rosenberg Kári Sturluson, tónleikahaldari, hefur keypt Café Rosenberg af þeim Þórði Pálmasyni og Auði Kristmannsdóttur en staðurinn er einn þekktasti tónleikastaður í Reykjavík. 1. febrúar 2017 16:25 Þjóðþekktir tónlistarmenn opna skemmtistað í húsnæði Strawberry's Nýr skemmtistaður opnar við Lækjargötu 6a í Reykjavík um komandi helgi. 13. júlí 2016 14:00 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Forstjóri Hörpu sver af sér aðkomu að tug milljóna máli Sigur Rósar Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, segist enga persónulega aðkomu hafa átt að málum er varða tugmilljóna greiðslu sem tónleikahaldarinn Kári Sturluson fékk af miðasölu á tónleika Sigur Rósar sem eiga að fara fram í desember. 14. september 2017 06:00
Selja Rosenberg eftir fimm mánaða rekstur Ólafur Örn Ólafsson og Kári Sturluson hafa selt veitinga- og tónleikastaðinn Rosenberg við Klapparstíg. 5. október 2017 16:15
Kári Sturluson kaupir Café Rosenberg Kári Sturluson, tónleikahaldari, hefur keypt Café Rosenberg af þeim Þórði Pálmasyni og Auði Kristmannsdóttur en staðurinn er einn þekktasti tónleikastaður í Reykjavík. 1. febrúar 2017 16:25
Þjóðþekktir tónlistarmenn opna skemmtistað í húsnæði Strawberry's Nýr skemmtistaður opnar við Lækjargötu 6a í Reykjavík um komandi helgi. 13. júlí 2016 14:00