Utangarðsfólk fær fleiri íbúðir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. desember 2017 20:00 Sextíu milljóna króna viðbótrarframlag til stuðnings við búsetu utangarðsfólks var samþykkt með breytingartillögum við fjárhagsáætlun borgarinnar í fyrradag. Það verður meðal annars nýtt til þess að fjölga starfsmönnum í vettvangsteymi borgarinnar en tillaga um það undir heitinu „Housing First" var samþykkt í velferðarráði í dag. Sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stefnt að því að ráða þrjá til viðbótar í teymið á næstunni, en sex fyrir árið 2020. „Við viljum fjölga þeim starfsmönnum sem vinna úti á vettvangi, eru að aðstoða fólk, eru að aðstoða fólk við að koma í gistiskýlið, eru að fara heim til þeirra sem búa sjálfstætt og eru í mikilli neyslu," segir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs. Til stendur að fjölga úrræðum sem standa fólki á vergangi og í neyslu til boða á næstunni. Í tillögunni sem var samþykkt í dag felst að fjölga íbúðum fyrir þá sem búa sjálfstætt með aðstoð vettvangsteymisins. Í dag eru íbúðirnar fjórtán en til stendur að fjölga þeim um tólf, eða fjórar á ári til ársins 2020.Fjórtan heimilislausir einstaklingar fá herbergi í Víðinesi eftir helgi.Eftir helgi fá einnig fjórtán einstaklingar, sem meðal annars búa nú á tjaldstæðinu í Laugardal, bráðabirgðahúsnæði á Víðinesi. Verið er að standsetja húsið og koma fyrir rúmum, ísskápum, sameiginlegu eldhúsi og sjónvarpsrými. Þar getur fólkið verið þar til varanlegra húsnæði býðst. Þá stendur til að fjölga smáhýsum fyrir utangarðsfólk sem eru þrjú í dag. Tvær gámaíbúðir til viðbótar eru tilbúnar til uppsetningar en leit af hentugri lóð stendur yfir. Í gistiskýlinu á Lindargötu eru 25 rúm fyrir heimilislausa og telur Regína þörf á endurskoðun starfseminnar til að rúma fleiri. „Það hefur komið fyrir, en það er örsjaldan, að það hefur þurft að vísa fólki frá gistiskýlinu vegna þess að það sé fullt, en það er oftar sem það er ekki fullnýtt. En hópurinn er aðeins að breytast. Við erum að sjá yngra fólk, ungmenni, sem eru í harðri neyslu og svo erum við með hóp sem hefur verið lengi viðloðandi gistiskýlið og það er draumurinn að fyrir þennan eldri hóp getum við fundið varanlegri búsetu," segir Regína. Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Sextíu milljóna króna viðbótrarframlag til stuðnings við búsetu utangarðsfólks var samþykkt með breytingartillögum við fjárhagsáætlun borgarinnar í fyrradag. Það verður meðal annars nýtt til þess að fjölga starfsmönnum í vettvangsteymi borgarinnar en tillaga um það undir heitinu „Housing First" var samþykkt í velferðarráði í dag. Sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stefnt að því að ráða þrjá til viðbótar í teymið á næstunni, en sex fyrir árið 2020. „Við viljum fjölga þeim starfsmönnum sem vinna úti á vettvangi, eru að aðstoða fólk, eru að aðstoða fólk við að koma í gistiskýlið, eru að fara heim til þeirra sem búa sjálfstætt og eru í mikilli neyslu," segir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs. Til stendur að fjölga úrræðum sem standa fólki á vergangi og í neyslu til boða á næstunni. Í tillögunni sem var samþykkt í dag felst að fjölga íbúðum fyrir þá sem búa sjálfstætt með aðstoð vettvangsteymisins. Í dag eru íbúðirnar fjórtán en til stendur að fjölga þeim um tólf, eða fjórar á ári til ársins 2020.Fjórtan heimilislausir einstaklingar fá herbergi í Víðinesi eftir helgi.Eftir helgi fá einnig fjórtán einstaklingar, sem meðal annars búa nú á tjaldstæðinu í Laugardal, bráðabirgðahúsnæði á Víðinesi. Verið er að standsetja húsið og koma fyrir rúmum, ísskápum, sameiginlegu eldhúsi og sjónvarpsrými. Þar getur fólkið verið þar til varanlegra húsnæði býðst. Þá stendur til að fjölga smáhýsum fyrir utangarðsfólk sem eru þrjú í dag. Tvær gámaíbúðir til viðbótar eru tilbúnar til uppsetningar en leit af hentugri lóð stendur yfir. Í gistiskýlinu á Lindargötu eru 25 rúm fyrir heimilislausa og telur Regína þörf á endurskoðun starfseminnar til að rúma fleiri. „Það hefur komið fyrir, en það er örsjaldan, að það hefur þurft að vísa fólki frá gistiskýlinu vegna þess að það sé fullt, en það er oftar sem það er ekki fullnýtt. En hópurinn er aðeins að breytast. Við erum að sjá yngra fólk, ungmenni, sem eru í harðri neyslu og svo erum við með hóp sem hefur verið lengi viðloðandi gistiskýlið og það er draumurinn að fyrir þennan eldri hóp getum við fundið varanlegri búsetu," segir Regína.
Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira