Louis C.K.: „Þessar sögur eru sannar“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. nóvember 2017 19:47 Louis C.K. hefur viðurkennt að ásakanir um ósæmilega kynferðistilburði hans séu sannar og biður konurnar afsökunar. Vísir/Getty Louis C.K. hefur viðurkennt að ásakanir um ósæmilega kynferðistilburði hans séu sannar. Louis baðst afsökunar í dag en New York Times fjallaði í gær um ásakanir fimm kvenna á hendur grínistans um að hann hafi áreitt þær kynferðislega. Bandaríska sjónvarpsstöðin HBO sleit í dag samstarfi sínu við Louis í kjölfar ásakananna og hefur fjarlægt þætti hans úr streimisveitu sinni. „Þessar sögur eru sannar. Á þessum tíma, sagði ég sjálfum mér að það sem ég gerði væri í lagi þar sem ég hafi aldrei sýnt konu kynfæri mín án þess að spyrja fyrst, sem er líka satt. Það sem ég hef lært seinna í lífinu, of seint, er að þegar þú hefur vald yfir annarri manneskju, er það að biðja viðkomandi að horfa á kynfæri þitt ekki spurning.“ Segist hann hafa misnotað vald sitt yfir þessum konum. „Ég hef séð eftir gjörðum mínum. Og ég hef reynt að læra af þeim. Og flýja frá þeim. Nú er ég meðvitaður um hversu djúp áhrif þetta hafði. Ég komst að því í gær hvernig þetta lét konunum sem litu upp til mín líða illa og gerði þær varkárar í kringum menn sem hefðu aldrei sett þær í þessar aðstæður. Ég nýtti mér þá staðreynd að ég var dáður í mínu samfélagi og þeirra, sem kom í veg fyrir að þær sögðu frá.“ Hann segir einnig að þær sem sögðu frá hafi átt erfitt með það þar sem fólk sem leit upp til hans vildi ekki hlusta. „Ég fyrirgef mér ekki fyrir neitt af þessu.“ Ásakanirnar á hendur C.K. koma úr ýmsum áttum og spanna talsvert langt tímabil. Var hann meðal annars sakaður um að afklæða sig fyrir framan konurnar og einnig stunda sjálfsfróun fyrir framan einhverjar þeirra. Louis segir í tilkynningunni sem hann sendi frá sér í kvöld að hann sé miður sín yfir því sem hann hafi valdið þessum konum. Hann bað einnig FX network, The Orchard framleiðsluverið og leikara og starfsfólk kvikmyndarinnar „I Love You Daddy.“ Sýningu á kvikmyndinni hefur verið frestað í kjölfar ásakana í garð Louis C.K. en hann bæði skrifar og leikstýrir myndinni ásamt því að leika í henni sjálfur. Frumsýna átti myndina í gær. Hann segist hafa eytt ferlinum sínum í að segja það sem hann vildi en ætli nú að taka eitt skref til baka og gefa sér tíma til að hlusta. „Ég hef sært fjölskyldu mína, vini mína, börnin mín og móður þeirra.“ MeToo Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir HBO slítur samstarfi við Louis C.K. Fimm konur hafa sakað bandaríska grínistann Louis C.K. um kynferðislega áreitni. 10. nóvember 2017 14:00 Saka Louis C.K. um ósæmilega kynferðistilburði Fimm konur sem flestar starfa sem uppistandarar hafa ásakað Louis C.K. um ósæmilega hegðun gagnvart sér. 9. nóvember 2017 20:49 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Sjá meira
Louis C.K. hefur viðurkennt að ásakanir um ósæmilega kynferðistilburði hans séu sannar. Louis baðst afsökunar í dag en New York Times fjallaði í gær um ásakanir fimm kvenna á hendur grínistans um að hann hafi áreitt þær kynferðislega. Bandaríska sjónvarpsstöðin HBO sleit í dag samstarfi sínu við Louis í kjölfar ásakananna og hefur fjarlægt þætti hans úr streimisveitu sinni. „Þessar sögur eru sannar. Á þessum tíma, sagði ég sjálfum mér að það sem ég gerði væri í lagi þar sem ég hafi aldrei sýnt konu kynfæri mín án þess að spyrja fyrst, sem er líka satt. Það sem ég hef lært seinna í lífinu, of seint, er að þegar þú hefur vald yfir annarri manneskju, er það að biðja viðkomandi að horfa á kynfæri þitt ekki spurning.“ Segist hann hafa misnotað vald sitt yfir þessum konum. „Ég hef séð eftir gjörðum mínum. Og ég hef reynt að læra af þeim. Og flýja frá þeim. Nú er ég meðvitaður um hversu djúp áhrif þetta hafði. Ég komst að því í gær hvernig þetta lét konunum sem litu upp til mín líða illa og gerði þær varkárar í kringum menn sem hefðu aldrei sett þær í þessar aðstæður. Ég nýtti mér þá staðreynd að ég var dáður í mínu samfélagi og þeirra, sem kom í veg fyrir að þær sögðu frá.“ Hann segir einnig að þær sem sögðu frá hafi átt erfitt með það þar sem fólk sem leit upp til hans vildi ekki hlusta. „Ég fyrirgef mér ekki fyrir neitt af þessu.“ Ásakanirnar á hendur C.K. koma úr ýmsum áttum og spanna talsvert langt tímabil. Var hann meðal annars sakaður um að afklæða sig fyrir framan konurnar og einnig stunda sjálfsfróun fyrir framan einhverjar þeirra. Louis segir í tilkynningunni sem hann sendi frá sér í kvöld að hann sé miður sín yfir því sem hann hafi valdið þessum konum. Hann bað einnig FX network, The Orchard framleiðsluverið og leikara og starfsfólk kvikmyndarinnar „I Love You Daddy.“ Sýningu á kvikmyndinni hefur verið frestað í kjölfar ásakana í garð Louis C.K. en hann bæði skrifar og leikstýrir myndinni ásamt því að leika í henni sjálfur. Frumsýna átti myndina í gær. Hann segist hafa eytt ferlinum sínum í að segja það sem hann vildi en ætli nú að taka eitt skref til baka og gefa sér tíma til að hlusta. „Ég hef sært fjölskyldu mína, vini mína, börnin mín og móður þeirra.“
MeToo Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir HBO slítur samstarfi við Louis C.K. Fimm konur hafa sakað bandaríska grínistann Louis C.K. um kynferðislega áreitni. 10. nóvember 2017 14:00 Saka Louis C.K. um ósæmilega kynferðistilburði Fimm konur sem flestar starfa sem uppistandarar hafa ásakað Louis C.K. um ósæmilega hegðun gagnvart sér. 9. nóvember 2017 20:49 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Sjá meira
HBO slítur samstarfi við Louis C.K. Fimm konur hafa sakað bandaríska grínistann Louis C.K. um kynferðislega áreitni. 10. nóvember 2017 14:00
Saka Louis C.K. um ósæmilega kynferðistilburði Fimm konur sem flestar starfa sem uppistandarar hafa ásakað Louis C.K. um ósæmilega hegðun gagnvart sér. 9. nóvember 2017 20:49