Sleit hásin um leið og hann tryggði sínu liði sigurinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2017 11:00 D'Onta Foreman. Vísir/Getty D'Onta Foreman átti mjög góðan leik í NFL-deildinni í gær þegar lið hans Houston Texans vann sigur á Arizona Cardinals 31-21. D'Onta Foreman er nýliði og var að eiga sinn besta leik á tímabilinu en það er ljóst að leikirnir verða ekki fleiri hjá honum á þessu tímabili. Foreman hleypur ekki aftur inn á völlinn í NFL fyrr en í fyrsta lagi haustið 2018. Ástæðan er að hann meiddist illa um leið og hann gulltryggði Texans liðinu sigurinn í leiknum í gær. Foreman skoraði þá snertimark eftir flott 34 jarda hlaup en virtist slíta hásin rétt áður en hann komst inn í endamarkið. Það er varla hægt að ímynda sér hvernig honum leið á þeirri stundu og hvað þá þegar alvarleiki meiðslanna kom í ljós.WATCH: D'Onta Foreman tore his Achilles while scoring TD, out for season READ: https://t.co/lnO2d6dfSY#Texanspic.twitter.com/2xDHXqDQa3 — The Texans Wire (@TheTexansWire) November 19, 2017 John McClain, blaðamaður Houston Chronicle, sagði fyrst frá því að D'Onta Foreman væri með slitna hásin. Foreman talaði sjálfur um að þetta var verið súrsætur dagur en hér fyrir neðan má sjá þetta atvik.#Texans Foreman for a 34-yard touchdown pic.twitter.com/3XR1ZAsD17 — Dov Kleiman (@NFL_DovKleiman) November 19, 2017 D'Onta Foreman var á þessari stundu búinn að hlaupa 65 jarda með boltann og skora tvö snertimörk. Hann hafði hlaupið samtals 262 jarda í fyrstu níu leikjunum. Þetta var því hans langbesti leikur á leiktíðinni. Stuðningsmenn Houston Texans hljóta að halda að einhver sé á móti þeim því fyrr í vetur missti liðið einnig annan frábæran nýliða í alvarleg meiðsli en það var leikstjórnandann Deshaun Watson. Hann sleit krossband á æfingu þegar spekingar voru farnir að tala um hann sem einn besta leikstjórnanda NFL-deildarinnar..@D33_foreman will NOT be stopped. It's a @houstontexans TOUCHDOWN! #Texanspic.twitter.com/YLt3bxtoTO — NFL (@NFL) November 19, 2017TOUCHDOWN #TEXANS!!!!!!! pic.twitter.com/RddHJCc0AB— Houston Texans (@HoustonTexans) November 19, 2017 NFL Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Sjá meira
D'Onta Foreman átti mjög góðan leik í NFL-deildinni í gær þegar lið hans Houston Texans vann sigur á Arizona Cardinals 31-21. D'Onta Foreman er nýliði og var að eiga sinn besta leik á tímabilinu en það er ljóst að leikirnir verða ekki fleiri hjá honum á þessu tímabili. Foreman hleypur ekki aftur inn á völlinn í NFL fyrr en í fyrsta lagi haustið 2018. Ástæðan er að hann meiddist illa um leið og hann gulltryggði Texans liðinu sigurinn í leiknum í gær. Foreman skoraði þá snertimark eftir flott 34 jarda hlaup en virtist slíta hásin rétt áður en hann komst inn í endamarkið. Það er varla hægt að ímynda sér hvernig honum leið á þeirri stundu og hvað þá þegar alvarleiki meiðslanna kom í ljós.WATCH: D'Onta Foreman tore his Achilles while scoring TD, out for season READ: https://t.co/lnO2d6dfSY#Texanspic.twitter.com/2xDHXqDQa3 — The Texans Wire (@TheTexansWire) November 19, 2017 John McClain, blaðamaður Houston Chronicle, sagði fyrst frá því að D'Onta Foreman væri með slitna hásin. Foreman talaði sjálfur um að þetta var verið súrsætur dagur en hér fyrir neðan má sjá þetta atvik.#Texans Foreman for a 34-yard touchdown pic.twitter.com/3XR1ZAsD17 — Dov Kleiman (@NFL_DovKleiman) November 19, 2017 D'Onta Foreman var á þessari stundu búinn að hlaupa 65 jarda með boltann og skora tvö snertimörk. Hann hafði hlaupið samtals 262 jarda í fyrstu níu leikjunum. Þetta var því hans langbesti leikur á leiktíðinni. Stuðningsmenn Houston Texans hljóta að halda að einhver sé á móti þeim því fyrr í vetur missti liðið einnig annan frábæran nýliða í alvarleg meiðsli en það var leikstjórnandann Deshaun Watson. Hann sleit krossband á æfingu þegar spekingar voru farnir að tala um hann sem einn besta leikstjórnanda NFL-deildarinnar..@D33_foreman will NOT be stopped. It's a @houstontexans TOUCHDOWN! #Texanspic.twitter.com/YLt3bxtoTO — NFL (@NFL) November 19, 2017TOUCHDOWN #TEXANS!!!!!!! pic.twitter.com/RddHJCc0AB— Houston Texans (@HoustonTexans) November 19, 2017
NFL Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Sjá meira