Hamas kalla eftir árásum á Ísrael Samúel Karl Ólason skrifar 7. desember 2017 10:34 Frá mótmælum í Palestínu í morgun. Vísir/AFP Ismail Haniyeh, æðsti leiðtogi Hamas hreyfingarinnar, kallar eftir árásum á, eða „uppreisn“ gegn Ísrael. Það gerir hann í kjölfar ákvörðunar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd víða um heim. Haniyeh ræddi við stuðningsmenn Hamas á Gaza í morgun og sagði hann ákvörðun Trump vera „árás á fólk okkar og stríð gegn helgidómum okkar“, samkvæmt AP fréttaveitunni.Hann kallaði eftir því að árásirnar myndu hefjast á morgun, föstudag. Þá vill Haniyeh að árásirnar endist til að fá Trump og hernámsliðinu til að sjá eftir ákvörðuninni að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael.Sjá einnig: Staða Jerúsalem – Um hvað snýst máliðÍsrael og Bandaríkin telja Hamas vera hryðjuverkasamtök en samtökin hafa háð þrjú stríð gegn Ísrael frá árinu 2007. Hamas viðurkenna ekki tilverurétt Ísrael og meðlimir samtakanna felldu hundruð Ísraelsmanna í átökum á árunum 2000 til 2005. Samtökin eru talin eiga mikinn fjölda eldflauga sem meðlimir þeirra geta notað til að gera árásir á Ísrael. „Við höfum gefið öllum meðlimum Hamas skipanir um að undirbúa sig og vera tilbúnir til að taka á þessari ógn gegn Jerúsalem og Palestínu. Sameinuð Jerúsalem er arabísk og íslömsk, og hún er höfuðborg Palestínu. Allrar Palestínu,“ sagði Haniyeh í morgun samkvæmt Reuters.Hann kallaði einnig eftir því að Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hætti allri friðarviðleitni við Ísrael og að Arabaríki slitu samskiptum sínum við ríkisstjórn Donald Trump.Umdeild ákvörðun innan Bandaríkjanna Mike Pence, varaforseti, studdi ákvörðunina, og sagði Trump að hans helstu stuðningsmenn myndu taka henni fagnandi. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og James Mattis, varnarmálaráðherra, voru báðir andvígir ákvörðun Trump. Samkvæmt frétt Washington Post, reyndu þeir báðir að fá forsetann til að skipta um skoðun. Tillerson varaði við því að afleiðingarnar gætu verið mjög alvarlegar.Þá báðu þeir um tíma til að skoða starfsstöðvar Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum og jafnvel víggirða þeir ef þörf þyki. Einn heimildarmaður Washington Post sagði Trump engan veginn gera sér grein fyrir afleiðingunum sem þessi ákvörðun gæti haft. Þegar væri mikil ólga á svæðinu vegna pólitískra aðgerða Sádi-Arabíu og sífellt sterkari stöðu Íran. Samkvæmt mörgum heimildarmönnum miðilsins tók forsetinn ákvörðunina eingöngu til þess að standa við kosningaloforð sitt og með engu tilliti til aðstæðna á svæðinu. Donald Trump Mið-Austurlönd Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Ismail Haniyeh, æðsti leiðtogi Hamas hreyfingarinnar, kallar eftir árásum á, eða „uppreisn“ gegn Ísrael. Það gerir hann í kjölfar ákvörðunar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd víða um heim. Haniyeh ræddi við stuðningsmenn Hamas á Gaza í morgun og sagði hann ákvörðun Trump vera „árás á fólk okkar og stríð gegn helgidómum okkar“, samkvæmt AP fréttaveitunni.Hann kallaði eftir því að árásirnar myndu hefjast á morgun, föstudag. Þá vill Haniyeh að árásirnar endist til að fá Trump og hernámsliðinu til að sjá eftir ákvörðuninni að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael.Sjá einnig: Staða Jerúsalem – Um hvað snýst máliðÍsrael og Bandaríkin telja Hamas vera hryðjuverkasamtök en samtökin hafa háð þrjú stríð gegn Ísrael frá árinu 2007. Hamas viðurkenna ekki tilverurétt Ísrael og meðlimir samtakanna felldu hundruð Ísraelsmanna í átökum á árunum 2000 til 2005. Samtökin eru talin eiga mikinn fjölda eldflauga sem meðlimir þeirra geta notað til að gera árásir á Ísrael. „Við höfum gefið öllum meðlimum Hamas skipanir um að undirbúa sig og vera tilbúnir til að taka á þessari ógn gegn Jerúsalem og Palestínu. Sameinuð Jerúsalem er arabísk og íslömsk, og hún er höfuðborg Palestínu. Allrar Palestínu,“ sagði Haniyeh í morgun samkvæmt Reuters.Hann kallaði einnig eftir því að Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hætti allri friðarviðleitni við Ísrael og að Arabaríki slitu samskiptum sínum við ríkisstjórn Donald Trump.Umdeild ákvörðun innan Bandaríkjanna Mike Pence, varaforseti, studdi ákvörðunina, og sagði Trump að hans helstu stuðningsmenn myndu taka henni fagnandi. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og James Mattis, varnarmálaráðherra, voru báðir andvígir ákvörðun Trump. Samkvæmt frétt Washington Post, reyndu þeir báðir að fá forsetann til að skipta um skoðun. Tillerson varaði við því að afleiðingarnar gætu verið mjög alvarlegar.Þá báðu þeir um tíma til að skoða starfsstöðvar Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum og jafnvel víggirða þeir ef þörf þyki. Einn heimildarmaður Washington Post sagði Trump engan veginn gera sér grein fyrir afleiðingunum sem þessi ákvörðun gæti haft. Þegar væri mikil ólga á svæðinu vegna pólitískra aðgerða Sádi-Arabíu og sífellt sterkari stöðu Íran. Samkvæmt mörgum heimildarmönnum miðilsins tók forsetinn ákvörðunina eingöngu til þess að standa við kosningaloforð sitt og með engu tilliti til aðstæðna á svæðinu.
Donald Trump Mið-Austurlönd Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira