Fótbolti

Björn Bergmann í úrvalsliði

Björn Bergmann var þriðji markahæsti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar.
Björn Bergmann var þriðji markahæsti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar. vísir/ernir
Björn Bergmann Sigurðarson er í úrvalsliði norsku úrvalsdeildarinnar að mati norska miðilsins Verdens Gang.

Skagamaðurinn skoraði 16 mörk í deildinni en lið hans, Molde, hafnaði í öðru sæti deildarinnar. Hann var sá þriðji markahæsti, en aðeins Nicklas Bendtner og Ohi Omoiuanfo skoruðu fleiri mörk en Björn.

Björn Bergmann var sex sinnum í liði umferðarinnar og var með 5,8 í meðaleinkunn. Af öllum leikmönnum deildarinnar var Samuel Adegbenro, leikmaður meistaraliðs Rosenborg, sá eini sem var með hærri meðaleinkunn en Björn, 6,04.

Árið 2011 var Björn Bergmann einnig í úrvalsliðinu, en þá skoraði hann aðeins 5 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×