Arnór: Verð að sýna mitt rétta andlit til að fá að vera hluti af íslenska landsliðshópnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. desember 2017 07:00 Arnór Ingvi Traustason skrifaði í gær undir fjögurra ára samning við Malmö. Sænsku meistararnir keyptu hann frá Rapid Vín sem hann gekk til liðs við í fyrra. Arnór Ingvi fékk fá tækifæri hjá austurríska liðinu og fór því á láni til AEK í Aþenu. Þau vistaskipti báru ekki tilætlaðan árangur því landsliðsmaðurinn fékk enn minna að spila í Grikklandi. Hann ákvað því að færa sig aftur um set. „Það er mjög mikill léttir að vera kominn hingað. Þegar ég heyrði að Malmö hefði áhuga á mér var þetta engin spurning,“ sagði Arnór Ingvi í samtali við íþróttadeild. Heimsmeistaramótið í Rússlandi hefst eftir hálft ár og Arnór Ingvi segir að sú ákvörðun að skipta um lið hafi verið tekin með HM í huga. „Ég verð að fá mínar mínútur og sýna mitt rétta andlit til að fá að vera hluti af íslenska landsliðshópnum. Maður þarf að spila fótboltaleiki til að komast með,“ sagði Arnór Ingvi sem hefur skorað fimm mörk í 15 landsleikjum. Eins og áður sagði hefur Arnór Ingvi lítið fengið að spila á undanförnum mánuðum. Hann segir að þessi takmarkaði spiltími hafi haft áhrif á sjálfstraustið.Möt MFF:s nyförvärv Arnór Ingvi Traustason (@NoriTrausta). pic.twitter.com/994BujhuNk — Malmö FF (@Malmo_FF) December 7, 2017 „Algjörlega, sjálfstraustið fór mjög langt niður. En maður má ekki bara hugsa um það. Maður þarf að vita hvað maður getur og hafa trú á sjálfum sér,“ sagði Arnór Ingvi sem horfir einbeittur fram á veginn. „Ég er kominn hingað og það skiptir máli. Hitt skiptir engu máli. Núna horfi ég bara fram á veginn og hlakka til að byrja í janúar.“ Arnór þekkir sænsku úrvalsdeildina vel en hann lék við góðan orðstír með Norrköping í tvö ár. Seinna tímabil hans hjá Norrköping varð liðið sænskur meistari í fyrsta sinn í 26 ár. Arnór Ingvi varð stoðsendingakóngur sænsku deildarinnar það tímabil og skoraði markið sem gulltryggði Norrköping titilinn.MFF och Arnór Ingvi Traustason har kommit överens om ett kontrakt som sträcker sig till och med 2021. Läs mer om övergången: https://t.co/XHsU2kRfajpic.twitter.com/9cZzRdhco4 — Malmö FF (@Malmo_FF) December 7, 2017 Síðustu tvö ár hefur Malmö unnið sænska meistaratitilinn og Arnór Ingvi kemur því inn í mjög öflugt lið. „Fyrir mér er þetta eitt stærsta, ef ekki stærsta, lið Skandinavíu. Þetta er risastórt félag. Ég hef margoft spilað á móti því, og það hefur alltaf verið erfitt, en nú er ég hluti af því,“ sagði Arnór Ingvi. Hann lítur ekki svo á að hann sé að taka skref aftur á bak með því að fara frá AEK til Malmö. „Þetta er ekki skref aftur á bak. Ég þekki þessa deild og hún er mjög sterk,“ sagði Arnór Ingvi sem byrjar að æfa með Malmö í byrjun næsta árs. pic.twitter.com/xaIyXij7Hw — Malmö FF (@Malmo_FF) December 7, 2017 HM 2018 í Rússlandi Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Dregið í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Sjá meira
Arnór Ingvi Traustason skrifaði í gær undir fjögurra ára samning við Malmö. Sænsku meistararnir keyptu hann frá Rapid Vín sem hann gekk til liðs við í fyrra. Arnór Ingvi fékk fá tækifæri hjá austurríska liðinu og fór því á láni til AEK í Aþenu. Þau vistaskipti báru ekki tilætlaðan árangur því landsliðsmaðurinn fékk enn minna að spila í Grikklandi. Hann ákvað því að færa sig aftur um set. „Það er mjög mikill léttir að vera kominn hingað. Þegar ég heyrði að Malmö hefði áhuga á mér var þetta engin spurning,“ sagði Arnór Ingvi í samtali við íþróttadeild. Heimsmeistaramótið í Rússlandi hefst eftir hálft ár og Arnór Ingvi segir að sú ákvörðun að skipta um lið hafi verið tekin með HM í huga. „Ég verð að fá mínar mínútur og sýna mitt rétta andlit til að fá að vera hluti af íslenska landsliðshópnum. Maður þarf að spila fótboltaleiki til að komast með,“ sagði Arnór Ingvi sem hefur skorað fimm mörk í 15 landsleikjum. Eins og áður sagði hefur Arnór Ingvi lítið fengið að spila á undanförnum mánuðum. Hann segir að þessi takmarkaði spiltími hafi haft áhrif á sjálfstraustið.Möt MFF:s nyförvärv Arnór Ingvi Traustason (@NoriTrausta). pic.twitter.com/994BujhuNk — Malmö FF (@Malmo_FF) December 7, 2017 „Algjörlega, sjálfstraustið fór mjög langt niður. En maður má ekki bara hugsa um það. Maður þarf að vita hvað maður getur og hafa trú á sjálfum sér,“ sagði Arnór Ingvi sem horfir einbeittur fram á veginn. „Ég er kominn hingað og það skiptir máli. Hitt skiptir engu máli. Núna horfi ég bara fram á veginn og hlakka til að byrja í janúar.“ Arnór þekkir sænsku úrvalsdeildina vel en hann lék við góðan orðstír með Norrköping í tvö ár. Seinna tímabil hans hjá Norrköping varð liðið sænskur meistari í fyrsta sinn í 26 ár. Arnór Ingvi varð stoðsendingakóngur sænsku deildarinnar það tímabil og skoraði markið sem gulltryggði Norrköping titilinn.MFF och Arnór Ingvi Traustason har kommit överens om ett kontrakt som sträcker sig till och med 2021. Läs mer om övergången: https://t.co/XHsU2kRfajpic.twitter.com/9cZzRdhco4 — Malmö FF (@Malmo_FF) December 7, 2017 Síðustu tvö ár hefur Malmö unnið sænska meistaratitilinn og Arnór Ingvi kemur því inn í mjög öflugt lið. „Fyrir mér er þetta eitt stærsta, ef ekki stærsta, lið Skandinavíu. Þetta er risastórt félag. Ég hef margoft spilað á móti því, og það hefur alltaf verið erfitt, en nú er ég hluti af því,“ sagði Arnór Ingvi. Hann lítur ekki svo á að hann sé að taka skref aftur á bak með því að fara frá AEK til Malmö. „Þetta er ekki skref aftur á bak. Ég þekki þessa deild og hún er mjög sterk,“ sagði Arnór Ingvi sem byrjar að æfa með Malmö í byrjun næsta árs. pic.twitter.com/xaIyXij7Hw — Malmö FF (@Malmo_FF) December 7, 2017
HM 2018 í Rússlandi Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Dregið í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Sjá meira