Bernie Sanders kominn í framboðsgír Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. nóvember 2017 07:00 Sanders hefur meðal annars verið áberandi í gagnrýni á skattafrumvarp Repúblikana. vísir/afp Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður fyrir Vermont, reynir nú að lagfæra þá veikleika sem komu í veg fyrir að hann tryggði sér útnefningu Demókrata til forsetaframboðs árið 2016. Frá þessu greindi Politico í gær í ítarlegri umfjöllun og segir að ýmislegt bendi til þess að hann hyggi á forsetaframboð árið 2020. Sanders nýtur stuðnings 71 prósents öldungadeildarþingmanna, sem er meiri stuðningur en nokkur annar mælist með. Sanders þótti ekki líklegur til að vinna forkosningar Demókrata fyrir síðustu forsetakosningar. Þingmaðurinn styrktist hins vegar með hverjum degi og það þrátt fyrir að hann hafi att kappi við Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra og forsetafrú, sem var bæði þekktari stærð og naut meiri stuðnings fjársterkra aðila. Hóf Sanders forkosningarnar af krafti og tapaði með 0,2 prósentustiga mun í Iowa áður en hann vann stórsigur í New Hampshire. Skiptust þau Clinton svo á sigrum þar til hún tryggði sér útnefninguna. En þrátt fyrir að Sanders verði orðinn 79 ára gamall þegar Bandaríkjamenn ganga til forsetakosninga árið 2020 virðist hann ætla í framboð. Ynni Sanders yrði hann ekki bara elstur til að ná kjöri sem forseti, hann yrði elsti maðurinn til að gegna embættinu og það á fyrsta starfsdegi. Politico greinir frá því að Sanders hafi á árinu styrkt tengsl sín við verkalýðsfélög, aflað sér sérfræðiþekkingar á utanríkismálum og unnið nánar með valdamönnum innan Demókrata. Þessi atriði voru ekki í toppstandi hjá Sanders í síðustu atrennu. Þannig hefur Sanders til að mynda unnið með Bill Perry, varnarmálaráðherra Bills Clinton, til að auka þekkingu sína á utanríkismálum sem og Robert Malley og Söruh Chayes, fyrrverandi ráðgjafa Baracks Obama. Politico hefur eftir heimildum sínum að þótt Sanders sjálfur vilji engu svara um framboð árið 2020 séu áhrifamenn innan samtakanna Our Revolution, sem stofnuð voru í kjölfar ósigurs Sanders til að berjast fyrir hugsjónum hans, farnir að leggja línurnar að framboði. Benda þeir á að Sanders sé nú vinsælasti kjörni fulltrúi Bandaríkjanna og sjá hann sem þungamiðju vinstri vængsins í bandarískum stjórnmálum. Þá hefur Jeff Weaver, kosningastjóri Sanders í forkosningunum, aftur birst á launaskrá öldungadeildarþingmannsins eftir að hafa starfað fyrir Our Revolution. Sanders hefur jafnframt ráðið skoðanakannanagúrúinn Ben Tulchin sem ráðgjafa á ný. Það þykir merkilegt vegna þess að Sanders forðaðist í lengstu lög að ráða slíkan ráðgjafa fyrir síðustu kosningar. Einnig hefur Sanders ráðið ráðgjafann Ari Rabin-Havt, sem áður var aðstoðarmaður Harrys Reid, fyrrverandi leiðtoga Demókrata í öldungadeildinni. Stýrir Rabin-Havt nú samskiptum Sanders. Matt Duss er nýráðinn utanríkismálaráðgjafi Sanders en hann stýrði áður stofnuninni Foundation for Middle East Peace. Ef Sanders býður sig fram virðast sigurlíkur hans ágætar. Mælist hann með 31 prósents stuðning í forkosningum Demókrata í nýlegri könnun New Hampshire-háskóla, vinsælastur allra. Í könnun Morning Consult frá því í síðustu viku kemur fram að ef Sanders yrði frambjóðandi Demókrata myndi hann fá 42 prósent atkvæða en Trump 36 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Sjá meira
Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður fyrir Vermont, reynir nú að lagfæra þá veikleika sem komu í veg fyrir að hann tryggði sér útnefningu Demókrata til forsetaframboðs árið 2016. Frá þessu greindi Politico í gær í ítarlegri umfjöllun og segir að ýmislegt bendi til þess að hann hyggi á forsetaframboð árið 2020. Sanders nýtur stuðnings 71 prósents öldungadeildarþingmanna, sem er meiri stuðningur en nokkur annar mælist með. Sanders þótti ekki líklegur til að vinna forkosningar Demókrata fyrir síðustu forsetakosningar. Þingmaðurinn styrktist hins vegar með hverjum degi og það þrátt fyrir að hann hafi att kappi við Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra og forsetafrú, sem var bæði þekktari stærð og naut meiri stuðnings fjársterkra aðila. Hóf Sanders forkosningarnar af krafti og tapaði með 0,2 prósentustiga mun í Iowa áður en hann vann stórsigur í New Hampshire. Skiptust þau Clinton svo á sigrum þar til hún tryggði sér útnefninguna. En þrátt fyrir að Sanders verði orðinn 79 ára gamall þegar Bandaríkjamenn ganga til forsetakosninga árið 2020 virðist hann ætla í framboð. Ynni Sanders yrði hann ekki bara elstur til að ná kjöri sem forseti, hann yrði elsti maðurinn til að gegna embættinu og það á fyrsta starfsdegi. Politico greinir frá því að Sanders hafi á árinu styrkt tengsl sín við verkalýðsfélög, aflað sér sérfræðiþekkingar á utanríkismálum og unnið nánar með valdamönnum innan Demókrata. Þessi atriði voru ekki í toppstandi hjá Sanders í síðustu atrennu. Þannig hefur Sanders til að mynda unnið með Bill Perry, varnarmálaráðherra Bills Clinton, til að auka þekkingu sína á utanríkismálum sem og Robert Malley og Söruh Chayes, fyrrverandi ráðgjafa Baracks Obama. Politico hefur eftir heimildum sínum að þótt Sanders sjálfur vilji engu svara um framboð árið 2020 séu áhrifamenn innan samtakanna Our Revolution, sem stofnuð voru í kjölfar ósigurs Sanders til að berjast fyrir hugsjónum hans, farnir að leggja línurnar að framboði. Benda þeir á að Sanders sé nú vinsælasti kjörni fulltrúi Bandaríkjanna og sjá hann sem þungamiðju vinstri vængsins í bandarískum stjórnmálum. Þá hefur Jeff Weaver, kosningastjóri Sanders í forkosningunum, aftur birst á launaskrá öldungadeildarþingmannsins eftir að hafa starfað fyrir Our Revolution. Sanders hefur jafnframt ráðið skoðanakannanagúrúinn Ben Tulchin sem ráðgjafa á ný. Það þykir merkilegt vegna þess að Sanders forðaðist í lengstu lög að ráða slíkan ráðgjafa fyrir síðustu kosningar. Einnig hefur Sanders ráðið ráðgjafann Ari Rabin-Havt, sem áður var aðstoðarmaður Harrys Reid, fyrrverandi leiðtoga Demókrata í öldungadeildinni. Stýrir Rabin-Havt nú samskiptum Sanders. Matt Duss er nýráðinn utanríkismálaráðgjafi Sanders en hann stýrði áður stofnuninni Foundation for Middle East Peace. Ef Sanders býður sig fram virðast sigurlíkur hans ágætar. Mælist hann með 31 prósents stuðning í forkosningum Demókrata í nýlegri könnun New Hampshire-háskóla, vinsælastur allra. Í könnun Morning Consult frá því í síðustu viku kemur fram að ef Sanders yrði frambjóðandi Demókrata myndi hann fá 42 prósent atkvæða en Trump 36 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Sjá meira