Listrænn stjórnandi Pixar fer í leyfi vegna ásakana um kynferðislega áreitni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. nóvember 2017 23:03 John Lasseter. vísir/getty John Lasseter, listrænn stjórnandi teiknimyndafyrirtækisins Pixar and Walt Disney Animation, er farinn í sex mánaða leyfi vegna ásakana um að hann hafi kynferðislega áreitt starfsmenn fyrirtækisins. Lasseter baðst í dag afsökunar á því sem hann kallar mistök sín en Hollywood Reporter var með frétt í smíðum um ásakanirnar á hendur Lasseter þegar hann tilkynnti starfsmönnum Pixar að hann væri á leið í leyfi. Á meðal þess sem Lasseter er sakaður um er að hafa klipið og kysst konur sem störfuðu hjá fyrirtækinu án þess að þær vildu það og komið með athugasemdir um útlit þeirra. Lasseter er þekktastur fyrir að vera einn af stofnendum Pixar en árið 2006 keypti Disney fyrirtækið og Lasseter varð þá listrænn stjórnandi. Lasseter leikstýrði meðal annars Toy Story og Toy Story 2 og þá er hann aðalframleiðandi eða framleiðandi nánast allra mynda sem Pixar and Walt Disney Animation gera. Það þarf því engum að dyljast hversu valdamikill hann var innan fyrirtækisins. Í bréfi sem Lasseter sendi starfsmönnum Pixar í dag segir hann að honum hafi verið bent á að hann hafi látið sumum starfsmönnunum líða óþægilega. Þá hafi sumum ekki fundist sem hann sýndi þeim virðingu. Lasseter segir að slík hegðun hafi aldrei verið ætlun hans. „Þið skiptið mig öllu máli og mig langar að biðja ykkur öll afsökunar ef ég hef brugðist ykkur. Mig langar sérstaklega að biðja þau ykkar afsökunar sem hafa fengið frá mér faðmlag sem þið vilduð ekki eða einhvers konar aðra snertingu sem fór yfir ykkar mörk. Það er alveg sama þó að ég hafi meint vel, allir eiga rétt á að setja sín mörk og að þau séu virt,“ segir Lasseter meðal annars í bréfinu. MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Charlie Rose rekinn vegna ásakana um kynferðislega áreitni Átta samstarfskonur hafa sakað fréttamann 60 mínútna um kynferðislega áreitni. 21. nóvember 2017 08:45 Trump ver frambjóðanda sem er sakaður um að eltast við unglingsstúlkur „Hann segir að þetta hafi ekki gerst. Þið verðið líka að hlusta á hann.“ sagði Donald Trump um frambjóðanda repúblikana sem er sakaður um kynferðislega áreitni gegn unglingsstúlkum á árum áður. 21. nóvember 2017 21:52 Morrissey tekur til varna fyrir Spacey og Weinstein Breski tónlistarmaðurinn Morrissey segir að skilgreiningar á áreitni og kynferðisofbeldi séu orðnar of víðar. 20. nóvember 2017 12:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Sjá meira
John Lasseter, listrænn stjórnandi teiknimyndafyrirtækisins Pixar and Walt Disney Animation, er farinn í sex mánaða leyfi vegna ásakana um að hann hafi kynferðislega áreitt starfsmenn fyrirtækisins. Lasseter baðst í dag afsökunar á því sem hann kallar mistök sín en Hollywood Reporter var með frétt í smíðum um ásakanirnar á hendur Lasseter þegar hann tilkynnti starfsmönnum Pixar að hann væri á leið í leyfi. Á meðal þess sem Lasseter er sakaður um er að hafa klipið og kysst konur sem störfuðu hjá fyrirtækinu án þess að þær vildu það og komið með athugasemdir um útlit þeirra. Lasseter er þekktastur fyrir að vera einn af stofnendum Pixar en árið 2006 keypti Disney fyrirtækið og Lasseter varð þá listrænn stjórnandi. Lasseter leikstýrði meðal annars Toy Story og Toy Story 2 og þá er hann aðalframleiðandi eða framleiðandi nánast allra mynda sem Pixar and Walt Disney Animation gera. Það þarf því engum að dyljast hversu valdamikill hann var innan fyrirtækisins. Í bréfi sem Lasseter sendi starfsmönnum Pixar í dag segir hann að honum hafi verið bent á að hann hafi látið sumum starfsmönnunum líða óþægilega. Þá hafi sumum ekki fundist sem hann sýndi þeim virðingu. Lasseter segir að slík hegðun hafi aldrei verið ætlun hans. „Þið skiptið mig öllu máli og mig langar að biðja ykkur öll afsökunar ef ég hef brugðist ykkur. Mig langar sérstaklega að biðja þau ykkar afsökunar sem hafa fengið frá mér faðmlag sem þið vilduð ekki eða einhvers konar aðra snertingu sem fór yfir ykkar mörk. Það er alveg sama þó að ég hafi meint vel, allir eiga rétt á að setja sín mörk og að þau séu virt,“ segir Lasseter meðal annars í bréfinu.
MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Charlie Rose rekinn vegna ásakana um kynferðislega áreitni Átta samstarfskonur hafa sakað fréttamann 60 mínútna um kynferðislega áreitni. 21. nóvember 2017 08:45 Trump ver frambjóðanda sem er sakaður um að eltast við unglingsstúlkur „Hann segir að þetta hafi ekki gerst. Þið verðið líka að hlusta á hann.“ sagði Donald Trump um frambjóðanda repúblikana sem er sakaður um kynferðislega áreitni gegn unglingsstúlkum á árum áður. 21. nóvember 2017 21:52 Morrissey tekur til varna fyrir Spacey og Weinstein Breski tónlistarmaðurinn Morrissey segir að skilgreiningar á áreitni og kynferðisofbeldi séu orðnar of víðar. 20. nóvember 2017 12:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Sjá meira
Charlie Rose rekinn vegna ásakana um kynferðislega áreitni Átta samstarfskonur hafa sakað fréttamann 60 mínútna um kynferðislega áreitni. 21. nóvember 2017 08:45
Trump ver frambjóðanda sem er sakaður um að eltast við unglingsstúlkur „Hann segir að þetta hafi ekki gerst. Þið verðið líka að hlusta á hann.“ sagði Donald Trump um frambjóðanda repúblikana sem er sakaður um kynferðislega áreitni gegn unglingsstúlkum á árum áður. 21. nóvember 2017 21:52
Morrissey tekur til varna fyrir Spacey og Weinstein Breski tónlistarmaðurinn Morrissey segir að skilgreiningar á áreitni og kynferðisofbeldi séu orðnar of víðar. 20. nóvember 2017 12:17