Torlæsi þjóðar – á ábyrgð marga Guðjón Ragnar Jónasson skrifar 28. nóvember 2017 07:00 Á dögunum fengum við þær fréttir að átak um læsi í grunnskólum Reykjavíkur hefði engu skilað. Enn og aftur voru það skólarnir sem sátu uppi með Svarta-Pétur. Satt best að segja finnst mér þessi umræða orðin heldur hvimleið. Skólarnir geta ekki séð einir um lestrarkennsluna, foreldrar þurfa að vera fyrirmyndir og sýna bókmenningu og lestri áhuga til að árangur náist. Mér segir svo hugur að lestrarfærni okkar foreldranna hnigni stöðugt og að þar liggi vandinn ekki síst. Margir kaupa ekki bækur og lesa lítið sem ekkert. Það er alkunna að ríkuleg bókmenning á heimili hvetur unga sem aldna við lesturinn. Sú stefna nútímans að fleygja bókum, þannig að bækur eru gerðar útlægar af heimilum, er ekki góð. Í allmörg ár hafa margir sjónvarpsþættir um tísku og hönnun sýnt ótalin glæsiheimili á Íslandi án bóka enda minna þau mörg hver frekar á dauðhreinsaða tannlæknastofu en hlýlegt heimili. Hættum að kenna skólunum um hnignandi læsi, hefjum lestrarátak á vinnustöðum og í samfélaginu. Lestur er samstarfsverkefni heimilis og skóla og hvaða skoðun sem menn kunna að hafa á heimanámi þá þarf reglulegur lestur að vera hluti af daglegum venjum okkar. Hér er umfram allt um að ræða samstarfsverkefni heimilis og skóla. Verkefnið er svo umfangsmikið að skólinn getur aldrei einn og óstuddur leyst það sómasamlega af hendi. Lesturinn þarf því að byggjast á samstarfi kynslóðanna. Kannski mætti hugsa sér að Samtök atvinnulífsins stæðu fyrir gæðastundum og stuðluðu þannig að öflugri símenntun þar sem starfsmenn fengju tækifæri til að ræða bóklestur og bókmenningu í vinnutímanum. Áðurnefnd samtök hafa oft sterkar skoðanir á skólamálum. Með átaki um læsi á vinnustöðum gætu þau sýnt hug sinn í verki. Að endingu legg ég til að foreldrafélög grunnskólanna standi fyrir lestrarátaki fyrir foreldra samhliða því sem börnin eru hvött áfram við lesturinn. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum fengum við þær fréttir að átak um læsi í grunnskólum Reykjavíkur hefði engu skilað. Enn og aftur voru það skólarnir sem sátu uppi með Svarta-Pétur. Satt best að segja finnst mér þessi umræða orðin heldur hvimleið. Skólarnir geta ekki séð einir um lestrarkennsluna, foreldrar þurfa að vera fyrirmyndir og sýna bókmenningu og lestri áhuga til að árangur náist. Mér segir svo hugur að lestrarfærni okkar foreldranna hnigni stöðugt og að þar liggi vandinn ekki síst. Margir kaupa ekki bækur og lesa lítið sem ekkert. Það er alkunna að ríkuleg bókmenning á heimili hvetur unga sem aldna við lesturinn. Sú stefna nútímans að fleygja bókum, þannig að bækur eru gerðar útlægar af heimilum, er ekki góð. Í allmörg ár hafa margir sjónvarpsþættir um tísku og hönnun sýnt ótalin glæsiheimili á Íslandi án bóka enda minna þau mörg hver frekar á dauðhreinsaða tannlæknastofu en hlýlegt heimili. Hættum að kenna skólunum um hnignandi læsi, hefjum lestrarátak á vinnustöðum og í samfélaginu. Lestur er samstarfsverkefni heimilis og skóla og hvaða skoðun sem menn kunna að hafa á heimanámi þá þarf reglulegur lestur að vera hluti af daglegum venjum okkar. Hér er umfram allt um að ræða samstarfsverkefni heimilis og skóla. Verkefnið er svo umfangsmikið að skólinn getur aldrei einn og óstuddur leyst það sómasamlega af hendi. Lesturinn þarf því að byggjast á samstarfi kynslóðanna. Kannski mætti hugsa sér að Samtök atvinnulífsins stæðu fyrir gæðastundum og stuðluðu þannig að öflugri símenntun þar sem starfsmenn fengju tækifæri til að ræða bóklestur og bókmenningu í vinnutímanum. Áðurnefnd samtök hafa oft sterkar skoðanir á skólamálum. Með átaki um læsi á vinnustöðum gætu þau sýnt hug sinn í verki. Að endingu legg ég til að foreldrafélög grunnskólanna standi fyrir lestrarátaki fyrir foreldra samhliða því sem börnin eru hvött áfram við lesturinn. Höfundur er kennari.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar