Hvað er að frétta? Maríanna Hugrún Helgadótir skrifar 28. nóvember 2017 07:00 Órói í Öræfajökli? Þú hefðir ekki frétt af því. Óveðrið? Hefðir ekki lesið um það. Hvað þýddi jarðskjálftahrinan? Þú vissir ekkert um það. Án náttúrufræðinga. Náttúrufræðingar eru kannski ekki eitthvað sem flestir hugsa um daglega og margir átta sig ekki á þeim mikilvægu störfum sem þessir sérfræðingar gegna né hvaða menntun þeir hafa sótt sér. Félag íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) var stofnað árið 1955 og voru félagsmenn til að byrja með um 15 talsins. Í dag eru 1906 greiðandi félagsmenn í FÍN og það kemur líklega mörgum á óvart hversu margir náttúrufræðingar snerta líf landsmanna oft og víða. Við lestur frétta koma náttúrufræðingar gjarnan við sögu. Náttúrufræðingar eru háskólamenntaðir og sinna hinum ýmsu ómissandi störfum s.s. að vakta náttúruvá. Á Veðurstofu Íslands (VÍ) starfa 75 náttúrufræðingar sem eru sérfræðingar á sínu sviði. Þeir vakta veðrið, eldgos og aðra aðsteðjandi náttúruvá. Náttúrufræðingar á VÍ bera hin ýmsu starfsheiti s.s. veðurathugunarmenn, veðurfræðingar, náttúruvársérfræðingar og ofanflóðasérfræðingar. Þessir sérfræðingar sinna öryggishlutverki, þeir vakta náttúruna fyrir okkur og vara við aðsteðjandi hættu. Eru náttúrufræðingar mikilvægir? Gegna náttúrufræðingar mikilvægu hlutverki?Raunverulegur launamunur Já, störf náttúrufræðinga eru samfélaginu mikilvæg, það mikilvæg að VÍ hefur farið þess á leit við félagið að þessi ofangreindu störf séu undanþegin verkföllum. Mikilvægi starfa/starfsstétta og góð launakjör haldast því miður ekki alltaf í hendur en FÍN hefur átt í samningaviðræðum við ríkið, sem vinnuveitanda, frá því í ágúst. Kröfur félagsins eru að félagsmenn FÍN fái almennar launahækkanir eins og aðrir sem starfa á almennum vinnumarkaði og að fyrstu skrefin verði tekin við að leiðrétta skekkjur í launasetningu opinberra starfsmanna. Launamunur á milli almenna markaðarins og hins opinbera er raunverulegur, laun á almennum markaði hafa undanfarin ár verið 25%-30% hærri en á opinberum markaði og því brýnt að launakjör félagsmanna FÍN á hinum opinbera markaði verði leiðrétt. Ungt fólk verður að sjá kosti þess að afla sér menntunar á sviði náttúruvísinda og þegar það kemur út á atvinnumarkaðinn hafi það löngun til að sinna mikilvægum störfum hjá hinu opinbera, okkur landsmönnum öllum til heilla. VÍ vill halda í starfsmenn sem hafa hæfni og vilja til að leysa þau verkefni sem þeim er falið að sinna. Lágmarkslaun á Veðurstofu Íslands eru 374.795 kr. en lágmarkslaun í félaginu eru 304.743 kr. FÍN gerir kröfu til ríkisins sem vinnuveitanda um að það semji án tafar við félagið og leiðrétti laun náttúrufræðinga. Krafa félagsins er að lágmarkslaun verði 400.000 kr. fyrir félagsmenn FÍN sem hafa lokið fyrstu háskólagráðu. Höfundur er formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Órói í Öræfajökli? Þú hefðir ekki frétt af því. Óveðrið? Hefðir ekki lesið um það. Hvað þýddi jarðskjálftahrinan? Þú vissir ekkert um það. Án náttúrufræðinga. Náttúrufræðingar eru kannski ekki eitthvað sem flestir hugsa um daglega og margir átta sig ekki á þeim mikilvægu störfum sem þessir sérfræðingar gegna né hvaða menntun þeir hafa sótt sér. Félag íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) var stofnað árið 1955 og voru félagsmenn til að byrja með um 15 talsins. Í dag eru 1906 greiðandi félagsmenn í FÍN og það kemur líklega mörgum á óvart hversu margir náttúrufræðingar snerta líf landsmanna oft og víða. Við lestur frétta koma náttúrufræðingar gjarnan við sögu. Náttúrufræðingar eru háskólamenntaðir og sinna hinum ýmsu ómissandi störfum s.s. að vakta náttúruvá. Á Veðurstofu Íslands (VÍ) starfa 75 náttúrufræðingar sem eru sérfræðingar á sínu sviði. Þeir vakta veðrið, eldgos og aðra aðsteðjandi náttúruvá. Náttúrufræðingar á VÍ bera hin ýmsu starfsheiti s.s. veðurathugunarmenn, veðurfræðingar, náttúruvársérfræðingar og ofanflóðasérfræðingar. Þessir sérfræðingar sinna öryggishlutverki, þeir vakta náttúruna fyrir okkur og vara við aðsteðjandi hættu. Eru náttúrufræðingar mikilvægir? Gegna náttúrufræðingar mikilvægu hlutverki?Raunverulegur launamunur Já, störf náttúrufræðinga eru samfélaginu mikilvæg, það mikilvæg að VÍ hefur farið þess á leit við félagið að þessi ofangreindu störf séu undanþegin verkföllum. Mikilvægi starfa/starfsstétta og góð launakjör haldast því miður ekki alltaf í hendur en FÍN hefur átt í samningaviðræðum við ríkið, sem vinnuveitanda, frá því í ágúst. Kröfur félagsins eru að félagsmenn FÍN fái almennar launahækkanir eins og aðrir sem starfa á almennum vinnumarkaði og að fyrstu skrefin verði tekin við að leiðrétta skekkjur í launasetningu opinberra starfsmanna. Launamunur á milli almenna markaðarins og hins opinbera er raunverulegur, laun á almennum markaði hafa undanfarin ár verið 25%-30% hærri en á opinberum markaði og því brýnt að launakjör félagsmanna FÍN á hinum opinbera markaði verði leiðrétt. Ungt fólk verður að sjá kosti þess að afla sér menntunar á sviði náttúruvísinda og þegar það kemur út á atvinnumarkaðinn hafi það löngun til að sinna mikilvægum störfum hjá hinu opinbera, okkur landsmönnum öllum til heilla. VÍ vill halda í starfsmenn sem hafa hæfni og vilja til að leysa þau verkefni sem þeim er falið að sinna. Lágmarkslaun á Veðurstofu Íslands eru 374.795 kr. en lágmarkslaun í félaginu eru 304.743 kr. FÍN gerir kröfu til ríkisins sem vinnuveitanda um að það semji án tafar við félagið og leiðrétti laun náttúrufræðinga. Krafa félagsins er að lágmarkslaun verði 400.000 kr. fyrir félagsmenn FÍN sem hafa lokið fyrstu háskólagráðu. Höfundur er formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun