Enski boltinn

Þjálfari hjá Liverpool með fyrirlestur á Íslandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Gerrard er einn þjálfara Liverpool.
Steven Gerrard er einn þjálfara Liverpool. Vísir/Getty
Það verður Liverpool stemmning hjá Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands 2. desember næstkomandi þegar KÞÍ heldur aðalfund sinn og fræðsluviðburð á sama tíma.

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands ætlar að sameina fræðsluviðburð (fyrirlestur og sýnikennslu) og aðalfund félagsins en þetta er í fyrsta sinn sem það er gert.  Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Leiðbeinandi fræðsluviðburðarins verður Michael Beale, yngriflokka þjálfari hjá Liverpool akademíunni.

Michael hóf þjálfunarferil sinn hjá Chelsea, þar sem hann hann starfaði í rúm níu ár (2003-2012). Hjá Liverpool hefur hann starfað frá árinu 2012, að undanskildu nokkurra mánaða tímabili er hann starfaði hjá São Paulo í Brasilíu.

Mikael er núverandi þjálfari yngstu leikmanna Liverpool, U6 til U9 ára. Michael ætlar í fyrirlestri sínum að fjalla um leikmannaþróun hjá Liverpool akademíunni og vera með eina verklega sýnikennslu.

Akademían hjá Liverpool hefur verið annáluð fyrir að ala upp góða knattspyrnumenn. Dæmi um leikmenn sem komið hafa úr akademíu félagsins eru. Billy Liddell, Ronnie Moran, Ian Callaghan, Phil Thompson, Robbie Fowler, Steve McManaman, Michael Owen, Jamie Carragher, Steven Gerrard, Jon Flanagan og Raheem Sterling, ásamt mörgum öðrum.

Ráðstefnugjald er FRÍTT fyrir félagsmenn sem greitt hafa árgjald KÞÍ en 3.000 kr. fyrir aðra. Skráning er hafin en hægt er að skrá sig fyrir fimmtudaginn 30. nóvember með því að senda tölvupóst á doribolti@hotmail.com með eftirfarandi upplýsingum: nafn, kennitala, tölvupóstfang og símanúmer.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×