Fótbolti

Rúnar Alex gefur 1% launa sinna til góðgerðamála

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúnar Alex heilsar ungum stuðningsmönnum Nordsjælland.
Rúnar Alex heilsar ungum stuðningsmönnum Nordsjælland. vísir/getty
Rúnar Alex Rúnarsson er genginn til liðs við herferð Juans Mata, Common Goal, og ætlar að gefa 1% launa sinna til góðgerðamála.

Rúnar Alex tilkynnti þetta með myndbandi á Twitter-síðu sinni í dag.

Mata hóf Common Goal herferðina fyrr í sumar. Kveikjan að henni var ferð sem hann fór til Mumbai á Indlandi þar sem hann varð vitni að mikilli fátækt.

Fjölmargir leikmenn hafa gengið til liðs við Common Goal, m.a. Mats Hummels, Giorgio Chiellini, Alex Morgan og Megan Rapinoe.

Rúnar Alex hefur spilað vel í marki Nordsjælland á tímabilinu. Liðið er í 3. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×