Danny Brown, Nadia Rose og Bjarki mæta á Sónar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. nóvember 2017 11:00 Þessir tónleikagestir skemmtu sér vel á Sónar Reykjavík í fyrra. Ljósmyndari Sónar 2017 Bandaríski rapparinn Danny Brown og hin upprennandi grime stjarna Nadia Rose frá London eru meðal þeirra sem staðfest eru að komi fram á Sónar Reykjavík hátíðinni í mars. Meðal innlendra listamanna sem nú eru kynntir til leiks er ein stærsta útflutningsvara íslenskrar tónlistar síðastliðið ár, Bjarki, sem fyrst kom fram í bílakjallara hátíðarinnar fyrir tveim árum og hefur síðan troðfyllt tónlistarhús og hátíðarsvið um heim allan. Hann kemur að þessu sinni fram á öðru af stóru sviðunum í Hörpu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar. Aðstandendur hátíðarinnar segjast sérstaklega stoltir yfir því að fá tónlistarkonuna Jlin til Íslands. Hún sé að vekja gríðarlega athygli fyrir breiðskífuna Black Origami. Þá mun hin eindæmum hæfileikaríka Eva808 loks stíga á stokk á tónlistarhátíð í heimalandi sínu. Þá sé koma tónlistarkonunnar og plötusnúðsins Lena Willikens á Sónar Reykjavík einnig mikill fengur fyrir íslenska tónlistaráhangendur, sem og koma Bad Gyal sem oft hefur verið titluð spænska Rihanna. Ekki má heldur gleyma íslenska tónlistarmanninum Volruptus sem ekkert hefur komið fram hérlendis eftir að hann sprakk út í kjölfar útgáfna sinna á plötumerkjunum bbbbbb og Trip. Þessar vinkonur skelltu sér á Sónar í fyrra.Glamour/Rakel Tómasdóttir„Í kjölfar einstaklega vel heppnað samstarfs Exos og breska tónlistarmannsins Blawan á Sónar Reykjavík í fyrra (Exos b2b Blawan) hafa aðstanendur hátíðarinnar unnið að því því að halda áfram með viðlíka samstarfsgrundvöll innlendra og erlendra listamanna og plötusnúða,“ segir í tilkynningunni. Í ár mun hin íslenska Yamaho og breska Cassy koma fram saman í bílakjallara Hörpu sem Yamaho b2b Cassy. Þá mun vinsælasta dúó landsins, JóiPé x Króli, hljómsveitin Vök og Högni, sem nýlega gaf út sína fyrstu sóló breiðskífu hjá Erased Tapes, einnig koma fram á Sónar Reykjavik 2018. Sónar Reykjavik fer fram í Hörpu dagana 16. og 17. mars 2018. Alls verður boðið upp á tónleika rúmlega 50 hjómsveita og listamanna á hátíðinni á fjórum sviðum, m.a. í sitjandi umhverfi Kaldalóns og bílakjallara hússins sem breytt verður í næturklúbb. Listamenn sem nú eru kynntir til leiks eru: Danny Brown (US) Nadia Rose (UK) Bjarki (IS) Jlin (US) Lena Willikens (DE) Högni (IS) Cassy b2b Yamaho (UK / IS) Bad Gyal (ES) Volruptus (IS) JóiPé x Króli (IS) Eva808 (IS) Vök (IS) Miðasala á hátíðina er hafin og fer fram á midi.is. Miðaverð er á bilinu 17-25 þúsund krónur. Uppselt hefur verið á Sónar Reykjavík síðastliðin þrjú ár, og áhugasamir því hvattir til að tryggja sér miða í tíma. Um Sónar Sónar hófst sem lítil tónlistarhátíð í Barcelona árið 1994, en í dag sækja um 115.000 manns hátíðina heim í júní ár hvert. Auk Sónar Festival í Barcelona fara Sónar hátíðir einnig fram í Istanbul, Hong Kong, Santiago de Chile, Buenos Aires, Bogóta og Reykjavík. Sónar fagnar 25 ára afmæli sínu á næsta ári og er fyrsti viðkomustaður hátíðarhaldanna, þ.e. fyrsta Sónar hátíð árins. Sónar Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fleiri fréttir „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Sjá meira
Bandaríski rapparinn Danny Brown og hin upprennandi grime stjarna Nadia Rose frá London eru meðal þeirra sem staðfest eru að komi fram á Sónar Reykjavík hátíðinni í mars. Meðal innlendra listamanna sem nú eru kynntir til leiks er ein stærsta útflutningsvara íslenskrar tónlistar síðastliðið ár, Bjarki, sem fyrst kom fram í bílakjallara hátíðarinnar fyrir tveim árum og hefur síðan troðfyllt tónlistarhús og hátíðarsvið um heim allan. Hann kemur að þessu sinni fram á öðru af stóru sviðunum í Hörpu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar. Aðstandendur hátíðarinnar segjast sérstaklega stoltir yfir því að fá tónlistarkonuna Jlin til Íslands. Hún sé að vekja gríðarlega athygli fyrir breiðskífuna Black Origami. Þá mun hin eindæmum hæfileikaríka Eva808 loks stíga á stokk á tónlistarhátíð í heimalandi sínu. Þá sé koma tónlistarkonunnar og plötusnúðsins Lena Willikens á Sónar Reykjavík einnig mikill fengur fyrir íslenska tónlistaráhangendur, sem og koma Bad Gyal sem oft hefur verið titluð spænska Rihanna. Ekki má heldur gleyma íslenska tónlistarmanninum Volruptus sem ekkert hefur komið fram hérlendis eftir að hann sprakk út í kjölfar útgáfna sinna á plötumerkjunum bbbbbb og Trip. Þessar vinkonur skelltu sér á Sónar í fyrra.Glamour/Rakel Tómasdóttir„Í kjölfar einstaklega vel heppnað samstarfs Exos og breska tónlistarmannsins Blawan á Sónar Reykjavík í fyrra (Exos b2b Blawan) hafa aðstanendur hátíðarinnar unnið að því því að halda áfram með viðlíka samstarfsgrundvöll innlendra og erlendra listamanna og plötusnúða,“ segir í tilkynningunni. Í ár mun hin íslenska Yamaho og breska Cassy koma fram saman í bílakjallara Hörpu sem Yamaho b2b Cassy. Þá mun vinsælasta dúó landsins, JóiPé x Króli, hljómsveitin Vök og Högni, sem nýlega gaf út sína fyrstu sóló breiðskífu hjá Erased Tapes, einnig koma fram á Sónar Reykjavik 2018. Sónar Reykjavik fer fram í Hörpu dagana 16. og 17. mars 2018. Alls verður boðið upp á tónleika rúmlega 50 hjómsveita og listamanna á hátíðinni á fjórum sviðum, m.a. í sitjandi umhverfi Kaldalóns og bílakjallara hússins sem breytt verður í næturklúbb. Listamenn sem nú eru kynntir til leiks eru: Danny Brown (US) Nadia Rose (UK) Bjarki (IS) Jlin (US) Lena Willikens (DE) Högni (IS) Cassy b2b Yamaho (UK / IS) Bad Gyal (ES) Volruptus (IS) JóiPé x Króli (IS) Eva808 (IS) Vök (IS) Miðasala á hátíðina er hafin og fer fram á midi.is. Miðaverð er á bilinu 17-25 þúsund krónur. Uppselt hefur verið á Sónar Reykjavík síðastliðin þrjú ár, og áhugasamir því hvattir til að tryggja sér miða í tíma. Um Sónar Sónar hófst sem lítil tónlistarhátíð í Barcelona árið 1994, en í dag sækja um 115.000 manns hátíðina heim í júní ár hvert. Auk Sónar Festival í Barcelona fara Sónar hátíðir einnig fram í Istanbul, Hong Kong, Santiago de Chile, Buenos Aires, Bogóta og Reykjavík. Sónar fagnar 25 ára afmæli sínu á næsta ári og er fyrsti viðkomustaður hátíðarhaldanna, þ.e. fyrsta Sónar hátíð árins.
Sónar Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fleiri fréttir „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Sjá meira