Skóli fyrir alla Sara Dögg Svanhildarddóttir skrifar 8. desember 2017 11:50 Menntun fyrir alla eða skóli án aðgreiningar er eitt af stóru viðfangsefnum þeirra sem starfa við menntakerfið okkar þessi misserin. Sameiginlegur skilningur á viðfangsefninu er eitt af því sem þarf að nást niðurstaða um og síðan í framhaldi að vinna að úrbótum í samræmi við niðurstöðu úttektar á stöðu íslenska menntakerfisins gagnvart stefnunni um skóla án aðgreiningar eða menntun fyrir alla. Börn og ungmenni með þroskafrávik er einn hópur sem þarf að taka mið af þegar unnið er að menntun fyrir alla eða skóla án aðgreiningar. Til þess að mæta þeim börnum hafa sérskólar og sérdeildir ýmiss konar verið hluti af skólaþjónustunni. Ýmist er slegið í eða úr um ágæti tilvistar slíkrar þjónustu. En víst er að á meðan almenna skólakerfið nær ekki betur utan um verkefnið að veita öllum menntun við hæfi þá er nauðsyn annarra leiða afar mikilvæg og dýrmæt hverjum þeim nemanda og fjölskyldum þeirra sem slíka þjónustu fá. Við viljum öll gera betur og almennt vitum við að hópur barna og ungmenna er ekki að fá þá þjónustu sem skyldi. Því skiptir ekki bara máli að grípa þau tækifæri sem skapast í samfélaginu til að gera betur fyrir börn og ungmenni heldur skapast af því samfélagslegur ávinningur fyrir alla sem koma að þeim börnum og ungmennum, fyrir foreldra, fyrir börnin sjálf, og fyrir samfélagið allt. Hópur fagfólks og foreldrar fatlaðra barna hefur tekið sig saman og sett á laggirnar sérskóla fyrir börn og ungmenni á grunnskólaaldri með þroskafrávik sem hlotið hefur nafnið Arnarskóli. Hugmyndafræðin byggir á því að mæta barni og fjölskyldu með heildstæða þjónustu þar sem þarfir barnsins eru í forgrunni í gegnum allt starf skólans. Starfið byggir á atferlisíhlutun þar sem unnið er einstaklingslega með hverju barni. Skóladagur og frístund fléttast saman og þarfir barnsins stýra því hvernig vinnudagur barnsins raðast frá degi til dags. Börn með þroskafrávik hafa ólíkar þarfir eins og önnur börn en eru þó að öllu jöfnu viðkvæmari fyrir þáttum eins og svefnröskunum, álagi heima fyrir og almennt allri breytingu á daglegri rútínu. Því brennum við í Arnarskóla fyrir því að geta boðið upp á val um skóla. Skóla sem mætir þessum börnum sérstaklega með nýju stefi þar sem allir virkir dagar ársins eru undir í skóladagatali sem og einstaklingsáætlun hvers barns. Allt skipulag er unnið út frá óskum og þörfum nemandans og aðstandendum hans. Sérstaða Arnarskóla er mikil ekki bara faglega heldur ekki síður rekstrarlega. Þar sem Arnarskóli er sérskóli gefur það augaleið að börnin sem sækja skólann eru að koma frá mörgum sveitarfélögum. Því er það ekki skuldbinding neins eins sveitarfélags að tryggja nemendafjölda frá sínu sveitarfélagi né fjármagn, nema þá með þeim börnum sem frá þeim koma. En það er hins vegar á hendi sveitarfélags að veita skóla eins og Arnarskóla starfsleyfi. Arnarskóli býður sveitarfélögum tækifæri til þess að bjóða foreldrum barna með þroskafrávik að hafa raunverulegt val um skólagöngu barnsins síns. Arnarskóli er nýtt stef í menntasögunni og skilar ávinningi fyrir alla sem hann velja og eða styðja. Því hvetjum við sem störfum við Arnarskóla allt fólk í forsvari menntamála allra sveitarfélaga að kynna sér starfsemina og hugsa til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Sjá meira
Menntun fyrir alla eða skóli án aðgreiningar er eitt af stóru viðfangsefnum þeirra sem starfa við menntakerfið okkar þessi misserin. Sameiginlegur skilningur á viðfangsefninu er eitt af því sem þarf að nást niðurstaða um og síðan í framhaldi að vinna að úrbótum í samræmi við niðurstöðu úttektar á stöðu íslenska menntakerfisins gagnvart stefnunni um skóla án aðgreiningar eða menntun fyrir alla. Börn og ungmenni með þroskafrávik er einn hópur sem þarf að taka mið af þegar unnið er að menntun fyrir alla eða skóla án aðgreiningar. Til þess að mæta þeim börnum hafa sérskólar og sérdeildir ýmiss konar verið hluti af skólaþjónustunni. Ýmist er slegið í eða úr um ágæti tilvistar slíkrar þjónustu. En víst er að á meðan almenna skólakerfið nær ekki betur utan um verkefnið að veita öllum menntun við hæfi þá er nauðsyn annarra leiða afar mikilvæg og dýrmæt hverjum þeim nemanda og fjölskyldum þeirra sem slíka þjónustu fá. Við viljum öll gera betur og almennt vitum við að hópur barna og ungmenna er ekki að fá þá þjónustu sem skyldi. Því skiptir ekki bara máli að grípa þau tækifæri sem skapast í samfélaginu til að gera betur fyrir börn og ungmenni heldur skapast af því samfélagslegur ávinningur fyrir alla sem koma að þeim börnum og ungmennum, fyrir foreldra, fyrir börnin sjálf, og fyrir samfélagið allt. Hópur fagfólks og foreldrar fatlaðra barna hefur tekið sig saman og sett á laggirnar sérskóla fyrir börn og ungmenni á grunnskólaaldri með þroskafrávik sem hlotið hefur nafnið Arnarskóli. Hugmyndafræðin byggir á því að mæta barni og fjölskyldu með heildstæða þjónustu þar sem þarfir barnsins eru í forgrunni í gegnum allt starf skólans. Starfið byggir á atferlisíhlutun þar sem unnið er einstaklingslega með hverju barni. Skóladagur og frístund fléttast saman og þarfir barnsins stýra því hvernig vinnudagur barnsins raðast frá degi til dags. Börn með þroskafrávik hafa ólíkar þarfir eins og önnur börn en eru þó að öllu jöfnu viðkvæmari fyrir þáttum eins og svefnröskunum, álagi heima fyrir og almennt allri breytingu á daglegri rútínu. Því brennum við í Arnarskóla fyrir því að geta boðið upp á val um skóla. Skóla sem mætir þessum börnum sérstaklega með nýju stefi þar sem allir virkir dagar ársins eru undir í skóladagatali sem og einstaklingsáætlun hvers barns. Allt skipulag er unnið út frá óskum og þörfum nemandans og aðstandendum hans. Sérstaða Arnarskóla er mikil ekki bara faglega heldur ekki síður rekstrarlega. Þar sem Arnarskóli er sérskóli gefur það augaleið að börnin sem sækja skólann eru að koma frá mörgum sveitarfélögum. Því er það ekki skuldbinding neins eins sveitarfélags að tryggja nemendafjölda frá sínu sveitarfélagi né fjármagn, nema þá með þeim börnum sem frá þeim koma. En það er hins vegar á hendi sveitarfélags að veita skóla eins og Arnarskóla starfsleyfi. Arnarskóli býður sveitarfélögum tækifæri til þess að bjóða foreldrum barna með þroskafrávik að hafa raunverulegt val um skólagöngu barnsins síns. Arnarskóli er nýtt stef í menntasögunni og skilar ávinningi fyrir alla sem hann velja og eða styðja. Því hvetjum við sem störfum við Arnarskóla allt fólk í forsvari menntamála allra sveitarfélaga að kynna sér starfsemina og hugsa til framtíðar.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar