Sprenging orðið í ávísun kódeinlyfja Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. desember 2017 06:00 Mest er aukningin á Austurlandi og Vesturlandi. vísir/eyþór Rúmlega helmingsaukning hefur átt sér stað í ávísunum kódeinlyfja hér á landi frá árinu 2005. Verkefnastjóri lyfjamála hjá Landlæknisembættinu segir að læknar ættu að hugsa sig vel um áður en slíkum lyfjum er ávísað. „Meðan aðrar þjóðir hafa dregið saman notkun á slíkum lyfjum þá hefur notkunin verið að aukast hjá okkur,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri hjá Landlækni.Ólafur B. EinarssonMunurinn er sérstaklega mikill sé litið til ávísana til þeirra sem eru eldri en fimmtíu ára. Sé sá aldurshópur á Íslandi borinn saman við Svíþjóð kemur í ljós að allt að þrefalt fleiri skömmtum er ávísað hér á landi. „Við vitum að þegar fólk er komið á þennan aldur geta komið upp ýmis verkjavandamál. Það er samt ekkert sem bendir til þess að það séu fleiri slík vandamál hér á landi heldur en annars staðar. Í raun vitum við ekki hvað býr að baki,“ segir hann. Ólafur segir að í eftirliti Landlæknisembættis með lyfjaávísunum sjáist greinilega að það séu margir einstaklingar sem fara á milli lækna til að verða sér úti um verkjalyf. „Margir nýta sér það til dæmis að tannlæknar, sem mega ávísa slíkum lyfjum, eru ekki tengdir sjúkraskrárkerfi sem aðrir læknar hafa aðgang að. Þá eru þeir ekki oft að skoða lyfjagagnagrunninn.“ Þá segir hann að einnig sé það tiltölulega lítill hópur lækna sem ávísar lyfjum í stórum stíl. Embættið sendi árlega tugi bréfa og svipti lækna leyfi til að ávísa ávanabindandi lyfjum. Einnig séu dæmi um að menn hafi verið sviptir læknaleyfinu vegna þessa. „Þetta er yfirgripsmikið verkefni. Sem stendur erum við að endurnýja leiðbeiningar um ávísanir lyfja til að ýta við læknum til að koma málunum í betri farveg hér á landi,“ segir Ólafur. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Sjá meira
Rúmlega helmingsaukning hefur átt sér stað í ávísunum kódeinlyfja hér á landi frá árinu 2005. Verkefnastjóri lyfjamála hjá Landlæknisembættinu segir að læknar ættu að hugsa sig vel um áður en slíkum lyfjum er ávísað. „Meðan aðrar þjóðir hafa dregið saman notkun á slíkum lyfjum þá hefur notkunin verið að aukast hjá okkur,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri hjá Landlækni.Ólafur B. EinarssonMunurinn er sérstaklega mikill sé litið til ávísana til þeirra sem eru eldri en fimmtíu ára. Sé sá aldurshópur á Íslandi borinn saman við Svíþjóð kemur í ljós að allt að þrefalt fleiri skömmtum er ávísað hér á landi. „Við vitum að þegar fólk er komið á þennan aldur geta komið upp ýmis verkjavandamál. Það er samt ekkert sem bendir til þess að það séu fleiri slík vandamál hér á landi heldur en annars staðar. Í raun vitum við ekki hvað býr að baki,“ segir hann. Ólafur segir að í eftirliti Landlæknisembættis með lyfjaávísunum sjáist greinilega að það séu margir einstaklingar sem fara á milli lækna til að verða sér úti um verkjalyf. „Margir nýta sér það til dæmis að tannlæknar, sem mega ávísa slíkum lyfjum, eru ekki tengdir sjúkraskrárkerfi sem aðrir læknar hafa aðgang að. Þá eru þeir ekki oft að skoða lyfjagagnagrunninn.“ Þá segir hann að einnig sé það tiltölulega lítill hópur lækna sem ávísar lyfjum í stórum stíl. Embættið sendi árlega tugi bréfa og svipti lækna leyfi til að ávísa ávanabindandi lyfjum. Einnig séu dæmi um að menn hafi verið sviptir læknaleyfinu vegna þessa. „Þetta er yfirgripsmikið verkefni. Sem stendur erum við að endurnýja leiðbeiningar um ávísanir lyfja til að ýta við læknum til að koma málunum í betri farveg hér á landi,“ segir Ólafur.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Sjá meira