Bíður fjarri fjölskyldunni eftir fæðingu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. desember 2017 20:30 Kona úr Vestmannaeyjum sem gengin er fjörutíu vikur með sitt þriðja barn hefur beðið í tvær vikur í Reykjavík eftir fæðingunni. Hvorki er skurð- né svæfingarlæknir í Vestmannaeyjum og getur fæðing í Eyjum því verið áhættusöm. Bæjarstjóri segir ólíðandi að fjölskyldur á landsbyggðinni séu settar í þessa stöðu Líkt og margar aðrar konur sem búa á landsbyggðinni ákvað Hafdís sem býr í Vestmannaeyjum að fara til Reykjavíkur þegar settur dagur nálgaðist til að vera nærri fæðingardeild. Hún hefur nú beðið í Reykjavík í tvær vikur aðskilin börnum sínum tveimur og fjölskyldu. „Þetta er svolítið erfitt að vera í burtu og missa af öllu sem er í gangi í skólanum í desember og geta ekki notið aðventunnar heima," segir Hafdís Ástþórsdóttir. Í Vestmannaeyjum er rekin mæðravernd og hægt er að eiga börn á Heilbrigðisstofnunnni. Þar eru þó hvorki svæfingar- né skurðlæknar til að skerast í leikinn ef eitthvað fer úrskeiðis. Hún hafði íhugað að eiga barnið þar en hætti við þegar kona sem átti að eiga á svipuðum tíma lenti í erfiðleikum. „Hún fæðir barnið í Vestmannaeyjum og það gekk bara ágætlega, nema að hún nær ekki að fæða fylgjuna. Þá þurfti að kalla út sjúkraflugvél sem er staðsett á Akureyri. Þá tók það hátt í tvo tíma að koma henni til Reykjavíkur til að klára," segir Hafdís. Samgögnur milli lands og Eyja geti verið óstöðugar og taldi Hafdís ómögulegt að taka áhættu með fæðinguna. „Það er bara allra veðra von og sérstaklega á þessum árstíma. Þá tekur maður ekki séns," segir hún. Biðin gæti varað í tvær vikur til viðbótar en Hafdís segist heppin að hafa aðgang að íbúð í borginni. Ekki búi allir við það. „Það eru engir styrkir eða neitt sem kemur á móti. Kostnaðurinn getur hlaupið á hundruðum þúsunda, bæði með vinnutapi og gistingu," segir Hafdís. Bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar segir ólíðandi að fjölskyldur á landsbyggðinni séu settar í þessa stöðu. „Þetta er þyngra en tárum taki að við skulum haga málum með þessum hætti sem land og þjóð," segir Elliði Vignisson. „Það er ekki eðlilegt að við stillum málum þannig upp að fæðandi mæður og eiginmenn þeirra og barnsfeður skuli þurfa að dvelja langdvölum frá heimili sínu," segir Elliði. Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Kona úr Vestmannaeyjum sem gengin er fjörutíu vikur með sitt þriðja barn hefur beðið í tvær vikur í Reykjavík eftir fæðingunni. Hvorki er skurð- né svæfingarlæknir í Vestmannaeyjum og getur fæðing í Eyjum því verið áhættusöm. Bæjarstjóri segir ólíðandi að fjölskyldur á landsbyggðinni séu settar í þessa stöðu Líkt og margar aðrar konur sem búa á landsbyggðinni ákvað Hafdís sem býr í Vestmannaeyjum að fara til Reykjavíkur þegar settur dagur nálgaðist til að vera nærri fæðingardeild. Hún hefur nú beðið í Reykjavík í tvær vikur aðskilin börnum sínum tveimur og fjölskyldu. „Þetta er svolítið erfitt að vera í burtu og missa af öllu sem er í gangi í skólanum í desember og geta ekki notið aðventunnar heima," segir Hafdís Ástþórsdóttir. Í Vestmannaeyjum er rekin mæðravernd og hægt er að eiga börn á Heilbrigðisstofnunnni. Þar eru þó hvorki svæfingar- né skurðlæknar til að skerast í leikinn ef eitthvað fer úrskeiðis. Hún hafði íhugað að eiga barnið þar en hætti við þegar kona sem átti að eiga á svipuðum tíma lenti í erfiðleikum. „Hún fæðir barnið í Vestmannaeyjum og það gekk bara ágætlega, nema að hún nær ekki að fæða fylgjuna. Þá þurfti að kalla út sjúkraflugvél sem er staðsett á Akureyri. Þá tók það hátt í tvo tíma að koma henni til Reykjavíkur til að klára," segir Hafdís. Samgögnur milli lands og Eyja geti verið óstöðugar og taldi Hafdís ómögulegt að taka áhættu með fæðinguna. „Það er bara allra veðra von og sérstaklega á þessum árstíma. Þá tekur maður ekki séns," segir hún. Biðin gæti varað í tvær vikur til viðbótar en Hafdís segist heppin að hafa aðgang að íbúð í borginni. Ekki búi allir við það. „Það eru engir styrkir eða neitt sem kemur á móti. Kostnaðurinn getur hlaupið á hundruðum þúsunda, bæði með vinnutapi og gistingu," segir Hafdís. Bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar segir ólíðandi að fjölskyldur á landsbyggðinni séu settar í þessa stöðu. „Þetta er þyngra en tárum taki að við skulum haga málum með þessum hætti sem land og þjóð," segir Elliði Vignisson. „Það er ekki eðlilegt að við stillum málum þannig upp að fæðandi mæður og eiginmenn þeirra og barnsfeður skuli þurfa að dvelja langdvölum frá heimili sínu," segir Elliði.
Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira