Birkir Már spilaði fyrir Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni, en samningur hans við félagið rann út í lok tímabilsins og ætlar hann ekki að endurnýja við liðið.
„Ég hef átt þrjú mjög góð ár hérna og líkar mjög vel við liðið og félagið. Ég mun sakna liðsfélaganna og var alltaf mjög stoltur af því að klæðast treyjunni og hlaupa út á völlinn fyrir framan stuðningsmenn okkar.“
„Nú bíða ný verkefni og vonandi sjáumst við á HM í Rússlandi næsta sumar, það yrði gaman að mæta Svíum í úrslitaleiknum.“