Flaug til Íslands til að sjá leikmann sem spilaði svo í níu mínútur Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. desember 2017 19:15 Færst hefur í aukana að efnilegir íslenskir fótboltamenn taki skrefið til Bandaríkjanna og spili þar í háskólaboltanum á styrk sem getur verið að andvirði 30 milljóna króna. Flestir leikmenn fara nú út í gegnum fyrirtækið Soccer and Education USA sem fótboltaparið Jóna Kristín Hauksdóttir og Brynjar Benediktsson eiga og reka. Það er ekkert nýtt að íslenskt fótboltafólk fari í bandaríska háskóla en með tilkomu Jónu og Brynjars hefur þeim fjölgað. Justin Maulin, þjálfari UNC Greensboro í Karólínuríki var hér á landi í vikunni að leita að næstu stjörnum skólans. „Ég er að leita að fótboltamönnum. Háskólinn okkar hefur lengi notið krafta frábærra íslenskra leikmanna,“ segir Suður-Afríkumaðurinn Maulin sem hefur þjálfað í Bandaríkjunum í rúma tvo áratugi. UNC Greensboro hefur lengi verið með Íslendinga í sínum röðum, allt frá Hilmari Björnssyni og Sigurði Ragnari Eyjólfssyni til Jökuls Elísabetarsonar og Tómasar Óla Garðarssonar. „Ég kann virkilega að meta íslensku leikmennina því þeir eru sterkir karkaterar. Það er mikilvægt. Það er eitt að finna góða fótboltamenn, þeir þurfa líka að vera góðir námsmenn en svo þurfa þeir líka að passa inn í bandaríska mótið og vera góðir karakterar,“ segir Maulin. Það er stór ákvörðun fyrir unga íslenska leikmenn að fara til Bandaríkjanna því þá setja þeir ferla sína hér heima í biðstöðu og svo gott sem gleyma draumum sínum um atvinnumennsku. „Það er stærsta áskorunin, sérstaklega þegar við erum að ræða við þessa íslensku leikmenn. Ég talaði við einn í gærkvöldi sem vildi ekki koma til mín heldur vera áfram hér á Íslandi og reyna að komast í atvinnumennsku. Staðreyndin er sú að það eru ekki svo margir sem komast þangað þannig það er undir okkur komið að sannfæra þessa stráka um að koma til Bandaríkjanna þar sem þú færð gæða háskólagráðu á fjórum árum en getur samt komið til baka og spilað á Íslandi kannski 23-24 ára gamall,“ segir Maulin. Hann áttar sig á því að hann er ekki sá vinsælasti hjá öllum íslenskum þjálfurum er hann fylgist með þeim úr stúkunni tilbúinn að bjóða þeim fullan skólastyrk sem er að andvirði 30 milljóna króna. „Sumir þjálfarar verða ánægðir fyrir hönd leikmannanna en aðrir vilja ekki missa sína bestu menn. Það er frekar eigingjarnt, að mér finnst. Ég flaug til dæmis hingað til að sjá einn leikmann sem spilaði svo níu mínútur. Hann skoraði vissulega á þeim tíma en það er erfitt að sjá hvað hann getur gert á níu mínútum,“ segir Justin Maulin. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Sjá meira
Færst hefur í aukana að efnilegir íslenskir fótboltamenn taki skrefið til Bandaríkjanna og spili þar í háskólaboltanum á styrk sem getur verið að andvirði 30 milljóna króna. Flestir leikmenn fara nú út í gegnum fyrirtækið Soccer and Education USA sem fótboltaparið Jóna Kristín Hauksdóttir og Brynjar Benediktsson eiga og reka. Það er ekkert nýtt að íslenskt fótboltafólk fari í bandaríska háskóla en með tilkomu Jónu og Brynjars hefur þeim fjölgað. Justin Maulin, þjálfari UNC Greensboro í Karólínuríki var hér á landi í vikunni að leita að næstu stjörnum skólans. „Ég er að leita að fótboltamönnum. Háskólinn okkar hefur lengi notið krafta frábærra íslenskra leikmanna,“ segir Suður-Afríkumaðurinn Maulin sem hefur þjálfað í Bandaríkjunum í rúma tvo áratugi. UNC Greensboro hefur lengi verið með Íslendinga í sínum röðum, allt frá Hilmari Björnssyni og Sigurði Ragnari Eyjólfssyni til Jökuls Elísabetarsonar og Tómasar Óla Garðarssonar. „Ég kann virkilega að meta íslensku leikmennina því þeir eru sterkir karkaterar. Það er mikilvægt. Það er eitt að finna góða fótboltamenn, þeir þurfa líka að vera góðir námsmenn en svo þurfa þeir líka að passa inn í bandaríska mótið og vera góðir karakterar,“ segir Maulin. Það er stór ákvörðun fyrir unga íslenska leikmenn að fara til Bandaríkjanna því þá setja þeir ferla sína hér heima í biðstöðu og svo gott sem gleyma draumum sínum um atvinnumennsku. „Það er stærsta áskorunin, sérstaklega þegar við erum að ræða við þessa íslensku leikmenn. Ég talaði við einn í gærkvöldi sem vildi ekki koma til mín heldur vera áfram hér á Íslandi og reyna að komast í atvinnumennsku. Staðreyndin er sú að það eru ekki svo margir sem komast þangað þannig það er undir okkur komið að sannfæra þessa stráka um að koma til Bandaríkjanna þar sem þú færð gæða háskólagráðu á fjórum árum en getur samt komið til baka og spilað á Íslandi kannski 23-24 ára gamall,“ segir Maulin. Hann áttar sig á því að hann er ekki sá vinsælasti hjá öllum íslenskum þjálfurum er hann fylgist með þeim úr stúkunni tilbúinn að bjóða þeim fullan skólastyrk sem er að andvirði 30 milljóna króna. „Sumir þjálfarar verða ánægðir fyrir hönd leikmannanna en aðrir vilja ekki missa sína bestu menn. Það er frekar eigingjarnt, að mér finnst. Ég flaug til dæmis hingað til að sjá einn leikmann sem spilaði svo níu mínútur. Hann skoraði vissulega á þeim tíma en það er erfitt að sjá hvað hann getur gert á níu mínútum,“ segir Justin Maulin. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Sjá meira