Sport

Gæti misst af hundruðum milljóna út af heimskulegri fautatæklingu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gronk rífst við dómara í leiknum um síðustu helgi.
Gronk rífst við dómara í leiknum um síðustu helgi. vísir/getty
Hinn magnaði innherji New England Patriots, Rob Gronkowski, er kominn í eins leiks bann fyrir fíflaskap og það gæti reynst honum dýrt.

Gronk missti stjórn á skapi sínu í leiknum gegn Buffalo um síðustu helgi. Hann kastaði sér þá niður á leikmann Buffalo sem lá varnarlaus. Hann kýldi andstæðinginn svo harkalega að hann fékk heilahristing.

Bannið þýðir að Gronkowski verður af 30 milljónum króna en sú tala gæti hækkað mikið enda gæti bannið haft áhrif á frammistöðubónusana hans.





Gronk er þegar búinn að næla sér í bónus upp á rúmar 100 milljónir dollara fyrir að hafa gripið bolta yfir 800 jarda í vetur. Það er þó miklu meira undir í lokaleikjunum.

Leikmaðurinn þarf að grípa 80 bolta, skora 14 snertimörk og fara yfir 1.200 jarda til þess að fá stóra bónusinn sem er upp á litlar 573 milljónir króna. Það verður mun erfiðara fyrir hann að ná þessum tölum þar sem hann missir af einum leik vegna heimskulegs leikbanns.

Hann hefur þegar beðist afsökunar á þessari fáranlegu hegðun sinni sem má sjá hér að ofan. Einhverra hluta vegna var honum ekki vikið af velli fyrir þennan fautaskap.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×