Er þetta raunsæjasti stuðningsmaður ársins? | Mynd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2017 16:00 Stuðningsmaður Cleveland Browns. Vísir/Getty Cleveland Browns tapaði enn einum leiknum í ameríska fótboltanum um helgina og hefur þar með tapað fyrstu tíu leikjum sínum á NFL-tímabilinu. Liðið vann alla fjóra leikina á undirbúningstímabilinu en það hefur lítið gengið upp eftir að alvaran hófst. Cleveland Browns hefur oft verið nærri sigri í vetur og tapaði meðal annars einu sinni í framlengingu. Það tap á móti Tennessee Titans (9-12) var fjórða nauma tap liðsins á leiktíðinni en liðið tapaði einnig með þremur stigum á móti Pittsburgh Steelers (18-21), Indianapolis Colts (28-31) og New York Jets (14-17). Cleveland Browns var bara þremur stigum undir á móti Jacksonville Jaguars á sunnudaginn, 7-10, en skoraði ekki stig í seinni hálfleiknum og tapaði 7-19. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart að það taki á að vera stuðningsmaður Cleveland Browns í dag. Ekki nóg með að gengi liðsins á þessari leiktíð hafi verið slæmt þá vann liðið aðeins 1 af 16 leikjum á síðasta tímabili og hefur tapað yfir 90 prósent leikja sinna undanfarin þrjú tímabil (4 sigrar og 38 töp). Kannski er því eina leiðin fyrir stuðningsfólk Cleveland Browns að komast í gegnum þessa myrku tíma með húmor. Það gerir í það minnsta einn stuðningsmaður Cleveland Browns liðsins sem vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum í Bandaríkjunum á dögunum. Hann lét nefnilega merkja Cleveland Browns búningin sinn á sérstakan hátt. Búningurinn byrjaði reyndar með nafn Kellen Winslow yngri á bakinu en hefur lent í smá niðurskurði eins og sjá má hér fyrir neðan.This is a top 10 jersey edit of all time. Started as a Kellen Winslow Jr. Browns jersey ( by @Hansenberg3) pic.twitter.com/MkRSULAXKh — Darren Rovell (@darrenrovell) October 22, 2017 Þar sem áður stóð Winslow í höfuðstöfum aftan á búningnum stendur nú „WINS O“ eða „0 sigrar" upp á íslensku. Nú er spurning hvort að treyjan haldi út tímabilið? NFL Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Fleiri fréttir Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Sjá meira
Cleveland Browns tapaði enn einum leiknum í ameríska fótboltanum um helgina og hefur þar með tapað fyrstu tíu leikjum sínum á NFL-tímabilinu. Liðið vann alla fjóra leikina á undirbúningstímabilinu en það hefur lítið gengið upp eftir að alvaran hófst. Cleveland Browns hefur oft verið nærri sigri í vetur og tapaði meðal annars einu sinni í framlengingu. Það tap á móti Tennessee Titans (9-12) var fjórða nauma tap liðsins á leiktíðinni en liðið tapaði einnig með þremur stigum á móti Pittsburgh Steelers (18-21), Indianapolis Colts (28-31) og New York Jets (14-17). Cleveland Browns var bara þremur stigum undir á móti Jacksonville Jaguars á sunnudaginn, 7-10, en skoraði ekki stig í seinni hálfleiknum og tapaði 7-19. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart að það taki á að vera stuðningsmaður Cleveland Browns í dag. Ekki nóg með að gengi liðsins á þessari leiktíð hafi verið slæmt þá vann liðið aðeins 1 af 16 leikjum á síðasta tímabili og hefur tapað yfir 90 prósent leikja sinna undanfarin þrjú tímabil (4 sigrar og 38 töp). Kannski er því eina leiðin fyrir stuðningsfólk Cleveland Browns að komast í gegnum þessa myrku tíma með húmor. Það gerir í það minnsta einn stuðningsmaður Cleveland Browns liðsins sem vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum í Bandaríkjunum á dögunum. Hann lét nefnilega merkja Cleveland Browns búningin sinn á sérstakan hátt. Búningurinn byrjaði reyndar með nafn Kellen Winslow yngri á bakinu en hefur lent í smá niðurskurði eins og sjá má hér fyrir neðan.This is a top 10 jersey edit of all time. Started as a Kellen Winslow Jr. Browns jersey ( by @Hansenberg3) pic.twitter.com/MkRSULAXKh — Darren Rovell (@darrenrovell) October 22, 2017 Þar sem áður stóð Winslow í höfuðstöfum aftan á búningnum stendur nú „WINS O“ eða „0 sigrar" upp á íslensku. Nú er spurning hvort að treyjan haldi út tímabilið?
NFL Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Fleiri fréttir Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Sjá meira