Trump segir samband þeirra Duterte vera frábært Atli Ísleifsson skrifar 13. nóvember 2017 08:29 Donald Trump Bandaríkjaforseti og Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti segir samband þeirra Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, vera frábært. Fundi forsetanna í Manila hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu.BBC segir ekki ljóst hvort að Trump hafi rætt umtöluð mannréttindabrot á við Duterte, en barátta forsetans filippseyska gegn fíkniefnum hefur vakið mikla athygli um allan heim. Hafa þar þúsundir smyglara, sölumanna og notendur fíkniefna verið teknir af lífi án dóms og laga frá því að Duterte tók við völdum 2016. Stjórn Barack Obama Bandaríkjaforseta hafði áður gagnrýnt stríð Duterte gegn fíkniefnum, sem talið er að hafi kostað um fjögur þúsund manns lífið. Heimsókn Trump til Filippseyja er síðasti áfangastaður forsetans í tólf daga ferðlagi hans til Asíu, en áður hefur hann heimsótt Japan, Suður-Kóreu, Kína og Víetnam.Söng fyrir Trump Þeir Trump og Duterte hittust fyrst í tengslum við fund ASEAN-ríkja sem nú er haldinn á Filippseyjum. Þeir áttu svo einkafund, en Trump neitaði að svara spurningum fréttamanna hvort mannréttindamál hafi borið þar á góma. Talsmaður Duterte sagði hins vegar svo ekki hafa verið. Sarah Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, sagði síðar að stuttlega hafi minnst á mannréttndamál. Trump aðrir leiðtogar sem sækja ASEAN-fundinn hittust á sunnudagskvöldinu í hátíðarkvöldverði þar sem Duterte fór upp á svið til að flytja vinsælt filippseyskt ástarlag. Að flutningi sagðist hann hafa flutt lagið að skipun forseta Bandaríkjanna.#PresidentDuterte sings #Ikaw with #PilitaCorales, upon request of @realDonaldTrump. #Asean2017 pic.twitter.com/VjGCVeOeqG— Karen Jimeno (@AttyKarenJimeno) November 12, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Segja Putin spila með Trump Fyrrverandi hátt settir embættismenn innan leyniþjónusta Bandaríkjanna gagnrýna Trump harðlega. 12. nóvember 2017 23:30 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir samband þeirra Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, vera frábært. Fundi forsetanna í Manila hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu.BBC segir ekki ljóst hvort að Trump hafi rætt umtöluð mannréttindabrot á við Duterte, en barátta forsetans filippseyska gegn fíkniefnum hefur vakið mikla athygli um allan heim. Hafa þar þúsundir smyglara, sölumanna og notendur fíkniefna verið teknir af lífi án dóms og laga frá því að Duterte tók við völdum 2016. Stjórn Barack Obama Bandaríkjaforseta hafði áður gagnrýnt stríð Duterte gegn fíkniefnum, sem talið er að hafi kostað um fjögur þúsund manns lífið. Heimsókn Trump til Filippseyja er síðasti áfangastaður forsetans í tólf daga ferðlagi hans til Asíu, en áður hefur hann heimsótt Japan, Suður-Kóreu, Kína og Víetnam.Söng fyrir Trump Þeir Trump og Duterte hittust fyrst í tengslum við fund ASEAN-ríkja sem nú er haldinn á Filippseyjum. Þeir áttu svo einkafund, en Trump neitaði að svara spurningum fréttamanna hvort mannréttindamál hafi borið þar á góma. Talsmaður Duterte sagði hins vegar svo ekki hafa verið. Sarah Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, sagði síðar að stuttlega hafi minnst á mannréttndamál. Trump aðrir leiðtogar sem sækja ASEAN-fundinn hittust á sunnudagskvöldinu í hátíðarkvöldverði þar sem Duterte fór upp á svið til að flytja vinsælt filippseyskt ástarlag. Að flutningi sagðist hann hafa flutt lagið að skipun forseta Bandaríkjanna.#PresidentDuterte sings #Ikaw with #PilitaCorales, upon request of @realDonaldTrump. #Asean2017 pic.twitter.com/VjGCVeOeqG— Karen Jimeno (@AttyKarenJimeno) November 12, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Segja Putin spila með Trump Fyrrverandi hátt settir embættismenn innan leyniþjónusta Bandaríkjanna gagnrýna Trump harðlega. 12. nóvember 2017 23:30 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Sjá meira
Segja Putin spila með Trump Fyrrverandi hátt settir embættismenn innan leyniþjónusta Bandaríkjanna gagnrýna Trump harðlega. 12. nóvember 2017 23:30