Domino's Körfuboltakvöld: Kviknaði í netinu hjá Pétri Rúnari Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. nóvember 2017 13:15 Pétur Rúnar Birgisson átti magnaðan þriðja leikhluta í sigri Tindastóls á Keflavík í sjöttu umferðar Domino's deildar karla. „Þið sem eruð í eldri kantinum munið kannski eftir tölvuleiknum NBA Jam þegar maður hitti nokkrum í röð og það kviknaði í netinu. Það var smá þannig stemming í gær [á fimmtudaginn] hjá Pétri Rúnari,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson um frammistöðu Péturs í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið. Pétur skoraði 26 stig í leiknum, þar af 21 í þriðja leikhluta og 19 þeirra komu í röð, án þess að liðsfélagi hans næði að skora inn á milli. „Frábær leikmaður,“ sagði Hermann Hauksson, einn sérfræðinga þáttarins. „Það er mikið talað um hann og Sigtrygg. Nú er Pétur búinn að vera maðurinn í nokkur ár og svo kemur Sigtryggur og hann er að spila frábærlega.“ „Hann er ekkert að hugsa út í þetta. Hann kemur bara í alla leiki og gefur 100 prósent.“ Kjartan Atli tók undir þetta. „Það tekur þá tíma að slípa sig saman. Tímabilið er bara nýbyrjað.“ Antonio Hester meiddist illa í leiknum, og seinna kom í ljós að hann hefði brotnað á ökkla. Hinir leikmenn Tindastóls stigu upp við það og sýndu gæði sín. „Tindastóll er bara ofboðslega þétt lið,“ sagði Hermann og Kristinn Geir Friðriksson sagði þetta bestu frammistöðu Tindastóls í vetur. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Keflavík - Tindastóll 88-97 | Pétur fór fyrir Tindastólsliðinu eftir að Hester meiddist Tindastóll hélt sigurgöngu sinni áfram í Domino´s deild karla í körfubolta í kvöld þegar liðið vann níu stiga sigur í Keflavík, 97-88, þrátt fyrir að leika allan seinni hálfleikinn án Bandaríkjamannsins Antonio Hester. Hester meiddist illa á ökkla í fyrri hálfleik eftir að hafa skorað 16 stig á 15 mínútum. Pétur Rúnar Birgisson var með 26 stig og 13 stoðsendingar fyrir Stólana í kvöld og tók liðið á herðarnar í seinni hálfleiknum. 9. nóvember 2017 21:30 Antonio Hester er ökklabrotinn | „Mikið högg fyrir félagið“ Antonio Hester mun ekki leika körfubolta með Tindastól á næstu mánuðum því í dag kom í ljós að hann ökklabrotnaði í sigrinum á Keflavík í Domino´s deild karla í körfubolta í gær. 10. nóvember 2017 16:53 Domino's Körfuboltakvöld: Þessir voru bestir í sjöttu umferð Sjötta umferð Domino's deildar karla kláraðist á stórleik Grindavíkur og KR í gærkvöld. Eftir leikinn var umferðin gerð upp í Domino's Körfuboltakvöldi þar sem sérfræðingarnir völdu leikmann og lið umferðarinnar. 11. nóvember 2017 19:15 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Körfubolti Fleiri fréttir Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Sjá meira
Pétur Rúnar Birgisson átti magnaðan þriðja leikhluta í sigri Tindastóls á Keflavík í sjöttu umferðar Domino's deildar karla. „Þið sem eruð í eldri kantinum munið kannski eftir tölvuleiknum NBA Jam þegar maður hitti nokkrum í röð og það kviknaði í netinu. Það var smá þannig stemming í gær [á fimmtudaginn] hjá Pétri Rúnari,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson um frammistöðu Péturs í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið. Pétur skoraði 26 stig í leiknum, þar af 21 í þriðja leikhluta og 19 þeirra komu í röð, án þess að liðsfélagi hans næði að skora inn á milli. „Frábær leikmaður,“ sagði Hermann Hauksson, einn sérfræðinga þáttarins. „Það er mikið talað um hann og Sigtrygg. Nú er Pétur búinn að vera maðurinn í nokkur ár og svo kemur Sigtryggur og hann er að spila frábærlega.“ „Hann er ekkert að hugsa út í þetta. Hann kemur bara í alla leiki og gefur 100 prósent.“ Kjartan Atli tók undir þetta. „Það tekur þá tíma að slípa sig saman. Tímabilið er bara nýbyrjað.“ Antonio Hester meiddist illa í leiknum, og seinna kom í ljós að hann hefði brotnað á ökkla. Hinir leikmenn Tindastóls stigu upp við það og sýndu gæði sín. „Tindastóll er bara ofboðslega þétt lið,“ sagði Hermann og Kristinn Geir Friðriksson sagði þetta bestu frammistöðu Tindastóls í vetur.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Keflavík - Tindastóll 88-97 | Pétur fór fyrir Tindastólsliðinu eftir að Hester meiddist Tindastóll hélt sigurgöngu sinni áfram í Domino´s deild karla í körfubolta í kvöld þegar liðið vann níu stiga sigur í Keflavík, 97-88, þrátt fyrir að leika allan seinni hálfleikinn án Bandaríkjamannsins Antonio Hester. Hester meiddist illa á ökkla í fyrri hálfleik eftir að hafa skorað 16 stig á 15 mínútum. Pétur Rúnar Birgisson var með 26 stig og 13 stoðsendingar fyrir Stólana í kvöld og tók liðið á herðarnar í seinni hálfleiknum. 9. nóvember 2017 21:30 Antonio Hester er ökklabrotinn | „Mikið högg fyrir félagið“ Antonio Hester mun ekki leika körfubolta með Tindastól á næstu mánuðum því í dag kom í ljós að hann ökklabrotnaði í sigrinum á Keflavík í Domino´s deild karla í körfubolta í gær. 10. nóvember 2017 16:53 Domino's Körfuboltakvöld: Þessir voru bestir í sjöttu umferð Sjötta umferð Domino's deildar karla kláraðist á stórleik Grindavíkur og KR í gærkvöld. Eftir leikinn var umferðin gerð upp í Domino's Körfuboltakvöldi þar sem sérfræðingarnir völdu leikmann og lið umferðarinnar. 11. nóvember 2017 19:15 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Körfubolti Fleiri fréttir Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Keflavík - Tindastóll 88-97 | Pétur fór fyrir Tindastólsliðinu eftir að Hester meiddist Tindastóll hélt sigurgöngu sinni áfram í Domino´s deild karla í körfubolta í kvöld þegar liðið vann níu stiga sigur í Keflavík, 97-88, þrátt fyrir að leika allan seinni hálfleikinn án Bandaríkjamannsins Antonio Hester. Hester meiddist illa á ökkla í fyrri hálfleik eftir að hafa skorað 16 stig á 15 mínútum. Pétur Rúnar Birgisson var með 26 stig og 13 stoðsendingar fyrir Stólana í kvöld og tók liðið á herðarnar í seinni hálfleiknum. 9. nóvember 2017 21:30
Antonio Hester er ökklabrotinn | „Mikið högg fyrir félagið“ Antonio Hester mun ekki leika körfubolta með Tindastól á næstu mánuðum því í dag kom í ljós að hann ökklabrotnaði í sigrinum á Keflavík í Domino´s deild karla í körfubolta í gær. 10. nóvember 2017 16:53
Domino's Körfuboltakvöld: Þessir voru bestir í sjöttu umferð Sjötta umferð Domino's deildar karla kláraðist á stórleik Grindavíkur og KR í gærkvöld. Eftir leikinn var umferðin gerð upp í Domino's Körfuboltakvöldi þar sem sérfræðingarnir völdu leikmann og lið umferðarinnar. 11. nóvember 2017 19:15