Hættir í Transparent eftir ásakanir um áreitni Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. nóvember 2017 07:59 Jeffrey Tambor sést hér á Clio-verðlaunahátíðinni í upphafi mánaðarins. Vísir/Getty Emmyverðlaunahafinn Jeffrey Tambor mun ekki leika í næstu þáttaröð Transparent í kjölfar tveggja ásakana um kynferðislega áreitni á tökustað. Leikarinn þvertekur fyrir ásakanirnar. „Að hafa fengið að leika Maura Pfefferman í Transparent hafa verið einhver stærstu forréttindi og mesta listræna upplifun lífs míns,“ segir Tambor í samtali við Deadline sem greindi fyrst frá málinu í gær. „Á síðustu vikum hefur þó komið í ljós að þetta er ekki lengur starfið sem ég tók að mér fyrir fjórum árum síðan.“ Fyrstu fregnir af áreitnini birtust í miðlum vestanhafs í síðustu viku. Í grein Deadline er miklu púðri varið í orðróma þess efnis að til hafi staðið að skrifa persónu Tambor, transkonuna Mauru, út úr þáttunum áður en ásakanirnar komu fram. Þá er ýjað að því að brotthvarf Tambor geti orðið til þess að ráðist verði í gerð fimmtu þáttaraðar Transparent - sem ekki hafi staðið til áður. Aðstandendur þáttanna hafa ekki tjáð sig um málið. Eitt líkamlegt atvik Tambor er gefið að sök að hafa ítrekað klæmst við samstarfsmenn sína og látið ótal kynferðisleg ummæli falla á tökustað. Þá á eitt tilfelli, í garð leikkonunnar Trace Lysette, að hafa verið „líkamlegt,“ án þess að það sé útskýrt nánar. „Ég veit að ég er ekki auðveldasti maðurinn til að vinna með. Ég get stundum verið viðkvæmur, ég á til að snöggreiðast og alltof oft hreyti ég einhverju út úr mér. En ég hef aldrei verið níðingur - nokkurn tímann,“ segir Tambor í samtali við Deadline. Handritshöfundur Transparent hefur hrósað þolendunum fyrir hugrekki sitt. „Við megum ekki láta trans-efni líða fyrir gjörðir eins cis-karlmanns,“ er haft eftir Our Lady J. Gert er ráð fyrir því að næsta þáttaröð Transparent verði sýnd á streymisveitu Amazon á næsta ári. Transparent-þættirnir hafa jafnframt verið sýndir á Stöð 2 undanfarin ár. MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Sjá meira
Emmyverðlaunahafinn Jeffrey Tambor mun ekki leika í næstu þáttaröð Transparent í kjölfar tveggja ásakana um kynferðislega áreitni á tökustað. Leikarinn þvertekur fyrir ásakanirnar. „Að hafa fengið að leika Maura Pfefferman í Transparent hafa verið einhver stærstu forréttindi og mesta listræna upplifun lífs míns,“ segir Tambor í samtali við Deadline sem greindi fyrst frá málinu í gær. „Á síðustu vikum hefur þó komið í ljós að þetta er ekki lengur starfið sem ég tók að mér fyrir fjórum árum síðan.“ Fyrstu fregnir af áreitnini birtust í miðlum vestanhafs í síðustu viku. Í grein Deadline er miklu púðri varið í orðróma þess efnis að til hafi staðið að skrifa persónu Tambor, transkonuna Mauru, út úr þáttunum áður en ásakanirnar komu fram. Þá er ýjað að því að brotthvarf Tambor geti orðið til þess að ráðist verði í gerð fimmtu þáttaraðar Transparent - sem ekki hafi staðið til áður. Aðstandendur þáttanna hafa ekki tjáð sig um málið. Eitt líkamlegt atvik Tambor er gefið að sök að hafa ítrekað klæmst við samstarfsmenn sína og látið ótal kynferðisleg ummæli falla á tökustað. Þá á eitt tilfelli, í garð leikkonunnar Trace Lysette, að hafa verið „líkamlegt,“ án þess að það sé útskýrt nánar. „Ég veit að ég er ekki auðveldasti maðurinn til að vinna með. Ég get stundum verið viðkvæmur, ég á til að snöggreiðast og alltof oft hreyti ég einhverju út úr mér. En ég hef aldrei verið níðingur - nokkurn tímann,“ segir Tambor í samtali við Deadline. Handritshöfundur Transparent hefur hrósað þolendunum fyrir hugrekki sitt. „Við megum ekki láta trans-efni líða fyrir gjörðir eins cis-karlmanns,“ er haft eftir Our Lady J. Gert er ráð fyrir því að næsta þáttaröð Transparent verði sýnd á streymisveitu Amazon á næsta ári. Transparent-þættirnir hafa jafnframt verið sýndir á Stöð 2 undanfarin ár.
MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent