Er þetta raunsæjasti stuðningsmaður ársins? | Mynd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2017 16:00 Stuðningsmaður Cleveland Browns. Vísir/Getty Cleveland Browns tapaði enn einum leiknum í ameríska fótboltanum um helgina og hefur þar með tapað fyrstu tíu leikjum sínum á NFL-tímabilinu. Liðið vann alla fjóra leikina á undirbúningstímabilinu en það hefur lítið gengið upp eftir að alvaran hófst. Cleveland Browns hefur oft verið nærri sigri í vetur og tapaði meðal annars einu sinni í framlengingu. Það tap á móti Tennessee Titans (9-12) var fjórða nauma tap liðsins á leiktíðinni en liðið tapaði einnig með þremur stigum á móti Pittsburgh Steelers (18-21), Indianapolis Colts (28-31) og New York Jets (14-17). Cleveland Browns var bara þremur stigum undir á móti Jacksonville Jaguars á sunnudaginn, 7-10, en skoraði ekki stig í seinni hálfleiknum og tapaði 7-19. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart að það taki á að vera stuðningsmaður Cleveland Browns í dag. Ekki nóg með að gengi liðsins á þessari leiktíð hafi verið slæmt þá vann liðið aðeins 1 af 16 leikjum á síðasta tímabili og hefur tapað yfir 90 prósent leikja sinna undanfarin þrjú tímabil (4 sigrar og 38 töp). Kannski er því eina leiðin fyrir stuðningsfólk Cleveland Browns að komast í gegnum þessa myrku tíma með húmor. Það gerir í það minnsta einn stuðningsmaður Cleveland Browns liðsins sem vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum í Bandaríkjunum á dögunum. Hann lét nefnilega merkja Cleveland Browns búningin sinn á sérstakan hátt. Búningurinn byrjaði reyndar með nafn Kellen Winslow yngri á bakinu en hefur lent í smá niðurskurði eins og sjá má hér fyrir neðan.This is a top 10 jersey edit of all time. Started as a Kellen Winslow Jr. Browns jersey ( by @Hansenberg3) pic.twitter.com/MkRSULAXKh — Darren Rovell (@darrenrovell) October 22, 2017 Þar sem áður stóð Winslow í höfuðstöfum aftan á búningnum stendur nú „WINS O“ eða „0 sigrar" upp á íslensku. Nú er spurning hvort að treyjan haldi út tímabilið? NFL Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Sjá meira
Cleveland Browns tapaði enn einum leiknum í ameríska fótboltanum um helgina og hefur þar með tapað fyrstu tíu leikjum sínum á NFL-tímabilinu. Liðið vann alla fjóra leikina á undirbúningstímabilinu en það hefur lítið gengið upp eftir að alvaran hófst. Cleveland Browns hefur oft verið nærri sigri í vetur og tapaði meðal annars einu sinni í framlengingu. Það tap á móti Tennessee Titans (9-12) var fjórða nauma tap liðsins á leiktíðinni en liðið tapaði einnig með þremur stigum á móti Pittsburgh Steelers (18-21), Indianapolis Colts (28-31) og New York Jets (14-17). Cleveland Browns var bara þremur stigum undir á móti Jacksonville Jaguars á sunnudaginn, 7-10, en skoraði ekki stig í seinni hálfleiknum og tapaði 7-19. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart að það taki á að vera stuðningsmaður Cleveland Browns í dag. Ekki nóg með að gengi liðsins á þessari leiktíð hafi verið slæmt þá vann liðið aðeins 1 af 16 leikjum á síðasta tímabili og hefur tapað yfir 90 prósent leikja sinna undanfarin þrjú tímabil (4 sigrar og 38 töp). Kannski er því eina leiðin fyrir stuðningsfólk Cleveland Browns að komast í gegnum þessa myrku tíma með húmor. Það gerir í það minnsta einn stuðningsmaður Cleveland Browns liðsins sem vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum í Bandaríkjunum á dögunum. Hann lét nefnilega merkja Cleveland Browns búningin sinn á sérstakan hátt. Búningurinn byrjaði reyndar með nafn Kellen Winslow yngri á bakinu en hefur lent í smá niðurskurði eins og sjá má hér fyrir neðan.This is a top 10 jersey edit of all time. Started as a Kellen Winslow Jr. Browns jersey ( by @Hansenberg3) pic.twitter.com/MkRSULAXKh — Darren Rovell (@darrenrovell) October 22, 2017 Þar sem áður stóð Winslow í höfuðstöfum aftan á búningnum stendur nú „WINS O“ eða „0 sigrar" upp á íslensku. Nú er spurning hvort að treyjan haldi út tímabilið?
NFL Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Sjá meira