Lögmaður Ólafs um vinnubrögð biskups: „Verið að skjóta mýflugur með fallbyssum“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2017 12:32 Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, er fyrrverandi formaður Prestafélags Íslands. Vísir/Eyþór Séra Ólafur Jóhannsson ber biskup Íslands, Agnesi Sigurðardóttur, þungum sökum í bréfi sem lögfræðingur hans sendi henni í gær. Er Agnes sökuð um að leggja Ólaf í einelti þegar hún setti hann í leyfi vegna ásakana um kynferðislega áreitni. Biskup Íslands tók þá ákvörðun að senda Ólaf Jóhannsson, sóknarprest í Grensáskirkju, í leyfi í sumar í kjölfar ásakana í hans garð um kynferðislega áreitni. Nú hefur lögmaður Ólafs sent biskup bréf þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við hvernig staðið var að ákvörðuninni og er hún ekki sögð standast lög. Meðal annars hafi verið brotið á andmælarétti Ólafs, en einnig hafi ákvörðun verið tekin án þess að málið væri rannsakað til hlítar.Flokkast ekki undir kynferðisbrot Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður Ólafs, segir að bréf hafi verið sent þar sem biskup hafi „án laga og réttar“ sett umbjóðanda sinn í frí án nokkurrar málsmeðferðar og eðlilegs tilefnis. Í bréfinu er biskup þar að auki sakaður um að hafa lagt Ólaf í einelti og niðurlægt hann.Sjá einnig: Prestur sendur í leyfi vegna meintrar áreitni Einar segir ásakanirnar ekki hafa verið rannsakaðar af lögreglu. „Þegar ásakanirnar eru lesnar, bara eins og þær koma fram, þá eru þær ekki alvarlegar. Ef til dæmis eðlileg lögreglurannsókn fer fram á ásökunum þá er ekkert óeðlilegt að menn verði settir í frí á meðan,“ segir Einar Gautur. „En það er bara ekkert slíkt í gangi. Ég er búinn að vera með fjölda kynferðisbrota fyrir dómstólum og þegar ég les málsgögnin þá flokkast þetta ekki undir kynferðisbrot. Það er verið að skjóta mýflugur með fallbyssum.“En hvað vill séra Ólafur fá fram með bréfi sínu?„Að biskup aflétti ólögmætu ástandi og hann fái að sækja sína vinnu. Svo vill hann náttúrulega afsökunarbeiðni og rétta stjórnsýslu,“segir Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju. Tengdar fréttir Sakar biskup um einelti og að hafa farið gegn lögum Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, Íslands, er borin þungum sökum í bréfi sem Einar Gautur Steingrímsson, lögfræðingur séra Ólafs Jóhannssonar, sendi henni og fleirum í gær. Tildrög bréfsins eru þau að biskup tók ákvörðun um að senda Ólaf í leyfi frá störfum sínum sem prestur í Grensáskirkju í sumar í kjölfar ásakana í hans garð um kynferðislega áreitni. 11. nóvember 2017 21:54 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Séra Ólafur Jóhannsson ber biskup Íslands, Agnesi Sigurðardóttur, þungum sökum í bréfi sem lögfræðingur hans sendi henni í gær. Er Agnes sökuð um að leggja Ólaf í einelti þegar hún setti hann í leyfi vegna ásakana um kynferðislega áreitni. Biskup Íslands tók þá ákvörðun að senda Ólaf Jóhannsson, sóknarprest í Grensáskirkju, í leyfi í sumar í kjölfar ásakana í hans garð um kynferðislega áreitni. Nú hefur lögmaður Ólafs sent biskup bréf þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við hvernig staðið var að ákvörðuninni og er hún ekki sögð standast lög. Meðal annars hafi verið brotið á andmælarétti Ólafs, en einnig hafi ákvörðun verið tekin án þess að málið væri rannsakað til hlítar.Flokkast ekki undir kynferðisbrot Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður Ólafs, segir að bréf hafi verið sent þar sem biskup hafi „án laga og réttar“ sett umbjóðanda sinn í frí án nokkurrar málsmeðferðar og eðlilegs tilefnis. Í bréfinu er biskup þar að auki sakaður um að hafa lagt Ólaf í einelti og niðurlægt hann.Sjá einnig: Prestur sendur í leyfi vegna meintrar áreitni Einar segir ásakanirnar ekki hafa verið rannsakaðar af lögreglu. „Þegar ásakanirnar eru lesnar, bara eins og þær koma fram, þá eru þær ekki alvarlegar. Ef til dæmis eðlileg lögreglurannsókn fer fram á ásökunum þá er ekkert óeðlilegt að menn verði settir í frí á meðan,“ segir Einar Gautur. „En það er bara ekkert slíkt í gangi. Ég er búinn að vera með fjölda kynferðisbrota fyrir dómstólum og þegar ég les málsgögnin þá flokkast þetta ekki undir kynferðisbrot. Það er verið að skjóta mýflugur með fallbyssum.“En hvað vill séra Ólafur fá fram með bréfi sínu?„Að biskup aflétti ólögmætu ástandi og hann fái að sækja sína vinnu. Svo vill hann náttúrulega afsökunarbeiðni og rétta stjórnsýslu,“segir Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju.
Tengdar fréttir Sakar biskup um einelti og að hafa farið gegn lögum Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, Íslands, er borin þungum sökum í bréfi sem Einar Gautur Steingrímsson, lögfræðingur séra Ólafs Jóhannssonar, sendi henni og fleirum í gær. Tildrög bréfsins eru þau að biskup tók ákvörðun um að senda Ólaf í leyfi frá störfum sínum sem prestur í Grensáskirkju í sumar í kjölfar ásakana í hans garð um kynferðislega áreitni. 11. nóvember 2017 21:54 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Sakar biskup um einelti og að hafa farið gegn lögum Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, Íslands, er borin þungum sökum í bréfi sem Einar Gautur Steingrímsson, lögfræðingur séra Ólafs Jóhannssonar, sendi henni og fleirum í gær. Tildrög bréfsins eru þau að biskup tók ákvörðun um að senda Ólaf í leyfi frá störfum sínum sem prestur í Grensáskirkju í sumar í kjölfar ásakana í hans garð um kynferðislega áreitni. 11. nóvember 2017 21:54