Versta frumraunin í aldarfjórðung entist bara fram í hálfleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2017 22:30 Nathan Peterman, til hægri, var langt frá því að vera tilbúinn fyrir stóra sviðið. Vísir/Getty Erfiðasta staðan í ameríska fótboltanum er staða leikstjórnanda. Það er því stórfrétt í bandarískum fjölmiðlum þegar þjálfari NFL-liðs ákveður að skipta um mann í mikilvægustu stöðu leiksins. NFL-liðið Buffalo Bills ákvað að gera breytingu fyrir leik helgarinnar og kom sú breyting mörgum á óvart. Það sem gerðist í leiknum sjálfur var þó eitthvað sem fáir gátu séð fyrir. Þjálfarar liðsins voru greinilega sannfærðir um að það væri rétt að setja Tyrod Taylor á bekkinn en hann hefur verið aðalleikstjórnandi í Buffalo frá árinu 2015. Þjálfarateymið vildi frekar gefa nýliðanum Nathan Peterman tækifæri til að stýra liðinu en það kom fljótt í ljós að sá maður var ekki alveg klár í slíkt verkefni. Nathan Peterman var vissulega að taka risastórt skref þegar hann var í fyrsta sinn í byrjunarliði í NFL-leik. Sú frumraun breyttist fljótt í martröð enda tók við versta byrjun leikstjórnanda í NFL-deildinni í 26 ár. Í fyrstu sókninni kastaði hann beint á mótherjana sem hlupu upp völlinn og skoruðu. Framhaldið var ekki mikið betra. Þegar var komið fram í hálfleik þá var Nathan Peterman búinn að kasta boltanum fimm sinnum frá sér eða tvisvar sinnum oftar en Tyrod Taylor hafði gert allt tímabilið. Það var ekkert annað í stöðunni að kalla aftur á Tyrod Taylor og setja Nathan Peterman á bekkinn. Nathan Peterman fékk sinn skerf af slæmum samanburðum á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan. Í einum hálfleik var hann búinn að kasta boltanum oftar frá sér en lið Dallas Cowboys, New England Patriots og Los Angeles Rams allt tímabilið. Hér fyrir neðan má sjá fleiri staðreyndir um þessa hryllilegu frumraun.Nathan Peterman's 5 interceptions are already tied for the most by any player in his first career start since 1991 (Keith Null, 5 INT in 2009 for Rams) — NFL Research (@NFLResearch) November 19, 2017After 5 interceptions in the first half, Nathan Peterman goes to the bench. The #Bills have Tyrod Taylor in at QB. — Ian Rapoport (@RapSheet) November 19, 2017Nathan Peterman threw five picks on his first 14 passes: https://t.co/1ukbooZk8ypic.twitter.com/fySBDBZa3l — Deadspin (@Deadspin) November 19, 2017Nathan Peterman threw more interceptions in the first half than the Cowboys, Patriots and Rams have thrown all season. pic.twitter.com/j93vajF64H — ESPN (@espn) November 19, 2017Nathan Peterman threw a pick-6 on his first drive as the Bills starting QB Tyrod Taylor did not throw a pick-6 in 38 starts for the Bills from 2015-2017 — NFL Research (@NFLResearch) November 19, 2017 NFL Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Sjá meira
Erfiðasta staðan í ameríska fótboltanum er staða leikstjórnanda. Það er því stórfrétt í bandarískum fjölmiðlum þegar þjálfari NFL-liðs ákveður að skipta um mann í mikilvægustu stöðu leiksins. NFL-liðið Buffalo Bills ákvað að gera breytingu fyrir leik helgarinnar og kom sú breyting mörgum á óvart. Það sem gerðist í leiknum sjálfur var þó eitthvað sem fáir gátu séð fyrir. Þjálfarar liðsins voru greinilega sannfærðir um að það væri rétt að setja Tyrod Taylor á bekkinn en hann hefur verið aðalleikstjórnandi í Buffalo frá árinu 2015. Þjálfarateymið vildi frekar gefa nýliðanum Nathan Peterman tækifæri til að stýra liðinu en það kom fljótt í ljós að sá maður var ekki alveg klár í slíkt verkefni. Nathan Peterman var vissulega að taka risastórt skref þegar hann var í fyrsta sinn í byrjunarliði í NFL-leik. Sú frumraun breyttist fljótt í martröð enda tók við versta byrjun leikstjórnanda í NFL-deildinni í 26 ár. Í fyrstu sókninni kastaði hann beint á mótherjana sem hlupu upp völlinn og skoruðu. Framhaldið var ekki mikið betra. Þegar var komið fram í hálfleik þá var Nathan Peterman búinn að kasta boltanum fimm sinnum frá sér eða tvisvar sinnum oftar en Tyrod Taylor hafði gert allt tímabilið. Það var ekkert annað í stöðunni að kalla aftur á Tyrod Taylor og setja Nathan Peterman á bekkinn. Nathan Peterman fékk sinn skerf af slæmum samanburðum á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan. Í einum hálfleik var hann búinn að kasta boltanum oftar frá sér en lið Dallas Cowboys, New England Patriots og Los Angeles Rams allt tímabilið. Hér fyrir neðan má sjá fleiri staðreyndir um þessa hryllilegu frumraun.Nathan Peterman's 5 interceptions are already tied for the most by any player in his first career start since 1991 (Keith Null, 5 INT in 2009 for Rams) — NFL Research (@NFLResearch) November 19, 2017After 5 interceptions in the first half, Nathan Peterman goes to the bench. The #Bills have Tyrod Taylor in at QB. — Ian Rapoport (@RapSheet) November 19, 2017Nathan Peterman threw five picks on his first 14 passes: https://t.co/1ukbooZk8ypic.twitter.com/fySBDBZa3l — Deadspin (@Deadspin) November 19, 2017Nathan Peterman threw more interceptions in the first half than the Cowboys, Patriots and Rams have thrown all season. pic.twitter.com/j93vajF64H — ESPN (@espn) November 19, 2017Nathan Peterman threw a pick-6 on his first drive as the Bills starting QB Tyrod Taylor did not throw a pick-6 in 38 starts for the Bills from 2015-2017 — NFL Research (@NFLResearch) November 19, 2017
NFL Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Sjá meira